Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 28
MONGOLITA-DOTTIR MIN GAF MÉR MIKIÐ - segir Sigríður Ingimarsdóttir, frumkvöðull að stofnun Styrktarfélags vangefinna og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins Flestir líta á fæðingu heiibrigðs barns sem sjálfsagðan hlut, en áhættan er alltaf til staðar. Allir geta orðið fyrir því að eignast van- gefið barn. Geysilegur sársauki fylgir í kjölfarið, einskonar sorg- arferli foreldra. Fyrsta barn Sig- ríðar Ingimars- dóttur og Vil- hjálms Arna- sonar lögfræð- ings fæddist m o n g ó 1 í t i. “Fötlun hennar gjörbreytti lífi mínu,” segir Sigríður. “Fyrst sá ég hvorki né heyrði neitt annað, fór alveg á kaf í þetta, en dró mig samt aldrei í hlé. Síðar bætti Solla mín mér öll tárin, biturleikann og kinnroða ungrar móður. Tilvera hennar jók á lífsþroskann.” Sigríður var 23 ára stolt móðir við fæðingu Sólveigar. “Eg gerði mér alls enga grein fyrir fötluninni strax. Allir í kringum mig sáu hverskyns var. Ég sá aðeins afar fallegt barn, litla dóttur mína sem minnti á Kínverja.” Sigríð- ur segist ekki hafa verið vön ung- börnum, en smátt og smátt skynjaði hún að litla dóttirin þroskaðist ekki eins og önnur börn. Enginn benti henni á annmarkann og læknar veittu litla stoð. Sigríður segist viss um, að tiltölulega auðvelt væri að rannsaka mongólisma hérlendis, vegna þess hve fámenn við erum - jafnvel finna orsakir hans - en til þess þurfi geysi- legt fjármagn. Mongólítar eru fæddir með litningagalla. Þeir eru lág- vaxnir og feitlagnir, með skásett augu, stuttar hendur og fætur og þykka tungu. Heildareinkenni þessarra fötluðu einstaklinga gefa þeim mongólskt yfirbragð. - Varstu sár yfir að vera leynd þessu fyrst? “Nei. Nú er ég sátt við, að allir skylduþegja. Veit ekki hvað ég hefði gert, ef mér hefði verið sagt frá þessu strax. Á fæðingardeildinni ætti að vera teymishópur til að leiða foreldra í allan sannleika með mildum orðum, ekki síst svolítið seinna. Þetta er svo mikið sorgarferli.” Sigríður fær styrk hjá móður sinni og eiginmanni. “Móðir mín var æðru- laus kona, sagði ekki mikið, en gaf sér alltaf tíma til að hlusta. Trú mín hjálpaði líka mikið, bænin. Það var ekkert auðvelt að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum, að dóttirin væri “aumingi” eins og vangefin böm voru kölluð í þá daga.” - Varstu bitur og reið yfir að þetta skyldi henda þig? “Já, ég var bæði bitur og afbrýði- söm þegar Solla var lítil, einkum gagnvart frænku hennar sem var jafngömul. Hún gat þetta og hún gat hitt, en Solla gat ekki neitt. Þessi eilífi samanburður á smábörnum var mér erfiður. Annars reyndist vandafólkið okkur vel. Solla var alltaf boðin, ef eitthvað var um að vera og allir voru góðir við hana.” Erjiðasta ákvörðun lífs míns “Ég var svo heppin að fá inni á góðum leikskóla þar sem Solla fékk að vera til átta ára aldurs. Hún gat lært leiki eins og önnur börn og var í uppáhaldi hjá fóstrunum. En hvert átti hún svo að fara? Á þessum ámm var ekki í mörg hús að venda. Skálatún var eini valkosturinn. Að senda barnið sitt á Skálatún þýddi að gefa það frá sér. Átti ég að láta hana fara? Allir ráðlögðu mér það. Ég átti erfitt með að sinna henni heima, en ég var þá komin með tvö yngri börn og eitt á leiðinni. Sólveig var átta ára, þegar við fórum með hana upp á Skálatún sem átti eftir að vera heimili hennar í 42 ár. Ákvörðunin var óskaplega erfið. Samviskubitið nagaði mig, þeg- ar ég sat eftir heima og grét fögrum tárum.” - Varstu ánægð með umönnun Sólveigar á Skálatúni? “Já. Þangað valdist gott fólk. Forstöðukonan Gréta Bachmann kenndi stúlkunum út frá sér. Vissu- lega var ýmislegt sem mátti bæta í aðbúnaði, en það veit guð að þær gerðueinsogþærgátu. Þargatenginn starfað til lengdar, nema þeir sem vildu hag barnanna sem mestan og bestan. Ég hlýt að vera dómbær á þetta, þar sem ég átti barn þarna í 42 ár. Síðan eftir því sem árin liðu, fjölg- aði menntuðu starfsfólki.” Sólveig fékk ekki að koma heim í tvo mánuði. Varla er hægt að ímynda sér þjáningu ungu móðurinnar allan þann tíma. Gleðin var mikil í fyrsta helgarfríinu, þegar átta ára stelpa hljóp upp um hálsinn á móður sinni og hrópaði: “mamma, mamma.” “Um tíma hætti hún að kalla mig mömmu, sagði bara “mamma Sollu.” Það var líka sárt,” segir Sigríður. “Mamma” kom aftur, eins og hún heyrði systkini sín nefna mig.” Sorgin yfirunnin - verkin látin tala Sigríður segist ekki hafa hugsað um annað en fötlun Sólveigar fyrstu árin. “Þegar hún var búin að vera að heiman í þrjú ár komum við saman nokkrir foreldrar vistbama á Skála- túni. Sá fundur varð til þess að Styrkt- arfélag vangefinna var stofnað. Það læknaði samviskubitið að fara alveg á kaf í félagsstarfið - til að vinna fyrir hana Sollu mína.” Sigríður á sæti í stjórn Styrktar- félagsins frá 195 8-’75, oftast ritari. Styrktarfélagið er síðan einn af stofn- endum Öryrkjabandalagsins árið 1961. Þar var Sigríður í stjóm frá 1961 85, þar af formaður Öryrkja- bandalagsins íþrjú ár. “Minn draumur var að félögin kynntust betur inn- 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.