Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 5
s
SJALFSBJARGARKONA
MEÐ STERKAR RÆTUR
Ólöf Ríkarðsdóttir, Sjálfsbjargarkona og fyrrverandi formaður
Öryrkjabandalagsins situr fyrir svörum
s
löf Ríkarðsdóttir. Fallegt
nafn með sterka vísun til
föður. Ríkarður Jónsson,
myndhöggvari, var einn af fræg-
ustu sonum Islands. Dóttirin Olöf
er að góðu kunn, kona sem aldrei
hefur látið deig-
an síga. Faðir-
inn teiknaði
merki Sjálfs-
bjargar. Dóttir-
in hefur borið
merkið hátt,
klifið þrítugan
hamarinn fyrir
sjálfa sig og aðra
- til að fatlaðir
njóti jafnréttis á
við aðra. Um
áratugi var Olöf
fulltrúi Islands
hjá Bandalagi
fatlaðra á Norð-
urlöndum, flutti
þekkingu heim
sem byggt var á.
Hún var einn
stofnfélaga
Sjálfsbjargar og helgaði félaginu
starfskrafta sína. Olöf lét nýlega af
störfum sem formaður Öryrkja-
bandalagsins. Hún er sótt heim í
föðurhús í Þingholtunum.
Að Grundarstíg 15 er lagt á borð
að austfirskum sið fyrir gestinn, með
rjómakökum og hnossgæti. Austfirskt
andrúm í þessu Reykjavíkurhúsi, sem
hýst hefur skapandi persónuleika. Hér
bjó skáldið Jón Trausti sín síðustu ár,
Helgi Valtýsson, en Ríkarður keypti
húsið af honum 1928. Á loftinu var
vinnustofa myndhöggvarans, sem var
meistari í að meitla andlitsdrætti
íslendinga, sájafnvel hvaðan af land-
inu þeir voru eftir lögun eymasnepla.
Dóttir myndhöggvarans er skarp-
eygð - hefur líka mótað og byggt upp
í óeiginlegri merkingu. I fjörutíu ára
sögu Sjálfsbjargar er Ólöf sá Islend-
ingur sem lengst hefur unnið að heill
félagsins og aldrei látið deigan síga.
Engin sjálfsvorkunn í yfirbragði Ólaf-
ar. Fötlun hennar er ekki hluti af
ímynd persónuleikans - hverfur í bak-
sviðið undarlega fljótt, bæði vegna
þjálfaðra hreyfinga, en ekki síður
vegna staðfestu í viðmóti og rólegrar
íhugunar gagnvart viðmælanda.
s
Otrúlegt að þessi kona skuli vera
komin yfir sjötugt, gæti verið tíu
árum yngri. Austfirskt svipmót ein-
kennir smávöxnu konuna með rauð-
leita hárið sem gránar aldrei, enda for-
eldrar hennar báðir með ættboga það-
an, en móðir Ólafar var María Ólafs-
dóttir frá Borgarfirði eystra.
- Skyldu írsku blóðtengslin vera
sterkari í Austfirðingum en öðrum
landsmönnum?
“Eg tel mig alltaf Austfirðing,”
segir Ólöf, “finnst Reykjavík ekki
geta verið æskustöðvar, þótt foreldrar
mínir hafi flutt hingað, þegar ég var
eins árs. Pabbi og mamma töluðu svo
mikið um Austfirði, að ég tengdist
þeim íhuganum. Austfirðingarkomu
líka mjög mikið á vinnustofuna hjá
pabba. Þá var geysilegur gestagangur
hér og sjálfsagt þótti að bjóða öllum í
kaffi og mat.”
Ólöf er hugsi, en segir síðan: “Ég
veit ekki, hvort fólk almennt veit,
hvað pabbi var mikill gleðimaður og
eftirsóttur á skemmtanir bæði sem
sagnaþulurogsöngmaður. Foreldrum
mínum þótti ekkert tiltökumál að
tæma stofurnar héma og slá upp fjör-
ugu balli með vinunt sínum.
Foreldraminningin er Ólöfu dýr-
mæt, enda bjó hún með þeim alla ævi.
Ríkarðsbörn voru fjögur. Már var
elstur og lærður arkitekt, en dó ungur
úr berklum. Björg var gift Pétri Þor-
steinssyni, fyrrum sýslumanni í Dala-
sýslu. Ásdís er tvíburasystir Ólafar
og tónlistarkennari á Akranesi.
- Hefur listhneigð komið fram hjá
ykkur systkinunum?
“Kannski kom hún helst fram hjá
Ásdísi í tónlistinni. Már var líka
listfengur og lærði tréskurð af pabba.
Við bárum öll við að skera út. Sjálf
hef ég yndi af góðri list, enda alin upp
við að fara á hverja einustu málverka-
sýningu og tónleika í fleiri áratugi.”
Dóttir inyndhöggvarans
Ekki undarlegt þótt Ólöf hneigist
til lista með listmuni allt í kringum
sig. Ómetanlegir listmunir með hand-
verki tréskurðarmeistara Islands
prýða stofurnar á ættarsetrinu að
Grundarstíg 15. Utskorinn stóll með
drekahöfðum er drottningar gersemi,
en Ríkarður skar út tvo slíka, ásamt
setbekk með samtengdri bókahillu.
Góbelínteppi eftir dótturina Björgu er
yfir setbrík, en höfðaletur og land-
vættir liðast upp eftir súlunum.
“Pabbi teiknaði og skar út land-
vættirnar,” segir Ólöf. “Hann hafði
líka mikinn áhuga á höfðaletri. Ófáa
sunnudaga sat hann á Landsbóka-
safninu við rannsóknir, og náði að
samræma hið besta úr höfðaleturs-
gerðunum í eina.”
Útskorna veggklukkan er dýr-
gripur, með bjamarfjölskyldu þar sem
húnninn teygir sig upp á móðurbak
til að sjá tímaglasið og syndandi sel-
um á neðstu brún.
“Klukkan sú arna á merkilega
sögu,” segir Ólöf. “Árið 1930 fékk
pabbi heiftarlega hettusótt sem leiddi
til taugabólgu og varð hann að leita
sér lækninga til Kaupmannahafnar.
Hann tók klukkuna með sér til að
kaupa gangverk í hana, en freistaðist
í heimsborginni til að skipta á
klukkunni fyrir útvarpstæki.
Klukkan hefði verið að eilífu
glötuð, ef örlögin hefðu ekki
gripið inn í. Áratugum síðar erfðum
við klukkuna frá systurdóttur mömmu
SJÁ NÆSTU SÍÐU
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5