Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 7
Helgi Hróðmarsson fulltrúi: EVROPUSAMSTARFI MÁLEFNUM FATLAÐRA HELIOS II verkefnið í málefnum fatlaðra á vegum Evrópusambandsins hafði að geyma gífurlega umfangs- mikla starfsemi sem Islendingarnýttu sér vel sem fullgildir aðilar að verk- efninu á síðasta ári. Islendingar tóku virkan þátt í fjölda verkefna og vinnuhópa sem örugglega hefur skilað sér á já- kvæðan hátt í starfinu hér á Helgi landi. Eins og Hróðmarsson. kunnugt er lauk -------------- HELIOS II verk- efninu í lok árs 1996. Mikilvægt er því fyrir okkur að vita hvað Evrópu- sambandið hyggst gera í málaflokkn- um og fá síðan fram hvort og þá að hversu miklu leyti íslendingar geta nýtt sér starfsemina. Hér verður fjallað um tillögur Evrópusambands- ins sem lagðar hafa verið fram um verkefni sem áætlað er að taki við af HELIOS II verkefninu. TILLÖGUR EVRÓPU SAMBANDSINS UM AÐGERÐIR f MÁLEFNUM FATLAÐRA Ekki er gert ráð fyrir að setja af staðnýttHELIOSIII. Hinsvegarhef- ur framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins ákveðið að leggja fé í áfram- haldandi verkefni til þess að ná fram þeim markmiðum sem sett voru fram m.a. í HELIOS II áætluninni. Leitast verður við að nota þá reynslu sem skapaðist í HELIOS II verkefninu á hagnýtan hátt í hinum ýmsu deildum innan Evrópusambandsins. Fram- kvæmdastjórnin hefur nú lagt fram heildstæðar tillögur í málaflokknum sem nefnast: “Communication of the Commission On Equality of Oppor- tunity for People with Disabilities: A New European Community Disabil- ity Strategy”. Þ.e. um er að ræða nýja stefnu sem framkvæmdastjórnin hyggst fylgja á næstunni í málefnum fatlaðra. I þessum tillögum kemur fram að u.þ.b. 37 milljónir íbúa Evrópusam- bandsins séu fatlað fólk sem er um 10% íbúanna. Þrátt fyrir að um já- kvæða þróun hafi verið að ræða síð- ustu ár, eru enn mörg vandamál sem hindra fulla aðild fatlaðs fólks að samfélaginu. I skýrslunni er fjallað um mála- flokka þar sem langt er enn í land að jafnrétti sé náð, þrátt fyrir góðan vilja með framkvæmd HELIOSII. Þar má nefna menntun, atvinnumál, aðgeng- ismál, húsnæðismál og velferðar- kerfið. Talandi um velferðarkerfið, þá er það staðreynd að stór hluti fatlaðs fólks í Evrópusambandslöndunum lifir nærri eða jafnvel undir fátækt- armörkum. Ekki er nóg að benda á það sem betur má fara, heldur verður að koma fram með úrbætur sem færar eru. Mælt er með eftirfarandi aðgerðum sem stefna að því að ná fram jafnrétti í málaflokknum: ° Blöndun: Framkvæmdastjórnin hefur stigið skref í átt að því að styrkja innra starf sitt í málaflokknum og auka þannig umræðu um málefni fatlaðra og auka samstarf innan hinna ýmsu deilda framkvæmdastjórn- arinnar. ° Gæðaeftirlitshópur (“Inter-serv- ice disability group”). Fram- kvæmdastjórnin hyggst stofna gæða- eftirlitshópa, myndaða af yfirmönnum innan framkvæmdastjórnarinnar. Þetta er gert til að koma þeirri hug- myndafræði sem m.a. hefur verið unnið eftir í HELIOS II til skila í almennar deildir á vegum fram- kvæmdastjórnarinnar. Þannig er vonast til þess að virk blöndun eigi sér stað í stað sérúrræða í málefnum fatlaðra. ° Nefnd sem fjalla á um jafna mögu- Ieika fatlaðs fólks á við aðra þjóð- félagsþegna (“Council of a Resolu- tion on Equality of Opportunity”): Framkvæmdastjómin mælir með að sett verði upp nefnd sem kallast “Council of a Resolution on Equality of Opportunity” sem komi til með að hitta reglulega m.a. fulltrúa ríkis- stjórna aðildarlandanna. Markmiðið er að ná fram jöfnum möguleikum og Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.