Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 10
• • / Heidi Kristiansen stjórnarmaður í OBI: Fjórða norræna ráðstefnan um misþroska Dagana 18. til 20. október 1996 voru 700 manns frá öllum Norðurlöndunum samankomin á fjórðu norrænu ráðstefnunni um MBD* / DAMP** í Scandinavian Congress Center í Arósum í Dan- mörku. Frá íslandi komu sextán þátttak- endur, bæði fag- fólk og foreldrar. Ráðstefnunni var ætlað að fjalla um ungt og fullorðið fólk með mis- þroska, hvemig það hefur það og hvað er til ráða. Fyrirlesaramir komu frá Kanada og öllum Norðurlöndunum nema Islandi og ég ætla hér að segja frá nokkrum þeirra. Skýrsla um ráðstefn- una með öllum fyrirlestrunum er væntanleg og verður hægt að fá hana keypta ásamt skýrslum frá fyrri þing- um hjá Foreldrafélagi misþroska barna. MBD / DAMP hefur vitaskuld alltaf verið til staðar en elstu einstakl- ingarnir sem fengið hafa þessa grein- ingu eru nú að nálgast fimmtugsald- urinn. Greining á þeim hófst fyrir um 40 árum og á grundvelli þessarar áratugalöngu reynslu er hægt að gera margháttaðar rannsóknir og eltikann- anir (follow-up studies). Dr. Lily Flechtmann frá Kanada hefur staðið fyrir rannsóknum á börnum, unglingum og fullorðnu fólki allt til 35 ára aldurs með ADFID***. Prófessor Christopher Gilberg stóð fyrir rannsóknum á DAMP-börnum fæddum 1971 og hann fylgdist með þeim frá sjö til 22 ára aldurs. Gilberg og Flechtmann gerðu bæði grein fyrir rannsóknum sínum og voru niðurstöð- ur sláandi. Þeir einstaklingar sem hafa ADHD / DAMP á fullorðinsárum stríða áfram við einbeitingarörðug- leika og þeir eru eirðarlausir og hvat- vísir. Þetta kemur fram í andfélags- legri hegðun og félagslegum erfið- leikum. Dr. Hechtmann skiptir rannsóknar- hóp sínum í þrennt. - í hópi eitt lenda á milli 30 og 40 af hundraði. Þessum einstaklingum gengur vel hvað varðar umhverfið, heimili, skóla og atvinnu. Þeir búa yfirleitt með öðru fólki. - í hópi tvö lenda 40 til 50 af hundraði. Þessir einstaklingar eru ofvirkir, spenntir og stríða við skyn- truflanir og tilfinningalega erfiðleika. Þeir skipta oft um atvinnu og eru oft atvinnulausir, þeir flytja oft búferlum og tíðni hjónaskilnaða er há. Þeir lenda auðveldlega upp á kant við aðra og eignast marga óvini. Samskipti þeirra við annað fólk eru yfirborðs- kennd og áfengis- og vímuefnaneysla er meiri í þessum hópi en í hópi eitt. - I hópi þrjú lenda um það bil 10 af hundraði. Þetta fólk glímir við mörg alvarleg vandamál, það býr að jafnaði eitt og tilfinningalegar og félagslegar aðstæður þeirra eru slæm- ar. Algengt er að þessir einstaklingar lendi bæði í umferðarslysum og öðr- um slysum, glæpir eru tíðir og áfengis- og vímuefnaneysla er mjög algeng. Sjálfsímyndin er mjög léleg og þunglyndi hrjáir, samskipti við aðra eru neikvæð, sjálfsvígshugsanir sækja á í tengslum við vímuefnavanda og fólkið er mjög svartsýnt. Bæði DAMP-börnin og börn í samanburðarhópi dr. Gilbergs voru með greind innan venjulegra marka, flest voru með á bilinu 70 til 85 IQ. Til þess að fá greininguna DAMP þarf barnið að hafa greind yfir 70 IQ. Einstaklingar með DAMP voru öll æskuár sín frábrugðnir, “venjulegum börnum” hvað varðaði athyglisbrest, hreyfiþroskatruflanir, lestrar- og skriftarörðugleika, hegðunartruflanir og sálræn vandamál og slysatíðnin var hærri hjá þeim en samanburðarhópn- um. Við 22ja ára aldur var helmingur barna með DAMP með hegðun- arvandamál og um 40 af hundraði þeirra glímdu við sálræn vandamál. Tíðni lestrar- og skriftarörðugleika var fjórum til fimm sinnum hærri en hjá samanburðarhópnum. Greinileg tengsl voru á milli mál- þroskavandamála við fjögurra ára aldur og ofannefndra vandamála hjá 22ja ára einstaklingum að mati dr. Gilbergs. Sagði hann að þetta væri stærsti og þyngsti hópurinn innan barna- og unglingageðlækninganna. Rannsóknir hans sýna að um helm- ingur fullorðins fólks með DAMP gengur illa að spjara sig í lífinu og fjórðungi hópsins gengur það vel. Astæður þessa eru margþættar. Ein- staklingarnir fá hvorki hjálp né sál- fræðiaðstoð sakir lítillar þekkingar og vitneskju og vegna þess að ábyrgir aðilar og fagfólk vildi ekki horfast í augu við vandann heldur var einblínt áheimili og skóla, þ.e.a.s. umhverfið, en ekki barnið sjálft í leit að ástæðum erfiðleikanna. Verst gekk þeim ein- staklingum sem lága greind hafa en öll aðstoð hafði mikið að segja. Ofvirknistig barnsins og sálrænt ástand fjölskyldunnar, einkum móður, hefur mikið að segja varðandi horf- umar. Fjölskylduhagir og stöðugleiki skipta miklu máli og sama má segja um greiningu og fræðslu til foreldra og skóla. Mörgum DAMP-börnum hættirtil þunglyndis, aðjafnaði helm- ingi þeirra, en þeim vegnar miklu betur ef umh verfið gerir sér grein fyrir vandanum. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir að þunglyndi er algengur fylgifiskur DAMP / ADHD. Myndaðir voru hópar foreldra DAMP-barna þar sem sumir fengu einungis fræðslu á meðan aðrir fengu aðra aðstoð því til viðbótar á borð við þjálfun barnanna og lyfjameðferð. Heidi Kristiansen. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.