Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 10
Sigurbjörg Ármannsdóttir:
FRA MINUM
SJÓNARHÓLI
að dreymir engan um að verða
öryrki, en fólk veikist, lendir í
slysum og stendur allt í einu
frammi fyrirþví að öll framtíðaráform
og áætlanir verða að engu. En á
þessum erfiðu tímamótum þegar öll
sund virðast vera
lokuð má eygja
ljós í myrkrinu
“við búum á
Islandi, þar sem
velmegunin er ein
sú mesta í heim-
inum og sam-
félagið hlúir að
þegnum sínum og
styður þá, sem
lenda í alvar-
legum áföllum með öflugu almanna-
tryggingakerfi.” Þetta höfum við öll
heyrt ráðamenn tala um á hátíðastund-
um og við þökkum Guði fyrir að búa
hér, en ekki t.d. í Ameríku.
Og fólk fer af stað til þess að leita
réttar síns, en það reynist vera löng
og ströng ganga, og alls ekki eins og
við höfðum gert okkur vonir um.
Því miður eru þeir margir í þessum
sporum sem eru það ungir að þeir hafa
ekki áunnið sér rétt til lífeyris-
greiðslna úr lífeyrissjóðum og þurfa
því alfarið að treysta á almannatrygg-
ingakerfið sér til lífsviðurværis. Þetta
er oft fólk nýkomið úr námi og er e.t.v.
jafnframt að eignast þak yfir höfuðið.
Við skulum nú líta á hvað bíður
ungs öryrkja, sem er í hjónabandi.
Oskertar örorkubætur nema
14.541 kr. á mánuði og ef um hreyfi-
hamlaðan einstakling er að ræða fær
hann að auki um 4.700 kr. á mánuði í
bensínstyrk og ef hann á böm bætast
við um 12.000 kr. barnabætur með
hverju barni. Ef maki hans er með
hærri tekjur en 74.654 kr. á mánuði
fær öryrkinn enga tekjutryggingu,
sem er 27.000 kr. á mánuði né mögu-
leika á að fá frekari uppbót vegna lyfja
og lækniskostnaðar.
essi ráðstöfun, að tengja greiðslur
bóta almannatrygginga við tekjur
maka er, eins og Garðar Sverrisson
benti á í erindi til umboðsmanns
Alþingis síðla vetrar og síðan var rætt
um í utandagskrárumræðu á Alþingi
í apríl, algerlega ólögleg. Því að í 17.
grein laga um almannatryggingar
segir:
“Ef aðrar tekjur örorkulífeyrisþega
en lífeyrir almannatrygginga, bætur
samkvæmt lögum um félagslega
aðstoð og húsaleigubætur samkvæmt
lögum nr. 100/1994 fara ekki fram
úr 232.064 kr. á ári skal greiða uppbót
á lífeyri hans að upphæð 330.036 á
ári. Hafi bótaþegi hins vegar aðrar
tekjur umfram 232.064 kr. skal skerða
uppbótina um 45% þeirra tekna sem
umfram eru.”
Það er augljóst að hér er ótvírætt
verið að ræða um tekjur bótaþegans
sjálfs, og hvernig skerða skuli tekju-
tryggingu hans fari tekjur hans yfir
ákveðin mörk.
Þegar rætt er um tekjur einstakl-
ings er átt við hann sjálfan, nema
annað sé tekið fram. Þetta kemur ekki
aðeins fram í lagatextum á borð við
almannatryggingalögin heldur
hvarvetna þar sem einstaklingar þurfa
að gera grein fyrir tekjurn sínum. í
þessu sambandi gildir einu hvernig
yfirvöld kjósa að skattleggja tekjur
hjóna, enda er það annað mál.
Fyrir nú utan það hvað þetta er
óréttlátt hefur þessi ráðstöfun
gríðarleg áhrif á sjálfsmat öryrkjans.
Hann er að ganga í gegnum það ferli
að þurfa að sætta sig við heilsubrest
og sér ef til vill að menntun sú sem
hann hefur verið mörg ár að afla sér,
muni ekki nýtast honum til fram-
færslu í framtíðinni. Hann þarf nú að
ganga manna á milli og biðja um
aðstoð, ekkert er sjálfgefið, allt þarf
að sækja um með tilheyrandi vottorð-
um og pappírsfargani. Og til að
kóróna niðurlæginguna, er hann nú af
því opinbera settur á framfæri maka
síns. Því að bætumar til hans eru svo
skammarlega lágar að þær duga oft
ekki einu sinni fyrir læknis- og
lyfjakostnaði.
Út takti við sína jafnaldra
Það ætti öilum að vera ljóst að hér
er verið að níðast á þessum einstakl-
ingi og brjóta hann niður. Og þetta
bitnar ekki aðeins á honum því að
fjölskylda hans líður einnig fyrir þetta.
Þar að auki er öryrkinn okkar félags-
10