Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 5
Svanhvít Jónsdóttir nemi: Eitt bréfkorn til lesenda Á leiklistarnámskeiði. Nú langar mig að segja ykkur sanna sögu. Hún er um það, þegar ég fékk heilablóðfall 20. júní 1995. Það er bezt að byrja á byrjuninni. Á árinu 1994 var ég að vinna á golfvelli Keilis í Hafnarfirði og þá lærði ég að spila golf. Ég æfði mig duglega fyrir meistaramótið 1995 sem haldið var dagana 18.- 24. júní 1995 af því ég ætlaði ekki að standa mig rosalega illa. En eins og ég sagði áðan þá náði ég ekki að ljúka mótinu, því þann 20. júní fékk ég heilablóðfall. Að hugsa sér, ég aðeins 27 ára þegar þetta gerðist. Ég bý ein og það var því heppilegt að ég var að spila golf, því hverjum dettur í hug að eitthvað komi fyrir 27 ára gamla konu. 25. júní 1994 útskrifaðist ég frá Háskóla Islands sem viðskiptafræð- ingur og var búin að fá vinnu í banka og hafði unnið þar í tæpt ár þegar áfalliðkom. Égvarmjögánægðmeð lífið, allt gekk svo vel hjá mér. Ég var í fyrsta sumarfríinu, ég hafði jú verið í skóla allt mitt líf fyrir utan tvö ár, en ég tók mér ársfrí þegar ég varð stúdent og nú var aðeins eitt ár frá því að ég lauk viðskiptafræðinni. Best að láta ykkur vita hvernig ég er í dag. Ég lamaðist alveg hægra megin og þá meina ég alveg m.a.s. hálfur naflinn. Ég missti málið, en sem betur fer þá var það aðeins í eina til tvær vikur. Ég er hölt og ræð ekki við höndina, annars er allt í lagi með mig. egar ég veiktist átti ég tvær mjög góðar vinkonur sem ég hefi varla heyrt í síðan. En ég er nú samt mjög heppin, því ég átti mikið af kunningjum, bæði sem ég var búin að vinna með og vera með í skóla. Og úr þeim hópi komu mjög góðir vinir. Þau heita Guðmunda og Maríus sem unnu með mér og Helga, en við vorum vinkonur sem börn og einnig saman í skóla. Þau sýndu það þegar ég lá á Landspítalanum, önnur þeirra heim- sótti mig daglega og hin tvö minnst vikulega, en ég lá á spítala í tvo og hálfan mánuð. Ég get ekki fullþakkað þeim og ég elska þessa krakka. Vinnufélagar mínir voru frábærir, þau fóru út að borða með mér, ég þá í hjólastól, hálftalandi og ég gleymi því ekki þegar ég kom labbandi á móti þeim - án hjólastóls, svipurinn á þeim - - hann var æðislegur. Ég má ekki gleyma pabba né Pétri bróður og fjölskyldu, þau voru og eru æðisleg. Að tveim og hálfum mánuði liðn- umfóréguppáReykjalund. Mérleizt ekkert á húsið til að byrja með, en það var bara til að byrja með. Ég labbaði um húsið til að skoða það, einn hring á dag þar til eitthvað gerðist og ég labbaði svo hægt að snigill hefði farið fram úr mér hefði hann verið á staðn- um. Ég komst síðar að því að allt starfsfólkið þar er frábært, þau voru eitthvað svo glöð í kringum allt þetta veika fólk, en ég skil það núna, því það er svo gaman að sjá framfarir hjá fólki. Ég fann mjög mikinn árangur hjá mér þessa þrjá mánuði sem ég var þar. Ég var líka svo heppin að fá að koma einu sinni í viku til sjúkra- þjálfara eftir dvölina þarna og svo mætti ég þrisvar í viku og æfði sjálf. Ég veit að það þýðir ekkert að koma í tíma hjá sjúkraþjálfara og ætla ekkert að gera sjálfur. En þá kom að því að ég færi heim. Það var ekki skemmtilegt, því mér fannst ég alveg ein, alein. Enginn kom. Og því ekki að hringja, ekki þarf fólk að segja að það kunni það ekki. En nei, síminn hringdi ekki og þó var ég búin að hringja og láta vita að ég væri komin heim. Ég var svo ein- mana, en þó svo heppin að geta farið upp á Reykjalund hvern virkan dag. Um helgar vantaði mig hins vegar eitthvað að gera, en ég var fljót að finna hvað ég gæti gert annað en sitja ein heima og telja puttana, en því miður eru þeir aðeins fimm sem ég get notað. Ég á heilmikið af kunningjum en ég hafði ekki séð þá í langan tíma og hvar hitti ég þá annars staðar en á kaffihúsum. Ég fer því bara ein og hitti næstum alltaf einhvern. Já ég hefi víst gert mjög mikið á þessum ellefu mánuðum frá því ég kom heim. Jú mér hundleiddist líka, því það eru 24 klukkustundir í sólar- hringnum og ég gat ekki sofið það mikið, ég sem vann einu sinni milli tvö og þrjúhundruð tíma í mánuði og fannst ekki mikið. Ég varð að finna eitthvað að gera, ekki var hægt að fara Svanhvít Jónsdóttir. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.