Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 16
Frá Sjóði Odds Olafssonar Afhending styrkja fyrir árið 1997 úr Sjóði Odds Ólafs- sonar fór fram við ágæta athöfn í fundarsal Öryrkjabanda- lagsins Hátúni 10 hinn 26. apríl sl. kl. 15.30. Það er engin tilviljun að afhending- in fer fram þennan dag, því fæðing- ardagur Odds Ólafssonar er einmitt 26. apríl og hefur afhending ævinlega farið fram á þeim degi og vonandi mun svo áfram verða. Allir styrkþegar eða fulltrúar þeirra vom mættir og var það einkar ánægju- legt. Formaður sjóðsins, sem er undir- ritaður setti samkomuna með stuttu ávarpi, en auk hans sitja í stjórninni: Anna Ingvarsdóttir, fulltrúi Hússjóðs Öryrkjabandalagsins og Ólafur Hergill Oddsson frá Sambandi íslenzkra berkla- og brjósthols- sjúklinga, en Davíð Gíslason hafði að eigin ósk látið þar af störfum. I ávarpinu var hins mæta og mikil- hæfa leiðtoga í málefnum fatlaðra um árabil, Odds Ólafssonar, minnzt sérstaklega, en Oddur kom víða við og vann ótrúlega mikið starf hvar- vetna þar sem hann var á vettvangi. Með hógværð og festu fékk hann komið svo mörgu góðu til leiðar, rökhyggja hans og raunsæi réðu þar miklu svo og heilsteyptur persónu- leiki sem hreif menn. Þá var greint frá úthlutun nú, en eins og lesendur eiga að vita þá er stofnfé sjóðsins 15 millj.kr. og skylt að sá stofn haldi verðgildi sínu, þannig að aðeins má úthluta vöxtum. msóknir um styrki nú voru alls 18 og unnt var að verða við 13 þeirra. Alls var úthlutað nú 1195 þús.kr. Hæst var úthlutað 200 þús.kr. lægst 50 þús.kr. Að loknu ávarpi formanns færði Ólafur Hergill fram þakkir þeirra systkina, barna Odds, fyrir góða ræktarsemi við minningu hans, en Vífill bróðir Ólafs var einnig við- staddur. Þáafhentu gjaldkerinn Anna Ingvarsdóttir og ritarinn Ólafur Hergill styrkhöfum eða fulltrúum þeirra styrkina og báðu þau vel að njóta. Að þessu loknu var af hálfu styrkþega gerð hin ágætasta grein fyrir verkefnum þeim sem styrkirnir höfðu verið veittir til og var það ljómandi fróðleikur og fullvissaði stjóm sjóðsins um að verðug verkefni hefðu hlotið hennar náð nú. Styrkþegar nú voru í stafrófs- röð: Ásthildur Símonardóttir, háskólanemi vegna lokaverkefnis til B.A. prófs ífélagsfræði: “Félagslegar aðstæður fatlaðra kvenna á Islandi í lok 20. aldar”.; Ásthildur Bj. Snorradóttir, tal- meinafræðingur til mastersnáms í talmeinafræði í Bandaríkjunum; Björn Magnússon yfirlæknir til rannsóknar á langtíma súrefnismeð- ferð sjúklinga með langvinna lungna- teppu; Guðbjörg Pétursdóttir og Ingibjörg Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingar til gagnavinnslu úr rannsókn um þrjár mismunandi aðferðir til að hjálpa fólki að hætta að reykja; Guðrún V. Stefánsdóttir, umsjónar- kennari vegna rannsókna á boðskipt- um alvarlega fatlaðra bama og for- eldra þeirra; Helga Ingvarsdóttir, kennari til námsferðar til stofnunar Petö til að kynna sér úrræði fatlaðra við upphaf skólagöngu; Ingibjörg Haraldsdóttir, sérkennari vegna náms um blöndun fatlaðra í skólakerfinu í Bandankjunum; Ingveldur Friðriksdóttir, sjúkra- þjálfari vegna námskeiðs í London um meðferð barna með heilalömun; Komið og dansið, félagsskapur um dans vegna danskennslu fatlaðs fólks; Marín Björk Jónasdóttir, námsráð- gjafi vegna samvinnuverkefnis Hring- sjár og 8 annarra stofnana í Evrópu um að skipuleggja raunhæfa starfs- þjálfun; Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, Guðrún Blöndal, geðhjúkrunar- fræðingur og Hólmfríður Guðbjarts- dóttir hjúkrunarfræðingur til rann- sókna á áhrifum forvarna og endur- hæfingar í þágu geðfatlaðra; Valdís Jónsdóttir, talmeinafræð- ingur vegna mastersnáms í Skotlandi, verkefnið er raddvernd; Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir vegna rannsókna á áhrifum þunglynd- islyfja til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Allir styrkhafar voru mættir utan Ingibjörg Haraldsdóttir og Valdís Jónsdóttir, sem báðar búa norðan heiða, en fulltrúar beggja voru þama. Varamenn í sjóðsstjórn, yfirlækn- arnir Haukur Þórðarson og Tómas Helgason voru einnig mættir við athöfnina. Á borðum voru ágætustu veitingar sem fólk gerði sér gott af. Vífill Oddsson myndaði svo styrk- hafa við styttuna af föður sínum í anddyri. Öllum styrkhöfum er árnað árang- urs góðs með von um að styrkurinn megi þeim róðurinn létta. Vonandi sjáum við eitthvað frá þeim síðar hér á síðum blaðsins. Helgi Seljan 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.