Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Síða 25
komið sér almennt vel fyrir eignalega
sem lífeyrislega. Hann kvað það
einnig sjálfsagt að hver og einn nyti
sinna persónulegu bóta án tillits til
tekna maka. Hættum kákinu, tökum
heildstætt á málum, sagði Hilmar.
Skúli Þórðarson ræddi nokkuð unt
gildi lífeyrissjóða og varaði við talinu
um frelsið í þeim efnum, sem ætti
einungis að þjóna gróðaöflunum.
Sigurrós M. Sigurjónsdóttir sagði
það brýnt að endurskoða og breyta
lögum um almannatryggingar, þar
stangaðist oft nú hvað á við annað.
Löggjöfin ætti á öllum sviðum að
aðlagast sem bezt lífsaðstæðum
fatlaðra.
Haukur Þórðarson gerði ýmis
atriði í framkvæmd almanna-
tryggingalaga að umtalsefni. Nefndi
m.a. það atriði að fólk félli út af bótum
eftir 4ra mánaða sjúkrahússvist á
tveim árum. Meginmálið væri að
hækka grunninn að lífskjörum öryrkja
um leið og helztu agnúar yrðu sniðnir
af. Guðmundur Vésteinsson sagðist
hafa áralanga reynslu af framkvæmd
laga um almannatryggingar og félags-
lega aðstoð, einnig kvaðst hann
þekkja vel til á Norðurlöndunum.
Greinilegt væri að við hefðum dregizt
verulega aftur úr og þar væri leiðrétt-
inga þörf. Fannst tryggingamálin
hálfgerð hornreka hjá stjórnvöldum.
Sigurður Þór Guðjónsson sagði að
sér fyndist vanta á svona ráðstefnu
hina almennu öryrkja, það væru bara
helztu “töffaramir” sem mættu og töl-
uðu. Sigurður Þór sagði að líka þyrfti
að huga að skattakerfinu.
Kristinn H. Gunnarsson svaraði
fyrirspurnum m.a. um líkur á sam-
þykkt þingmannafrumvarps um teng-
ingu launa og bóta, sem hann taldi
ekki miklar. Kvað þungt undir fæti á
Alþingi um allar breytingar á trygg-
ingalöggjöfinni.
Ráðstefnustjórar þökkuðu fyrir
góðar framsöguræður og vandaðar
svo og líflegar umræður.
Mælendaskrá tæmd um kl. 16,30
og þá var ráðstefnunni slitið. Mál
manna var að afar vel hefði til tekizt
með ráðstefnu þessa, mörg sjónarmið
verið reifuð og rædd og það eitt á skort
að þátttakan væri meiri. Aðalatriði
það svo að skilaboðum ráðstefnunnar
sé skýrt og óhikað fylgt fram og þau
borin áfram til árangurs. Það er enda
ætlunin að gera sem allra bezt. Stjórn
bandalagsins hefur enn betri grunn á
að byggja en áður og atfylgi bak-
landsins ætti að vera gulltryggt.
Öryrkjabandalagið færir öllum fram-
sögumönnum hlýjar þakkir fyrir fram-
lög sín á þessari myndarlegu ráð-
stefnu.
H.S.
Bæklingur
Heymarhjálpar
Heymarhjálp hefur gefið út myndarlegan og
vel uppsettan bækling með meginspurningu
á forsíðu: Hefur þú skerta heyrn? Fyrst er svo
spurt nokkurra áleitinna spuminga varðandi heym-
ina s.s. hvort lesandinn kannist við að vera utanveltu
í samræðum eða að eiga í erfiðleikum með sam-
skipti á vinnustað o.s.frv.
Sagt er frá félaginu, sem nú er sextíu ára. Fyrst
með heymartækin, nú mest með félagslega þjón-
ustu fyrir heyrnarskerta, gefur út fréttabréf og
heldur fræðslufundi. Minnt er á helztu baráttumál
Heymarhjálpar s.s. að hvetja til heymarvemdar, að
bæta stöðu heymarskertra nemenda, tónmöskvi í
opinberar byggingar, textað íslenzkt sjónvarpsefni
og svo aðgangur að beztu heyrnartækjum, svo
eitthvað sé nefnt. Fólk er hvatt til þess að ganga til
liðs við félagið.
Kafli er um heyrnartæki, sagt frá vonbrigðum
fólks sem fær heymartæki og sagt er: Ekki gefast
upp, leitið leiðsagnar og notið heyrnartækin. Þá er
kafli um tónmöskvann sem er magnari tengdur við
sjónvarp eða útvarp þegar heyrnartækin ein duga
ekki. Tónmöskvar em í leikhúsum, flestum kirkjum
á höfuðborgarsvæði og mörgum úti á landi.
Með þessum ágæta bæklingi fylgir svo
félagsumsókn að Heymarhjálp og vonandi að fleiri
heymarskertir gangi til liðs við það félag sem sinnir
svo þörfum málum fyrir þennan hóp.
H.S.
Bæklingur um
heilablóðfall
Félag heilablóðfallsskaðaðra hefur gefið út
upplýsingabækling sem heitir: Hvað er til ráða?
Fjallað er um hina ýmsu þætti þessa alvarlega
máls, en truflun á blóðflæði til heilans er orsök
heilablóðfalls. Minnt er á áhættuþætti s.s. háþrýsting,
mikla blóðfitu, reykingar og hjarta- og æðasjúkdóma.
Einkennum og fylgikvillum er lýst svo og meðferð.
Þá er um endurhæfingu ítarlega fjallað. Hjálp til
sjálfsbjargar, þar sem þungamiðja allrar endurhæf-
ingar er auðvitað sá sem fyrir áfallinu verður.
Helztu hjálpartækjum er lýst, ökumat þarf að
fylgja í kjölfar áfalls, heimilisaðstæður þarf að kanna
m.a. með tilliti til hjálpartækja. Sagt er frá ferli
örorkumats og félagslegrar aðstoðar. Lögð er áherzla
á aðlögun að breyttum högum.
Alllangur kafli er um: Hvemig getur fjölskyldan
orðið að liði? Varastu að ofvernda, en styddu og
hvettu og gleymdu alls ekki sjálfum þér, þetta er
meðal heilræðanna.
Að lokum er svo stutt kynning á hinu þriggja ára
gamla félagi sem er í Öryrkjabandalagi Islands í
gegnum Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra.
Félag heilablóðfallsskaðaðra er með upplýs-
ingasíma 564 1045. Heimilisfangið: Pósthólf307,
200 Kópavogi.
Þetta er skemmtilega unninn bæklingur og hinn
læsilegasti.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
25