Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Síða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Síða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 4. TÖLUBLAÐ 10. ÁRGANGUR 1997 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot og útlit: K. Fjóla Guðmundsdóttir. Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Teikning á forsíðu: Arnþór Hreinsson. Aðrar ljósmyndir: Hafliði Hjartarson o.fl. Frá ritstjóra Með þessu tölublaði telst ákveðnum merkisáfanga náð í útgáfu þessa rits. Fertugasta tölublaðið er staðreynd, í tíu ár hefur Fréttabréfið borizt ókeypis til allra félaga í aðildarfélögum okkar. Oneitanlega hefur þetta viss þroskasaga verið, þetta málgagn hefur vaxið - allavega að vexti, þó um vizkuna sé eflaust vafamálið meira. Fyrsta tölublaðið var t.d. 16 síður og þótti bara efnilegt afkvæmi, en nú um nokkurt skeið hefur ritið verið frá 48 upp í 56 síður með allt öðru og betra útliti á ýmsan veg en í upphafi var. Eintakafjöldinn hefur einnig heldur betur vaxið og nú kemur Fréttabréfið út í nálægt sextán þúsundum eintaka hverju sinni. Ritstjóranum er afkvæmi þetta býsna hjart- fólgið, enda annað hvort eftir tíu ára samfylgd og táningsaldurinn á næsta leiti. Hann er því ekki í minnstu færum um að dæma það hversu til hefur tekizt. Efst í huga hans hlý þökk fyrir að hafa mátt eiga þessa samleið svo og fyrir að hafa rnátt eiga að svo marga þá sem hafa ljúft liðsinni sitt látið í té. Ritstjóri hefur reynt að hafa ákveðna fjölbreytni í fyrirrúmi, ekki síður reynt að gera blaðið að sem beittustum málsvara í hinni víðfeðmu baráttu öryrkja fyrir kjörum sínum og réttindum öllum. Eftir er svo að sjá hversu til hefur tekizt, því hér mun sagan dæma sem alltaf áður. En nú fer í hönd friðarins hátíð með lýsandi kærleiksboðskap sinn okkur öllum til handa. Megi jólin veita birtu sinni og yl í allra hjörtu svo enn megi fagna öll Adamsætt eins og í sálminum segir. Árnaðar er lesendum óskað á ári nýju. H.S. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra....................................2 Á brattann að sækja..............................3 Hlerað.................. 4,11,14,27,38,41,47,51,53 Tvö ljóð.........................................4 Sjálfsbjargarkona með sterkar rætur..............5 SPOEX 25 ára.....................................9 Frá mínum sjónarhóli ...........................10 Samtök lungnasjúklinga......................... 11 Könnun á atvinnumálum sjónskertra...............12 Tjáritinn.......................................15 Hvernig horfa málefni öryrkja við þér?..........16 Nýrnaígræðsla...................................17 Aðalfundur 1997................................ 18 Tillögur skipulagsnefndar.......................19 Hugleiðing......................................21 Ályktanir aðalfundar............................22 ‘ Slitgigt.........................................23 Kjararáðstefna ÖBÍ..............................24 Bæklingur Heyrnarhjálpar........................25 Bæklingur um heilablóðfall......................25 Umsjónarfélag einhverfra 20 ára.................26 Hvað er “Dystonia“..............................27 Lífskjör öryrkja................................28 Létt hurð - greið leið........................29 Af stjómarvettvangi...........................30 Frá mínum bæjardyrum séð......................31 Geðdeild Landspítalans........................32 Lífið með öryrkjanum..........................36 Bernskujól....................................38 Skýrsla Hússjóðs ÖBÍ..........................39 Lífskjör öryrkja 1997.........................40 Af fræðslunámskeiðum .........................41 Háskólinn útskrifar táknmálstúlka.............42 Annað líf.....................................43 Frá MG-félagi Islands.........................43 Kynning.......................................43 Hér leynist fólk..............................44 Af 10. október................................45 Þegar amma var ung............................46 Þekking skapar skilning.......................47 Aðlögunarnámskeið.............................48 Ef ég get ekki................................49 Menningardagar heyrnarlausra..................49 Dvalarheimilisgjöld...........................50 Flækjufótur á Norðurlöndum....................51 Um fegrunartannlækningar......................52 Hávaði og heyrnarskaði........................53 I brennidepli.................................54 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.