Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 31
Þarna standa systkinin á Flúðum árið 1935 upp við gamla skólahúsið, bernskuheimili Sigríðar. Eins og sjá má er steypan illa farin, hveraleirinn var ekki gott byggingarefni! Sigríður er elst, síðan Sólveig, Guðmundur bóndi í Hreppunum og Asgerður framkvæmdastjóri Oryrkja- bandalagsins. ráðin. “Ég sat í festum í tvö ár. I þá daga var fólk ekki að gifta sig fyrr en að loknu námi, nema í brýnni nauðsyn.” Sumarið 1945 er Sig- ríður ung kærasta Vil- hjálms hjá fjölskyldu hans á Seyðisfirði. “Þetta var síðasta sumarið sem syst- kini hans voru öll heima og mikið skemmtilegt og fjörugt. Vilhjálmur var að lesa undir lokapróf í lögfræði. Alltaf, þegar ég gat rifið hann frá lestrin- um, vorum við í útilegum á Héraði. Þetta var ein- stakt austfirskt blfðviðris- sumar. Ég skil vel Vestur- Islendinginn sem sagði: “Hvergi í heiminum er gott veður eins gott og á íslandi - og hvergi á Islandi er gott veður eins gott og á Austfjörðum.”” í að móta félagshyggjukonuna - Signði Ingimarsdóttur? “Ég hefði ekki getað fengið betra uppeldi fyrir öll félagsstörfin. Oskadraumurinn var að læra norrænu. Vonandi hef ég getað látið meira gott af mér leiða í málefnum öryrkja en að fara að grúska í norræn- umfræðum, einsogégætlaði. Bóka- grúskið byrjaði í klettaásunum ofan við Flúðir.” Sigríður er kímileit. - Bókasafn í klettaásum! Ekki hefur það verið álfabókasafn? “Bækurnar opnuðu æfintýraheima þess tíma. Og dulúðgu steinarnir í stuðlaberginu urðu bækurnar okkar, sem við reyndum að rýna í. Bókasafn stuðlabergsins var ævintýraheimur á góðviðrisdögum sumarsins hjá okkur systkinunum og leikfélögunum frá Hellisholtum. Því var það áratugum síðar, þegar verið var að leggja veg um sveitina, að frúin í Hellisholtum kallaði: “Ætlið þið nú að fara að hirða bókasafn krakkanna?” Furðu lostnir vegagerðarmenn litu á konuna, sem þeir héldu að væri eitthvað verri!” Sigríður er ekki hrifin af öllum trján- um sem búið er að planta sunnan við Flúðir, finnst þau skemma klettaborg- ina sína. Vegur liggur yfir uppþurrkuð áveitutún. “Nú þekki ég bara fjöllin, ásana og klettana. Bemskuumhverfið er horfið,” segir hún. Vilhjálmur og rómantíkin Fjórtán ára flytur Sigríður til Reykjavíkur. Ingimar fer að kenna í Skildinganesskóla, síðar Melaskóla. Leið Sigríðar liggur í M.R. og hún endurvekur með öðrum Ungmenna- félag Reykjavíkur. “Ég var alltaf svo félagsglöð!” Ungmennafélagsball er fyrirhugað á lofti M.R. en karlmanns- leysið horfirtil vandræða. Skólafélagi Sigríðar, Páll S. Pálsson síðar lög- maður, hringir þá í Garð og fær stúd- enta þaðan til að mæta á ballið. “Einn af þeim var Vilhjálmur. Nú, eitthvað var ég að lesa upp á skemmtuninni og hef sjálfsagt vakið athygli á mér, því að fimm karlmenn fylgja mér heim eftir ballið með kurt og pí. Að sjálfsögðu var Vilhjálmur einn þeirra.” Rómantíkin umvefur Sigríði og Vilhjálm, sem hittast næst á skautum í tunglsljósi á Tjörninni. “Þá bauð Vilhjálmur mér til sín upp á Garð, dró þar upp vindlakassa með myndum til að sýna mér. Alveg dæmigert fyrir Vilhjáhn! Hann myndi aldrei hafa þolinmæði til að setja myndir í albúm.” Sigríður skellihlær, þekkir sinn mann. “Hann var hinn herralegasti, bauð mér upp á appelsín og soðin egg. Furðulegar veitingar, finnst þér ekki? Enþettavarbýsnagottsaman. Allir sem heimsóttu Vilhjálm á Garði kannast við þessar veitingar.” I þá daga voru Háskólaböllin haldin í anddyri Háskólans. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja, skólastofur og bókasafn í nálægð. Andrúmið hefur sjálfsagt gert sitt til að kynda undir fjöruga háskóladans- leiki sem sumir segja að hafi aldrei borið sitt barr síðan. “Þetta voru mjög glæsilegir dans- leikir. Danssýning á hinum gamla, virðulega hirðdans “les lanciers” vakti mikla eftirtekt, Vilhjálmur var einn af dansherrunum. En þetta var drepið niður, þótti svo óviðeigandi að vera með vínveitingar í sjálfum Háskólan- um. Guðmundur Sveinsson skrifaði mjög hvassyrta grein. Eftir birtingu hennar var lokað á böllin. Þarna hittumst við Villi í þriðja sinn. Dálítið hátimbraðir staðir sem við hittumst fyrst á, við Villi!” Örlög Sigríðar og Vilhjálms voru Lífsferlið kenndi mér Sigríður og Vilhjálmur héldu upp á gullbrúðkaup sitt í fyrra. í því tilefni kom fjölskyldan saman í sumar- bústað, barnabörnin tíu og börnin fimm ásamt mökum: Guðrún hjúkr- unarfræðingur; Árni lögfræðingur; Guðbjörg kennslustjóri við Háskól- ann; Arinbjöm arkitekt og Þórhallur markaðsstjóri. “Sólveigu vantaði í hópinn. Hún dó í fyrra.” - Hvernig dó hún? “Ur elli. Það smádró af henni síð- ustu fjögur árin. Hún átti orðið mjög erfitt með gang og var í hjólastól síðasta árið. Mongólítar lifa yfirleitt skemur, hrörna fyrr. Hún var jarðsett í Lágafellskirkjugarði. Tíunda mars í vetur hefði hún orðið fimmtug, og þá fórum við öll uppeftir með blóm. Þá vatt bróðir hennar sér skyndilega út í sjoppu, kom aftur með kókflösku og setti á leiðið: “Þetta var það besta sem Solla vissi,” sagði hann.” Sigríður situr á móti mér í vistlegri þjónustuíbúð á Dalbraut. Þau hjónin fluttu hingað fyrsta mars, vildu minnka við sig. “Ég hef verið svo slæm í fótunum, að mér finnst gott að hafa ekki eins mikið fyrir hlutunum.” Sigríði fannst erfitt að velja og hafna úr stórri búslóð, taka ekki of mikið með sér, en hafa þó allt við hendina FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.