Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 25
Meiri virkni félaga Nefndafargan nefna sumir þetta og að allsendis ómögulegt sé að koma þessu á laggirnar. Því er til að svara að nefndirnar verða ekki virkari en félagamir sjálfir og félagarnir þurfa vettvang til starfs. Með réttu má benda á að þetta fyrirkomulag krefst ákveðinnar verkefnisstjórnunar af hálfu bandalagsins. Slíkt á ekki að vera vandamál með nútíma tækni þar sem auðvelt er að kalla til fundar, eða samráðs í síma (eða á vefnum) og niðurstaðan verður meiri virkni félagsmanna í starfi bandalagsins. Skynsamlegt er að koma þessu fyrirkomulagi á í áföngum og byrja á að koma á laggimar t.d.kjaranefnd og nefnd um félagslega þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Slípa í starfi þessara nefnda fyrirkomulagið og fjölga svo sem skynsamlegt sýnist. Emil Thór. / Fréttir frá Gigtarfélagi Islands Emil Thór í stuttu spjalli ✓ Aaðalfundi Gigtarfélagsins hinn 12. aprfl sl. varð veru- leg breyting á stjóm félagsins. Arni Jónsson formaður félagins lét af því starfi en á áfram sæti í varastjórn. Sömuleiðis hurfu úr stjórn eftir langa setu Jón Þor- steinsson og Sveinn Indriðason, hreinir frumherjar í félaginu. Voru þeim þökkuð mikil og góð störf fyrir félagið. Undirritaður minnist upphafs þessa félags og óþreyt- andi elju fmmherjanna. Stjómina skipa nú: Einar S. Ingólfsson formaður og aðrir eru í stjórn: ArnbjörgGuðmundsdóttir, Laufey Karlsdóttir, Sigríður Gunnars- dóttir, Sigríður Zoéga, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Sverrir Sigfússon og Þóra Amadóttir. Emil víkur svo að verkefnunum: Meginverkefnið að undanförnu hefur verið hin mikla norræna ráðstefna sem haldin verður 28.-29. og 30. maí og nefnist Reuma 97. Það eru norrænu gigtarfélögin sem staðið hafa að ráðstefnum sem þessum, en þetta er sú sjötta í röðinni, en nú í fyrsta sinn hérlendis. Félögin í hverju landi bera alfarið ábyrgð á ráð- stefnunni í sínu landi. Þetta er gríð- arlegt verkefni. Hingað koma 200 erlendir gestir og í kringum 100 íslendingar til viðbótar. 7 fyrirles- urum er sérstaklega boðið til lands- ins og síðan er fjöldi annarra fyrir- lesara, en alls munu fyrirlestrar vera 46. Þema ráðstefnunnar er: Gigtin og framtíðin. Helztu við- fangsefni eru m.a. samband sjúkl- inga við fagaðila, þjónusta við gigtsjúka úti á landsbyggðinni, möguleikar heilsugæzlunnar í landinu til að taka á gigtarsjúkum og nýjar aðferðir í meðferð og er þá fátt eitt hér talið. Önnur félagsleg verkefni eru vissulega ekki af skornum skammti. Ætlunin er að auka virkni félaga úti á landi og nú í byrjun júní er ætlunin að stofna Austurlandsdeild á Egilsstöðum. Sífellt er unnið að því að koma húsnæði félagsins í fulla nýtingu og gengur vel. Sjálfshjálparhópar fara í gang með haustinu. Handbók um gigt einnig væntanleg, en hún hefur verið alllengi á leiðinni. Aukning útgáfustarfsemi eitt aðalverkefni framtíðarinnar. Bæklingur er vænt- anlega á næstu grösum. Sömuleiðis hefur bók um vefjagigt verið þýdd og verður vonandi gefin út fyrr en síðar. Það er því í nógu að snúast á þeim bæ, sem Emil stjórnar af röggsemi og honum þakkað þetta spjall. H.S. Hlerað í hornum Maður kom inn á bar og spurði bar- þjóninn hvort hann vildi heyra góðan Hafnarfjarðarbrandara. Barþjónn- inn, sem var stór og stæðilegur sagði þá: “Ja, fyrst ætla ég að segja þér að ég er Hafnfirðingur, þessir fjórir mótorhjólagæjar eru líka Hafnfirð- ingar og eins þessi kraftajötunn þarna við spilakassann. Heldurðu að þig langi enn til að segja þennan brand- ara?” “Nci, aldeilisekki. Égætlasko ekki að fara að útskýra hann sex sinn- um”. Þetta var úti í hinum stóra heimi. Maður nokkur hafði átt unaðsstund með konu einni, en bæði voru harð- lofuð. Hann fékk samvizkubit og fór til kaþólska prestsins, skriftaði og spurði hvað hann ætti að gera til yfirbótar. Sá kaþólski sagði honum að setja 1000 krónur í söfnunarbauk kirkjunnar. Það fannst manninum sanngjarnt, en til að fá betri saman- burð fór hann líka til lúterska prests- ins, sagði honum frá málavöxtum og bað hann meta hvað greiða ætti í syndagjöld. Hann sagði honum að greiða 10 þúsund krónur í söfnunar- bauk kirkjunnar. “Hverslags okur er þetta? Sá kaþólski sagði eitt þúsund nægja.” “Já, sá kaþólski, hann hefur enga hugmynd um eðli þessarar synd- ar”. Nonni 9 ára var að spyrja Gutta jafn- aldra sinn að því hvort hann vissi hvað þessi ást væri sem alltaf væri verið að tala um. Gutti svaraði: “Ég held að maður sé fyrst skotinn með ör, en svo held ég að það sé ekki mjög sárt á eftir”. Til athugunar I síðasta tölublaði Fréttabréfsins var birt bókun um málefni fatlaðra frá Svæðisráði Reykjaness. Óskað hefur verið eftir að fá birtingu á andsvari að bókun þessari. Hún hafði ekki borizt þegar þetta tölublað fór í prentun, en mun birtast í næsta tölublaði. Eins og ritstjóri hefur sí og æ sagt telur hann blaðið kjörinn vettvang til skoðanaskipta. Þau eru ætíð af hinu góða, þegar hreint út er talað. Ritstj. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.