Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 6
í vinnu því ég var að þeirra sögn of fötluð til þess. Ég er samt svipuð og ég var og ég skal finna mér einhverja vinnu, ég finn það á mér þó ég byrji á því að stara á vegginn. Mér skal takast það. En nú er bezt að segja ykkur frá einhverju skemmtilegu. í desember þegar ég kom heim ákvað ég að fara í sund, en ég gat því miður ekki synt af því að ég hafði bara aðra höndina og annan fótinn og fór því miður bara í hringi. En það þýðir ekkert að segja svona nokkuð uppi á Reykjalundi, ég nefndi þetta við sjúkraþjálfarann minn og hann ætlaði að tala við íþróttakennara og ég fengi að vita hvað hann segði daginn eftir, því ég var að fara heim. Og hvað haldið þið, hann var jú búinn að spjalla við íþróttakennara og hann spurði hvort ég gæti mætt kl. 10 morguninn eftir. Það var nú lítið mál að læra að synda og nú syndi ég eins og drottning með annarri hendinni og öðrum fætinum og get allt nema hlaupið, ég þarf æfingu eins og allir. Ég get labbað þó hægt fari, ég kemst allt sem ég ætla mér. Svo kom snjór í janúar, bara smá- snjór og ég hafði einmitt byrjað að æfa mig á gönguskíðum veturinn áður. Og ég vildi ekki að fólk segði að ég gæti þetta ekki eins og kona ein sagði við mig einu sinni. Ég skyldi prófa, ég er svo þrjósk: “Leyfið mér það.” Mér var bent á íþróttakennara sem gæti kennt mér á skíðum og auðvitað var það ekkert mál, snjórinn var kominn, ég tilbúin og eftir hverju var að bíða. Við byrjuðum strax daginn eftir og bara tilhugsunin um þetta verður til þess að mér fer að líða ofboðslega vel. Ég man þegar ég datt og þurfti að standa upp og var föst í skíðunum, gat hreyft aðra löppina en hina auðvitað minna. Iþróttakennarinn kom auðvit- að og vildi hjálpa mér. En auðvitað kom: “Ég ætla að reyna”, og hugsa sér, hann beið í 20 mínútur. Eða þegar ég datt og hló eins og asni og aum- ingja kennaranum brá, en ég meiddi mig ekkert. “Lárus minn, viltu fyrir- gefa mér þegar ég datt í fyrra vetur - oghlóbara, gerðuþað”. Oghérfylgja tár. Já meira, enn meira vildi ég gera, þetta tvennt hér á undan, sundið og skíðin, er frá- bært, fer í sund annan hvem dag og þegar snjórinn kemur þá vitið þið hvar ég verð. í febrúar fór ég jú og talaði við Iþróttasam- band fatlaðra og þar var mér bent á ýmislegt s.s. borðtennis og bogfimi og mér leist bara mjög vel á. Svo kom Johan Haglund til landsins en hann er sænskur meistari í hjóla- stólatennis og það var alveg frábært að sjá hann. Ég á stað, en þarna var maður sem ætlaði að þjálfa okkur og ég talaði við hann og við sáum að fleiri þurfti til, svo stunda mætti og hafa gaman af þessu, svo ég hugsaði í hálfa mínútu og nú erum við orðin þrjú. Það eina sem mig vantar er hjólastóll og þá er ég farin að hlaupa aftur. En í sumar sem leið fór ég með IF upp í Kerlingafjöll, og reyndi setskíði fyrir þá sem eru í hjólastól. Þá komst ég að því að þeir sem þurftu að nota setskíði höfðu eðlilegar hendur, en ég hafði því miður eina hendi og beygði alltaf til hægri og svo aftur til hægri — það var glæsilegt ! Ég var komin upp í fjöll og snjór- inn var þarna fyrir fótum mér og hvað átti ég að gera. Jú ég ákvað að prófa svigskíði fyrst ég kunni á þau einu sinni - ég meina prófa þau, nú og ef ekkert gengi þá bara gengi það ekki. Daginn eftir fékk ég stelpu sem kennara með mér upp í fjöllin og það sama gerðist og á Reykjalundi, ég datt og hló og baðst víst örugglega ekki fyrirgefningar. Vesturgnípa er 1460 m há og menn fara þarna upp með snjótroðara og renna sér niður og þarna er ofsalega fallegt. Ég fór tvisvar upp með troð- ara og einu sinni niður með honum, en í hitt skiptið fór ég á skíðum, höndum og fótum. Méreralvegsama þó ég hafi farið 100 sinnum á rassinn. Ég komst niður þó það tæki langan tíma. En guð hvað mér leið vel. Og svo á ég eftir að segja ykkur frá golfinu, en ég fór í kennslu þar í mars og fór svo út að spila um mánaðamótin apríl - maí, byrjaði á einni holu, þá tveim og svo þrem og síðan koll af kolli þangað til ég fór á golfmót fyrir hreyfihamlaða og ég lenti í öðru sæti. Og í lokin verð ég að nefna sjúkra- þjálfarana mína, hana Kristínu á Landspítalanum og síðan þau þrjú á Reykjalundi: Theodór, Pétur og Huldu, en ég er ennþá hjá henni. Og ég veit ekki hvar ég væri ef þið hefðuð ekki verið, máske hefði ég fengið aðra sjúkraþjálfara og eflaust verið ánægð með þá. En krakkar, ég veit eitt, ég verð að vinna sjálf, ég var í hjólastól, ég var með hækju og síðan koll af kolli. Ég er fötluð en ég á það til að gleyma mér eins og þegar Pétur kom með þá hugmynd að labba upp á Esjuna. Já, Pétur ég fór upp í miðja Esju 21. október 1996-góðhugmynd - æðis- leg í framkvæmd. Ég ætla að hætta núna en þetta er frásögn af rúmu ári í lífi mínu og þegar litið er á bréfið, sýnist það vera nokkuð langt, en ég tel mig vera búna að vera duglega undanfarið ár, en ég á meira í pokahominu. Ég fór t.d. á skauta - fór á skautum út á svellið með skíðastafi og hjálm og hvort sem þið eigið gott með að trúa því eða ekki þá datt ég ekki fyrr en eftir rúman klukkutíma. Og svo þetta. Ég hef þekkt fólk og líka kynnst mjög góðu fólki en samt finnst mér ég ennþá best. Svanhvít Jónsdóttir nemi f Starfsþjálfun fatlaðra. 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.