Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 11
lega og efnahagslega úr takti við sína jafnaldra sem eru útivinnandi og af fullum krafti að koma sér áfram og skapa sér og sínum framtíðarheimili, og jafnvel á framabraut. Þessi skerðing er afar athyglisverð og lítt skiljanleg þegar litið er til hjúskaparlaga þar sem skýrt er kveðið á um sameiginlega framfærsluskyldu hjóna. í hjúskaparlögum frá 14. apríl 1993 I. kafla 2. grein segir:” Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilis og fjölskyldu. Hjón eiga í sameiningu að annast uppeldi bama sinna, sjá þeim farborða og hjálpast við að framfæra fjölskyld- una með fjárframlögum, vinnu á heimilinu og á annan hátt.” í 3. grein laganna segir ennfremur: “ Hjón skulu skipta milli sín verk- efnum á heimili eftir föngum, svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.” Með ákvörðun sinni um skerðingu bóta til giftra öryrkja er hið opinbera að skerða getu þessa hóps til þess að standa við sinn hluta hjúskaparlag- anna. En hjónabandið og fjölskyldan er að flestra mati hornsteinn sam- félagsins, og ætla mætti að það væri í þágu samfélagsins að treysta þessa undirstöðu frekar en að grafa undan henni. I því sambandi má nefna, að börn umvafin traustum tjölskyldu- böndum lenda sjaldan á villigötum. Allt öðru máli gegnir um þá sem missa atvinnu sína þar sem atvinnu- leysisbætur eru ekki háðar tekjum maka. Því opinbera finnst það greini- lega vera miklu alvarlegra fyrir fólk að missa atvinnuna en heilsuna. Að mínu viti er þetta rökleysa, þar sem annars vegar er oftast um tímabundið ástand að ræða, en hins vegar um varanlegt. Það sama gegnir um örorkulíf- eyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum, þær eru ekki háðar tekjum maka, en eins og ég hef áður minnst á eru því miður mjög margir öryrkjar sem hafa ekki verið nægilega lengi á vinnumarkaðn- um til þess að vinna sér inn lífeyris- réttindi í þeim. Getum við ekki lyft Grettistaki? Það að mismunur skuli vera á rétti einstaklingsins í þessum samtrygg- ingarsjóðum er alveg út í hött og hlýt- ur að vera lögleysa, og það er alls ekki við hæfi að gera fólki svo mishátt und- ir höfði. Það er augljóst að hið opinbera svífst einskis, þegar um er að ræða að skammta örorkulífeyrisþegum tekjur, þessum hópi sem kippt er burt úr eðli- legum farvegi, og neyðist til að laga sig að allt öðru lífsmunstri, en vænt- ingar stóðu til. Það sýndi einnig greinilega hug kerfisins til örorku-og ellilífeyrisþega, þegar þeim var fyrstum íslenskra þegna gert að greiða fjármagnstekju- skatt. Hvað varðar örorkulífeyrisþega var svo sannanlega verið að ráðast á Hlerað í hornum Rithöfundur hitti mann einn í samkvæmi og sá sagðist hafa lesið eina bók eftir rithöfundinn. “Þá síðustu?”, spurði rithöfundurinn. “Það ætla ég rétt að vona”, svaraði maðurinn. Austfjarðaþokan er ærið dimm. Tveir menn voru að gæsaveiðum við ána og villtust báðir. Loks kallaði annar: “Hvert er ég eiginlega að fara?” Þá var anzað á móti: “Beint í ána. Ég var að koma þaðan.” Slarkarinn var hjá lækninum í skoðun og að henni lokinni sagði læknirinn: garðinn þar sem hann er lægstur og hygg ég að ekki hafi ráðamenn haft erindi sem erfiði í því máli. Okkur er því hollt að líta yfir farinn veg og spyrja, hvort við höfum vakað nægilega vel yfir hagsmunum okkar og hvort við höfum gengið nógu vasklega fram í að sækja sjálfsögð réttindi okkur til handa. Ég held að við getum margt lært af eldri borgur- um sem hafa með skipulegum og markvissum aðgerðum vakið athygli á kröfum sínum því stór, öflugur og samstæður hópur getur lyft Grettis- taki. Sigurbjörg Armannsdóttir Erindi flutt á kjararáðstefnu ÖBI 17.okt. “Það bezta sem þú getur gert er að hætta bæði að reykja og drekka.” “Það bezta er nú alltof gott fyrir mann eins og mig, læknir góður. Segðu mér heldur hvað er það næst bezta”. Fangavörður var að kveðja fanga einn sem hafði verið heldur baldinn í fangelsinu. “Farðu nú ræfillinn þinn og láttu aldrei sjá þig héma aftur. Þú kemur óorði á húsið.” “Já, það er nú svona og svona með ættfræðina og áreiðanleika hennar. Ég fór nú að grúska í gömlum ættartölum, en snarhætti því þegar ég sá að langamma mín var sögð hafa dáið barnlaus.” Samtök lungnasjúklinga Þann 20. maí sl. voru Samtök lungnasjúklinga stofnuð á Reykjalundi. Á þann stofnfund komu á annað hundrað manns, samþykkt voru lög fyrir samtökin og stjórn kosin. Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga með því að halda uppi öflugu félagsstarfi, efla samkennd lungnasjúklinga og aðstandenda, byggja upp forvarnir, koma upp fræðslu- og upplýsingamiðlun, þannig á að ná markmiðunum. Talið er að allt að 20% reykingamanna fái langvarandi lungnaþembu fyrir utan alla þá sem þjást af astma og ofnæmi og öðrum kvillum. Hópur þessi mun ekki minnka m.a. eru nú auknar reykingar ungs fólks mikið áhyggjuefni. Stjórn samtakanna skipa: Jóhannes Kr. Guðmundsson formaður, Brynja D. Runólfsdóttir ritari, Dagbjört Theódórsdóttir gjaldkeri, en meðstjórnendur eru: Björn Magnússon, Guðlaug Guðlaugsdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir og Magnús Karlsson. Samtökunum er alls góðs árnað, en póstfang þeirra er: Pósthólf 5107, 125 Reykjavík. Formaður er í síma 586-1088 og ritari 552-9060. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.