Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 32
sem þyrfti að nota. - Finnst henni ekki skrítið að hafa lítið að gera - hún sem hefur verið á kafi í félagsstörfum allt sitt líf - aðalfulltrúi í Evrópudeild Alþjóða- endurhæfingarráðs fatlaðra og sam- tökum um málefni þroskaheftra á Norðurlöndum, fyrir utan öll hin félagsstörfm og ritstjórn Húsfreyjunn- ar í tíu ár? “Ég finn mér alltaf nóg verkefni. Börnin mín segja stundum, að ég lesi mér til óbóta. Fann svo mikið af uppáhaldsbókunum mínum, þegar ég var að tæma bókaskápinn, að ég fór að lesa aftur Sjálfstætt fólk, Heims- ljós, Islandsklukkuna og fleira. Mig dreymir um Jón Böðvarsson, að fara aftur í Odda og hlusta á útskýringar hans á Islendingasögunum. Það er minna um handavinnu og prjónaskap, eins og barnabörnin segja: “Hún amma er ekki prjónaamma!” - Nú áttu mikið hugsjónastarf að baki í þágu þroskaheftra. Hvað viltu segja foreldrum sem eiga svona börn? “Reynið að leita að því góða við að eiga vangefið bam. Lærið að meta, hvað þið lærið af því. Hugsjón mín var - að búa vangefnum sem best lífskilyrði til þjálfunar og lærdóms og koma því til leiðar að vinnuorka þessa fólks verði hagnýtt. Solla mín var svo einstaklega ljúfur einstaklingur, að hún bætti mér allt margfaldlega - öll tárin, allar áhyggjurnar. Hún kenndi mér að þakka fyrir það sem maður hefur og æðrast ekki út af smámunum. Hún kenndi mér þolinmæði og trú á hið góða í manninum.” Sigríður er hugsi um stund, segir síðan: “Þú uppskerð eins og þú sáir. Fræin sem þú sáir í sál bamsins þíns bera ávöxt, sum eftir langan tíma. Ef þú gerir einhverjum gott, færðu það margfalt til baka. Þú getur líka sáð illu fræi í huga annarra, hvort sem það eru börnin þín eða samferðamenn. Á langri lífsleið verður manni stundum á að gera fólki eitthvað sem maður sér eftir. Ef þú bætir ekki fyrir það, færðu það til baka. Hvorutveggja skilar sér aftur - bæði hið illa og hið góða. Arabíska máltækið segir: Þrennt er það sem aldrei kemur aftur, töluð orð, unnin verk og liðin stund.” Látum það vera lokaorð Sigríðar. Verk hennar munu lifa, stundirnar og orðin sem hún skilur eftir sig. Oddný Sv. Björgvins Þórhallur Hróðmarsson: Spor í sandi Ljóð af Ijúfri sögu Nótt eina dreymdi hann drauminn, hann dreymd'i að hann gengi á strönd. Hann dreymd'i að hann gengi með Guði. Þeir gengu þar hönd í hönd. Hann leit um öxl og líf sitt gat lesið af sporum þeim, sem geymd vor'u og greypt í sandinn, og gengin af báðum tveim. Hann sá þau samhliða liggja og sólin í heiði skein. Þá sá hann á spotta og spotta að sporin voru ein. Það vakt'i 'honum vafa og furðu, það virtist oft gerast þar, sem sorti á líf hans sótti og sorgir að höndum bar. Hann leit aftur líf sitt yfir, og litla stund hann beið, en eftir það yrti á Drottin eitthvað á þessa leið: “Þú hafðir mér heitið forðum, ef hlýða ég vildi þér, og þér myndi þjóna og treysta, að þú skyldir fylgja mér. En hví sé ég spor þín hvergi, þá harmi sleginn var?” Drottinn brosti að bragði: “Barnið mitt ég var þar. Þar sem í fjörunni finnst þér fótsporin vera tvenn, við hönd mér þig löngum leiddi, líkt og ég geri enn. Þar för eftir eina fætur fjaran einungis ber, það var á þrautastundum, þegar ég hélt á þér”. 30. aprfl 1997 Þórhallur Hróðmarsson Hveragerði. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.