Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 19
hvers og eins fái notið sín. 2. Að finna þekkingu, reynslu og hæfileikum gesta farveg innan félagsstarfsins og hvetja til frumkvæðis þeirra og sjálf- stæðra athafna. 3. Að skapa fjölbreytilegt umhverfi þar sem flestir geta fundið vett- vang við hæfi. 4. Að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun. etta eru sannarlega góð markmið og einhvem veginn finnst manni eftir að hafa nokkrum sinnum gengið þama um garða sem afar vel takist að vinna í anda þeirra í alla staði. Hér skal ekki náið farið út í það fjölbreytta starf en félagsmiðstöðin er opin fjóra daga vikunnar, en ekkert er opið á þriðjudögum. Einlægt og gefandi samband er t.d. á milli barna í Rimaskóla og gesta Gerðubergs með gagnkvænuim heim- sóknum, samstarf við kirkjuna er með miklum ágætum og vikulegar helgi- stundir í Gerðubergi — og eins og Guðrún segir: kirkjan er alltaf nálæg, ef einhver þarf á andlegri hjálp að halda. Og auðvitað má svo ekki gleyma hinu dýrmæta sambýli við menningarmiðstöðina í Gerðubergi sem ómetanlegt er. Þar er alltaf eitthvað um að vera og þar gefst fólkinu í félagsstarfinu tækifæri til að njóta fjölbreyttra og gjöfulla listviðburða s.s. tónleika, myndlistar, leiklistar o.fl. Til gamans má svo geta þess að einmitt þegar þarna var komið í apríl stóð yfir myndlistarsýning Kristjáns Fjeldsted sem einmitt er einn þeirra virku í félagsstarfinu hjá henni Guðrúnu, falleg verk og vel unnin. Það er með ólíkindum hve mörgu er þarna sinnt. Þama er hinn ágætasti kór, þarna er dansað og leiðsögn í dansi veitt, og svo er tréútskurður, bókband, postulínsmálun, prjón, keramik, bútasaumur og þá eru þarna rifjaðir upp gamlir íslenzkir og erlendir leikir og dansar og er þó margt enn ótalið. í Breiðholtslaug er svo bæði sund og leikfimi undir styrkri stjórn og leiðsögn. á inni ég Guðrúnu eftir öðrum þeim þáttum sem einmitt tengjast okkar fólki og þar er einmitt af ýmsu að taka. Sjálfboðaliðar frá Gerðubergi sem kalla sig Vini Blindrafélagsins fara t.d. mánaðarlega í heimsókn til Blindra- félagsins og halda þar uppi fjölbreyttri dagskrá sem lið í félagsstarfi aldraðra blindra og sjónskertra. Þetta hefur gengið svo til í þrjá vetur og verið þakklátt og gefandi framlag. Svo er hópur sjálfboðaliða sem kalla sig Vini Foldabæjar, en frá því glögglega greint annars staðar hér í blaðinu. Þar við má bæta að vinnu- félagarnir í Gerðubergi hafa í nóvem- ber ár hvert opið hús í Foldabæ þar sem vel er veitt, en starfsfólkið í Gerðubergi kemur með heimabakaðar kökur. Er þar gjarnan glatt á hjalla. Þá segir Guðrún að Gigtarfélagið hafi í fyrra verið með fræðsluerinda- röð um gigt, Emil Thóroddsen kynnt félagið vel og fjölþætta starfsemi þess, gigtarlæknir, sjúkraþjálfi og iðjuþjálfi hafi m.a. frætt fólkið og hafi þetta heppnast mjög vel. að líður að lokum í spjalli okkar Guðrúnar, en af nrörgu öðru var að taka sem ekki er hér skráð né skrifað. Guðrún segir að hlutverk þeirra í félagsstarfinu sé að styðja fólkið í hverju því sem það vilji taka sér fyrir hendur, virkja fólkið í því sem það langi til að skapa og sannast sagna er margur fagur hluturinn sem þama hefur orðið til. Hún nefndi sem dæmi um fjöl- breytnina að fólk frá henni hefði setið yfir myndlistarsýningum m.a. á Lista- hátíð og haft unun og yndi af að sjá þar um. Guðrún segir að auðvitað sé um- hverfi starfsins þama afar gefandi, en hið góða starfsfólk sé öllu dýrra og sá hlýi starfsandi sem yfir öllum vötnum vakir sé ómetanlegur fyrir þá sem sækja Gerðuberg heim. Um leið og Guðrúnu eru færðar hlýjar þakkir fyrir fróðleikinn og ekki síður hina ágætu baráttu hennar fyrir rýmkun reglna um aldursmörk þá skal á það minnt að hjá henni gilda nú eng- in aldursmörk og í öðrum félagsmið- stöðvum er hægt að sækja um undan- þágu s.s. reglur eða viðmið hér að framan segja til um. Enn og aftur: Góðar þakkir Guðrún. H.S. Hvað er hamingja? Hefurðu farið í hamingjuleit? Hana víst allir þiggja en margur leitar langt yfir skammt allt lífið við erum að byggja upp okkar eigið hamingjuhús. Sú hugsun er okkur nærri að einhverntíma við öðlumst það hnoss sem öllum gjöfum sé stærri. En hvað er þá hamingja og hver er sú gjöf hvers erum við að leita? Viltu eiga hér örlitla töf ég upplýsing skal þér veita: Hvern einasta dag þú gefur þá gjöf ef gleði þú öðrum færir og heldur þessvegna í hendi þér hvort þú um æfina lærir. Að hamingjan er ekki hugtakið eitt hún er kjarninn í daglegu verki allt þig í kringum, ef að er gáð ósjálfrátt ber hennar merki. Hún er blómin á enginu, báran við strönd hún er blikandi von þíns hjarta, lítið barn sem þú leiðir við hönd, leiftur um minningu bjarta. Asgerður Ingimarsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.