Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 47
Tveir prestar á tali í húsakynnum Alnæmissamtakanna. Sjá bls. 42. Öryrkjabandalags íslands og Þroskahjálpar hins vegar. Tilgangur fyrst og fremst sá að stilla saman strengi og njóta stuðnings þessara fjölmennu heildarsamtaka launafólks þegar að kjaramálum aldraðra og öryrkja kemur. Við gerð kjarasamninga í vetur leið var þess krafist af Alþýðusam- bandi íslands að rrkisstjómin gæfi út yfirlýsingu um hver yrðu kjör lífeyrisþega í kjölfar kjarasamninganna. Forsætis- ráðherra gaf þá út yfirlýsingu f.h. rrkisstjórnar um það að lífeyrisþegum yrði tryggð meðaltalshækkun kjarasamn- inganna, en bætti svo við “að mati ríkisstjómar”. Orðalagið gat því í raun ekki verið óljósara þegar til efnda átti að taka. Nú vita allir sem vita vilja að megineinkenni þessara kjarasamninga varðaði hækkun lægstu launa þ.e. þeirra launa sem löngum hafa verið á svipuðu róli og bætur lífeyrisþega sem njóta allra fjögurrahöfuðbótaflokkanna. Á næsta ári eiga engir kauptaxtar launafólks að vera lægri en 70 þús. kr. Á þetta lögðum við mesta áherzlu í þeim viðræðum er við höfum átt við stjómvöld, ekki bara einu sinni heldur oft þ.e.hækkun lífeyrisbóta nú yrði verulega til nálgunar þessum lág- launamörkum. Við höldum því sem sagt fram að ekki sé í neinu verjandi að skilja einn hóp svo eftir langneðst í launastiganum, þegar þó hefur fengizt lagfæring hjá því launafólki sem lægst var og veitti sannarlega ekki af og hefði mátt vera meira. En nú er niðurstaðan fengin, það mat ríkisstjómar hvað hún telur hæfilega skammtað þeim sem að miklu eða öllu leyti eru undir náð hennar seldir. Og hver eru þau kjör svo. Hin almenna hækkun er 4%, þ.e. meðaltalshækkun kjarasamninga er metin og mæld af vísum mönnum nær 6% og frá þessum 6 dragast svo þau 2% sem um áramót komu inn. Gildis- tími hækkana er frá 1. marz. Eftirgjöf af síma og útvarpi fellur niður en í þess stað er 3600 kr. bætt við heimilis- uppbót, sem jafngildi eftirgjafar og þá með skatttöku reiknað. Hins vegar munu allir lífeyrisþegar nú fá 20% lækkun afnotagjalda RUV. Fram náðist krafa okkar um að fjárhagsleg aðstoð sveitarfélaga skerði ekki tryggingabætur og er það vissulega góður árangur af áralöngu stappi. Eftir stendur hin blákalda staðreynd að óhugnanlega breitt bil er nú og verður allt til aldamóta á annars vegar lægstu launum í landinu (og eru þau þó ekki nein sældarlaun) og fullum bótum almannatrygginga. Niðurstaðan sem sé sú að stjórnvöld ætla lífeyrisþegum þeim sem eiga tekjulegt athvarf sitt hjá tryggingunum að framfleyta sér af mun lægri tekjum en þeir lægst- launuðu í landinu og allir vita þó að það gengur ekki alltof vel vægast sagt. Við munum halda réttindabaráttunni ótrauð áfram þrátt fyrir sár vonbrigði nú. Aldrei er meiri ástæða til þess en einmitt nú. * Nokkrar staðreyndir er hollt að hafa í huga nú þegar þessi ákvörðun ríkisstjórnar liggur fyrir og hún af raunsæi skoðuð. I fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin óneitanlega staðið við það loforð sem hún gaf launþega- samtökunum um að meðaltalshækkun launa að hennar eigin mati yrði skilað inn í bótakerfi almannatrygginga. Það var gert og ákveðnar leiðréttingar fengust um leið. I öðru lagi er það ljóst að kaupmáttaraukning verður hjá lífeyrisþegum á samningstímanum að því sögðu þó að verðbólgustig verði svipað og nú. I þriðja lagi er það einnig dagljóst að þeir lífeyrisþegar sem aðeins verða að styðjast við hina fjóra höfuðbótaflokka tryggingakerf- isins hafa allt fram til aldamóta mun minna úr að spila en það fólk sem minnst ber úr býtum á vinnu- markaði og er það þó ekki beysið. í fjórða lagi eykst nú enn það breiða bil sem er annars vegar á mögulegum bótagreiðslum til einstaklinga - sem búa einir og njóta ekki fjárhagslegs hagræðis af sambúð við aðra - til þeirra annars vegar og hins vegar til fólks í hjónabandi eða sam- búð. Þannig nema bóta- greiðslur til einstaklings (allir 4 bótaflokkarnir) frá 1. jan.1998 nálægt 62.500 kr. á meðan tveir lífeyrisþegar í hjónabandi fá samanlagt rúm 85 þús. kr. á mánuði, enda aðeins hjá þeim um grunnlíf- eyri og tekjutryggingu að ræða. Svona mikið er nú fjárhagslega hagræðið ekki og hér þarf á verulega bragarbót. I fimmta lagi er dagljóst, að kjör örorkustyrkþega, sem margir hverjir búa við afar erfiðar aðstæður eru allsendis ófullnægjandi enda fá þeir aðeins 75% af grunnlífeyri eða um 11 þús. kr. á mánuði. Svona mætti áfram halda og því er það brýn nauðsyn að áfram sé haldið af einurð og festu með fullum rökum að freista lagfæringa sem beztra á þeim fjölmörgu atriðum sem úrbóta bíða. Oft þykir okkur sem árangur stöðugrar baráttu sé ekki sá sem við vildum, en við vanmetum heldur ekki hvert það skref sem tekið er fram á við. Öryrkjabandalag Islands verður að vera sá málsvari í sókn og vörn, sókn þó helzt og fyrst, sem félagar þess geta treyst á til átaka og og árangurs. Nú er starfandi sérstök kjaramálanefnd á vegum bandalags- ins og verkefni hennar ærin. Áður hefur trygginganefnd bandalagsins skilað ítarlegum tillögum um trygg- ingamál frá sér og á þeim mun byggt sem bezt. í tengslum við aðalfund bandalagsins nú í haust er meiningin að málþing verði haldið um kjaramál og reynt að komast enn nær kjarna þessara víðfeðmu mála sem varða svo mjög hag og heill öryrkja í landinu. I kringum slíkt málþing um kjaramál eru í raun óþrjótandi verkefni sem vinna þarf og vonandi megnar sú vinna öll að þoka okkur lengra fram á veg til farsældar fyrir okkar fólk. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.