Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 36
Eyþór Guðmundsson bóndi: Bréfkorn úr Fossárdal að var 3. desember 1937 að mér var þröngvað í heiminn. Foreldrar mínir voru Guð- mundur Magnússon og Margrét Guðmundsdóttir og var ég níunda barn þeirra hjóna. Fæðingin gekk illa og var móðir mín lengi að ná sér eftir barnsburðinn. Mér var komið fyrir hjá móðursystur minni í Berufirði sem nýlega var búin að eignast dóttur og var ég oft hafður í sömu vöggu og hún. Mér líkaði vistin illa og grenj- aði víst mikið og oft, en ekki veit ég hvernig frænku minni líkaði við mig en hún dafnaði vel og lifir enn, að ég held nokkuð góðu lífi. Svo kom að því að ég fékk að faraheim enþábrá svo við að ég hætti öllum óhljóðum og hef haldið mig við það síðan. Ég var vatni ausinn og skírður Eyþór eftir ljósu minni Þóreyju Jónsdóttur frá Steinaborg, Berufjarðarströnd. Ég ólst upp í foreldrahúsum og byrjaði snemma að taka þátt í búskapnum svo sem að reka kýrnar á beit að morgni og sækja þær að kvöldi, sækja hestana inn í dal því ekki voru til nein hjóla- tæki. Öll verk við heyskap voru unnin með handafli og flutt heim á hestum. Fé var beitt eins og hægt var til að spara heyin og fór mikill tími í að smala, sérstaklega á vorin þegar snjóa tók að leysa. Eins fór mikill tími í veiðiskap á silungi, sel, ref, hreindýr- um, rjúpu og fleiri fuglum. Tíminn leið og systkini mín festu ráð sitt og fóru að búa hér og þar á landinu en ég var einn eftir hjá öldruðum foreldr- um.1959 fluttum við til Hafnar í Hornafirði, en bróðir minn tók við jörðinni. Ég byrjaði strax að læra húsasmíði hjá Guðmundi Jónsyni og lauk því áfjórum árum. Ég gifti mig árið 1964 Öldu Jónsdóttur ogfluttum við árið eftir í Egilsstaði og byggðum okkur íbúðarhús, en ég vann við smíð- ar þar í 7 ár. Þá hætti bróðir minn að búa og við keyptum jörðina af honurn. Já römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Mikið var að gera í Eyþór að skoða sig um í Svíaríki. búskapnum. Það þurfti að byggja upp öll hús og stækka túnin. Svo er það árið 1976 að ég fer að finna fyrir óstjóm í hægri hand- legg, mér gekk illa að nota hamarinn og gekk gjarna með handlegginn krepptan. Ég leitaði til læknis á Djúpavogi sem sendi mig til læknis í Reykjavík, sem greindi mig með Parkinsonveiki. Við hjónin höfðum aldrei heyrt um þennan sjúkdóm áður og vissum ekkert um hann. Ég var strax settur á stóran skammt af Matobar eða 5x250 mg á dag . Þetta dugði mér um árabil en þá fór að bera á aukahreyfingum sem ágerðust svo að ekki var við unað lengur. Þá var farið að prófa önnur lyf svo sem Parladel, Simmildrel og svo kom Apamorfín sem ég sprautaði mig sjálfur með en áhrif af hverri sprautu dugðu svo skammt og gafst ég strax upp á því. Þá var það árið 1993 að ég las í Parkinsonpóstinum um danskan prentara sem hafði farið í aðgerð í Svíþjóð og gengið vel. Svo ég fór að kanna hvort ég ætti mögu- leika á svona aðgerð. Það voru daufar undirtektir hjá læknunum, en þeir gátu ekki bannað mér að fara en þar sem þeir vildu ekki senda mig þá kom enginn stuðningur frá Trygginga- stofnun svo ekki var bjart framund- an. En nú var að duga eða drepast. Ég var hættur að geta labbað nema áður en ég tók lyfin á morgnana og það er ekki gott að verða allt í einu ósjálfbjarga ef ég hætti mér of langt. I þessu pappírs- þjóðfélagi er fok- ið í flest skjól eftir að maður getur ekki skrifað nafnið sitt, en það gat ég ekki nema á nótt- unni þegar líkam- inn var laus við áhrif lyfja að mestu leyti. Ég hafði samband við frænda minn Guðmund Pálsson semvarvið nám í Svíþjóð í heimilislækningum, hann talaði við prófessorinn Lauri Laitinen sem starfar við einkarekið sjúkrahús í Stokkhólmi. Hann sagði okkur seinna að þetta hefði verið ólíkt öllu að fá upphringingu frá frænda sjúklings, og engir læknar með í dæm- inu. Hann tók þessu vel og bað um videospólu af mér og ég svaraði nokkrum spurningum. Þá voru það peningamálin. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Vinkona mín og sveitungi Sólrún Sverrisdóttir heimsótti mig og bað um leyfi til að fara af stað með söfnun til stuðnings við mig. Þetta gekk mjög vel og þakka ég öllum sem þar lögðu hönd á plóg. vo var það í mars 1993 að ég var kallaður út, aðgerð var ákveðin og kostaði kr. 380 þúsund íslenskar krónur, uppihald og ferðir þar fyrir 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.