Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 11
Það sýndi sig að fræðslan var það sem langmestu máli skipti fyrir fjölskyld- urnar þótt annar stuðningur væri vissulega líka til bóta. Yfir tuttugu ára reynsla DAMP-börnum gengur betur í litlum hópum og flest þeirra ná engum árangri í stórum hópum. Fjórðungur þeirra barna sem hefur mjög mikil vandamál á sviði DAMP hefur dæmigerð einhverfueinkenni, sömu andfélagslegu hegðun og sömu horfur og þessi börn hafa það sterk einkenni að auðvelt er að finna þau. Helmingur þeirra barna sem hefur mjög mikil vandamál á sviði DAMP hefur aspergereinkenni að mati Gilbergs. Best er að finna þessi börn um sjö til átta ára aldur. DAMP/ADHD er því tvímælalaust mikið hei 1 brigðis- vandamál og nauðsynlegt er að hæfa bæði heimili og skóla að þörfum bam- anna. Hér verða yfirvöld að koma til skjalanna því þessi hópur er stærsta einstaka vandamál þeirra sem ábyrgð bera á æsku landsins. Geðlæknirinn Dag Brendefuhr, yfirlæknir og faðir 25 ára manns með ADHD ræddi þessa greiningu með tilliti til fullorðinsáranna. ADHD kemur sjaldan fram á fullorðinsgeð- deildum þrátt fyrir að einkennin séu til staðar í sex til níu af hundraði allra barna á skólaaldri og frá þriðjungi til helmings allra sjúklinga á göngu- deildum barnageðdeilda. Deyr ADHD drottni sínurn á unglings- árunum eða fölna einkennin og fara fram hjá fólki? 30% fólks með ADHD hefur einkennin fram á fullorðinsár en hjá mörgum dregur úr einkennum á aldr- inum 15 til 25 ára að sögn Brende- fuhrs. Menn og konur með ADHD hafa að meðaltali tveggja og hálfs árs styttri skólagöngu en aðrir. Margir eru sjálfstæðir atvinnurekendur í litlum fyrirtækjum. Margir njóta lítils álits í samfélaginu, stríða við geðræn vanda- mál og persónuleikatruflanir. Brendefuhr sagði að lokum að bætt þekking fagfólks yki að mun bata- horfur fólks með ADHD. Víða á Norðurlöndunum eru starf- ræktar skólastofnanir fyrir unglinga og ungt fullorðið fólk með einkenni á borð við DAMP / ADHD og skyld vandamál. A Islandi eru þannig stofn- Flestir íslendinganna á ráðstefnunni að loknum fyrsta degi. anir óþekktar og of oft er fangelsi þrautalending ráðalauss samfélags. Sláandi staðreyndir frá Finn- landi. Yfirskrift fyrirlestursins var: Eru sumir ungu utangarðsmannanna í samfélagi okkar með DAMP? Yfirlæknirinn IlkkaTaipale sagði frá rannsóknum sínum á hópi 25 fmnskra fanga. Afþeimvoru: -55% með DAMP og hegðunartrufl- anir - 100% höfðu búið við vandamál f skóla - 45% stríddu við eiturlyfjavandamál -71% hafði sálræn vandamál - 52% höfðu haft sjálfsvígshugsanir - 17% höfðu gengið í gegnum sál- fræðilega meðferð -43% höfðu fengið alvarleg andleg áföll - 50% voru með alvarlega skriftar- og lesörðugleika (í Danmörku er talan allt að 80% skv. rannsóknum). Andlát eru tíð í þessum hópi hjá yngri en 45 ára vegna sjálfsvíga, eitrana og ofbeldis. Samhengi á milli afbrota og DAMP / ADHD hefur ekki verið sannað en leiddar hafa verið að því sterkar líkur. A Islandi er hrópandi skortur á öllum rannsóknum og samanburðar- tölum en athyglisvert hefði verið að byrja á því að rannsaka bakgrunn íslenskra fanga hvað varðar ofantalin atriði. Ekki kæmi á óvart þótt svip- aðar niðurstöður fengjust þar og í Finnlandi og þá er kannski kominn tími til fyrir íslensk yfirvöld að líta á öll þessi mál í samhengi og endur- skoða forgangsröðun. Samfélaginu ber skylda til þess að forða þessu unga fólki frá þeirri nöturlegu braut sem andvaraleysið getur leitt það á. Lokaorð Það var mikil og sterk reynsla að sækja þessa ráðstefnu ásamt öllum þeim fjölda fagfólks og foreldra sem hafði sama áhugamál. Það var erfitt að horfast í augu við þau vandamál sem blasað geta við börnurn okkar og gera sér grein fyrir áhættunni. Verst er þó að vita af öllu því sem hægt er að gera en sem ekki er gert vegna van- kunnáttu, úrræðaleysis eða skeyting- arleysis. Það er alltaf of seint að byrgja brunninn þegar bamið er dottið í hann. *MBD - Minimal Brain Dysfunction (nú úrelt hugtak) **DAMP -Deficits in Attention, Mo- tor-control and Perception ***ADHD - Attention Deficit Hyper- activity Disorder, samsvarar íslenska hugtakinu: Athyglisbrestur með ofvirkni - AMO. Heidi Kristiansen Höfundur er móðir misþroska unglings og fulltrúi Foreldrafélags misþroska barna í stjórn ÖBI. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.