Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 8
vel leisthonumá verkefnið. ífram-
haldi af því hefur rektor Háskólans
boðið samvinnu við forsvarsmenn
þessara mála í Brussel.
Verkefni frá Kópavogi kom til álita
með bronsið, en þeim hefur fundist
nóg um að Island hlyti þrjú efstu sætin
- landið sem var ekki einu sinni með
frá upphafi,” og Ólöf brosir. Á
alþjóðadegi fatlaðra 3. desember '96
komu konumar til Brussel að taka á
móti verðlaununum. Það var stór
stund fyrir Island.”
Laga sig að sínum veruleika
Ólöf ber fötlun sína með reisn og
hreyfihömlun hennar gleymist fljótt
þeim sem við hana tala, eins og áður
segir.
- Hefur hún aldrei verið bitur?
“Þettaerminn veruleiki. Égleiði
hugann ekki að ímynduðum veru-
leika.
Við erum steinhissa á, hvernig
blindir geta bjargað sér. Þeir segja
aftur á móti, að heyrnarleysi sé erfið-
arifötlun. Hverogeinn verðuraðlaga
sig að sínu umhverfi í lífinu. Ég held
að fatlað fólk sé ekki að vorkenna sér,
a.m.k. ekki mænuveikisjúklingar.
Könnun á mænuveikisjúkum í
Bandaríkjunum leiddi í ljós, að þeir
eru allir A-fólk - það er að segja
“duglegt fólk.” B-maður er sá sem
vill sofa út á morgnana.”
Þegar horft er á Ólöfu og hennar
starfsferil sem spannar yfir 50 ár þá
sést að hún er A-manneskja.
“Fötlun getur hjálpað fólki til að
verða dugmeira. Annaðhvort dettur
fólk niður eða tvíeflist!” Það er styrk-
leiki í rödd Ólafar.
“Anna Geirsdóttir læknir er gott
dæmi um tvíeflda manneskju. Hún
hryggbrotnaði og þarf að nota hjóla-
stól, en það kom ekki í veg fyrir að
hún héldi áfram sínu framhaldsnámi.
Hún lærði heimilislækningar í Sví-
þjóð, en festi ekki yndi þar. Nú er
hún loks búin að fá vinnu hér heima.
Hún var fyrst látin gjalda fyrir fötlun
sína í starfsumsóknum, en nú er skort-
ur á læknum og þá fær hún vinnu.
Nei, að missa máttinn ífótunum
er ekki það versta.
- Erfiðasta fötlunin? “Tvímæla-
laust sinnisveiki. Allt sem snýr að
geðheilsu er langerfiðast. Þetta er svo
mikil þjáning fyrir sjúklinginn, svo að
ekki sé talað um hans nánustu. Ef fólk
hefur vald á skynsemi sinni, á það að
geta bjargað sér.
Fullfrískur maður getur verið
óduglegur, en sá fatlaði verður að
horfast í augu við fötlun sína - verður
að duga eða drepast. Mér finnst það
bera vott um heimsku, þegar sagt er
um fatlaðan mann í undrunartón:
“Samt er hann alltaf svo glaður og
kátur.” Hver nennir að vera alltaf í
fýlu?”
Ólöf er hugsi um stund, segir síð-
an. “Það er svo margt annað mót-
drægt í lífinu. Ég hef til dæmis aldrei
skilið, hvernig konur geta búið með
drykkjumönnum - það hlýtur að vera
mikil lífsraun. Huglæg fötlun er
erfið, þótt hún sé ekki jafn augljós og
hreyfihömlun.”
- Á sá sem fatlast síðar í lífinu
erfiðara með að sætta sig við það?
“Það er ekki réttur skilningur að
tala um að sætta sig við. Enginn sættir
sig við fötlun, annað mál að horfast í
augu við staðreyndir. Trúlega tekur
lengri tíma að átta sig á breyttum
aðstæðum, þegar fólk er öðru vant.
Sá einstaklingur hefur þó átt mörg
góð ár, samanborið við þann sem er
fatlaður allt sitt líf.”
Jákvœðar breytingar,
en langt í land
Margar jákvæðar breytingar hafa
orðið, segir Ólöf. “Áður stóð Sjálfs-
björg alltaf fyrir skemmtunum. Núá
mjög margt hreyfihamlað fólk bíla og
tekurþátt í almennu félagslífi. Mesta
breytingin er þó í ferlimálum fatlaðra,
um betra aðgengi að almennum
byggingum og vinnustöðum. Þetta
hefur áunnist fyrir tilstilli Sjálfs-
bjargar. Viðhorf fólks til fatlaðra
hefur líka breyst mikið. Áður var
glápt óþægilega, ef maður var gang-
andi úti. Nú er fatlað fólk hluti af
götulífinu.”
Ólöfu finnst samt ennþá langt í
land, einkum fyrir fólk í hjólastólum.
“Ég fæ svo mikið af brosum í hjóla-
stól,” segir hún, “eingöngu vegna
stólsins. Ótrúlegt, hvað talað er yfir
höfuðið á mér, ef ég sit í hjólastól -
alltaf talað við þann sem er með mér
- en um mig í þriðju persónu.”
s
Olöf segir dæmi um “þriðju
persónu viðmót” - frá sínu
sjónarhorni.
“Ég fór nýlega á öldrunarráðstefnu
fyrir Öryrkjabandalagið. Ung kona á
símanum tók hjólastólinn út fyrir mig,
en í anddyrinu stóð aðstoðarkona á
ráðstefnunni. Þá áttu þessi orðaskipti
sér stað á milli þeirra um hjólastóla-
konuna - mig!
“Tekur þú hana með þér upp?”
“Nei, hann Ingimar tekur hana
með sér!”
Þarna var ég að koma á eigin bíl
fráReykjavík. Sjálfstæðkona! Hefði
ég komið gangandi með mína tvo stafi
- hefði viðmótið orðið allt annað.
Hjá lyftunni var sagt við mig, eins
og óvita:
“Þú ýtir á takka tvö og bakkar síð-
an út.”
Mér var hugsað til eldra fólks sem
mætir svona “þriðju persónu við-
móti,” eins og fólk sé ekki sjálfstæðar
persónur eftir ákveðinn aldur. Svona
væri ekki komið fram á hinum Norð-
urlöndunum! Ein skýring er kannski
8