Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Qupperneq 13
og einföld störf. Þess vegna unnu þeir
helst við körfu-og burstagerð, vefnað
og prjónaskap. A þessu hefur orðið
mikil breyting þar sem tækifæri til
menntunar hafa aukist fyrir blinda.
Meðal annars á tölvutækni þar stóran
hlut að máli. Margir skjólstæðingar
Sjónstöðvar íslands láta í ljós ótta við
að missa vinnu vegna versnandi sjón-
ar. Sumir hafa jafnvel gengið svo
langt að segja upp starfi sínu áður en
þeir koma á Sjónstöðina. Það fylgir
því bæði andlegt og líkamlegt álag að
missa sjón og/eða vinnu. Otti og
afneitun eftir sjóntap getur staðið í
vegi fyrir endurhæfingu.
Þó finna megi blinda og sjónskerta
á Islandi við ólík störf úti í þjóð-
félaginu er þó enn hópur fólks sem
vinnur einhæf störf á vernduðum
vinnustöðum.
Val á viðmælendum
Viðmælendur í könnuninni voru
fengnir úr skrám Sjónstöðvar Islands.
í hópnum eru allir sem skráðir hafa
verið frá og með 1987 til og með 1995
og uppfylla eftirtalin skilyrði:
* Að vera á aldrinum 18-66 ára þegar
könnunin var gerð.
* Að vera fæddir fullsjáandi og missa
sjón síðar á ævinni.
* Að hafa sjón minni en 3/60 eða hafa
þrengra sjónsvið en 15°
* Að hafa fengið hjálpartæki og þjálf-
un.
Hópurinn samanstendur af 24 ein-
staklingum. Af þeim var 21 tilbúinn
að svara þeim 20 spurningum sem
könnunin fól í sér. Ekki náðist í þrjá
þar sem þeir voru erlendis.
Niðurstaða
Þessi hópur átti það sameiginlegt
að sjónskerpa þeirra mældist frá 3/60
niður í algjöra blindu eða þeir höfðu
þrengra sjónsvið en 15°. Þeirkallast
blindir eftir alþjóðlegum lögum um
greiningu blindra. Með þessum tölum
er verið að tilgreina nákvæmlega sjón
hvers og eins.
Til að auðvelda þeim sem ekki
þekkja til að átta sig á þessum tölum,
tákna tölumar 3/60 að viðkomandi sér
stóran bókstaf eða tákn í þriggja metra
fjarlægð, en sá sem er fullsjáandi sér
það sama í 60 mctra fjarlægð. Fingur-
talning í eins metra fjarlægð táknar
að viðkomandi sér hreyfingu handar
eða fingra en greinir ekki bókstaf eða
Kennsla í notkun hjálpartækja.
tákn. Einstaklingur telst alblindur ef
hann sér ekki mun dags og nætur.
Könnunin leiddi í ljós að sjúk-
dómsgreiningin Hereditary retinal
dystrophies er lang algengasta orsök
blindu og sjónskerðingar hjá hópnum.
Alls höfðu 13 einstaklingar þá grein-
ingu, níu karlar og fjórar konur. Sjúk-
dómur þessi er flokkur margra sjúk-
dóma þar sem nokkrir em arfgengir
og þá frekar í karllegg.
Næst koma svo slys, þ.e. eitrun og
alvarlegir höfuðáverkar. Af þeim
orsökum voru þrír karlar blindir eða
alvarlega sjónskertir. Þá kom grein-
ingin Optic atrophy sem tveir karlar
greindust með og em þeir bræður. Að
lokum em þrír flokkar þar sem einn
einstaklingur greindist í hverjum.
Athyglisvert er að 90% aðspurðra
misstu sjón áður en þeir náðu 38 ára
aldri. Það undirstrikar mikilvægi
endurhæfingar hjá einstaklingum sem
rnissa sjón á þeim aldri sem flestir eru
önnum kafnir við að afla sér mennt-
unar, stofna fjölskyldu og fjárfesta í
húsnæði.
Yfirgnæfandi meirihluti hópsins
taldi sig nauðbeygða til að
skipta um vinnu eftir sjóntap, aðrir
sögðust ekki hafa haft orku til að
berjast fyrir rétti sínum eða viljað
hætta áður en þeir gerðu einhver
alvarleg mistök vegna versnandi
sjónar. Aðeins tveir héldu áfram í sínu
starfi. Sumir vissu ekki að hægt væri
að fá þjálfun eða endurhæfingu til að
halda áfrafn í sínu starfi, aðrir misstu
sjón áður en Sjónstöðin tók til starfa
og enn aðrir höfðu þegar sagt upp
störfum áður en þeir leituðu aðstoðar
á Sjónstöðinni. Nokkur dæmi eru um
einstaklinga sem misstu sjónina
algjörlega og höfðu gegnt það sjón-
krefjandi störfum að ógemingur var
að sinna þeim eftir sjóntapið. Dæmi
um slík störf em tannlækningar, hjúkr-
un, sjómennska og farandsölu-
mennska.
Samt sem áður gætu fleiri haldið
áfram í sinni vinnu með réttri endur-
hæfingu, hjálpartækjum og jafnvel
smávægilegum breytingum vinnu-
staðarins eftir þörfum hvers og eins.
Fyrir aðra er óhjákvæmilegt að endur-
hæfa sig til nýrra starfa sem hentugri
eru fyrir sjónskerta eða blinda.
í þeim tilfellum sem einstakling-
arnir eru haldnir sjúkdómum sem
valda versnandi sjón er nauðsynlegt
að viðkomandi sé í góðu sambandi við
Sjónstöðina til að fá endurmat og
áframhaldandi þjálfun eftir því sem
sjóndepran ágerist. Nokkrir einstakl-
ingar hlutu fleiri fatlanir en sjónskerð-
ingu sem margfölduðu erfiðleikana.
Þurftu þeir á fjölþættari endurhæfingu
að halda áður en þeir hófu leit að nýju
starfi.
Ein spurningin var ætluð til að
kanna hvort hinir sjónskertu gerðu
tilraun til að leyna sjónvandamálum
sínum þegar sótt er um vinnu.
Sjónskertir virðast hafa tilhneig-
ingu til að gera minna úr sjón-
skerðingu sinni en efni standa til,
annarsvegar af ótta við höfnun af
vinnuveitendum, hinsvegar vegna
erfiðleika við að gera öðrum grein
fyrir eðli sjónskerðingar sinnar.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDAFAGSINS
13