Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Síða 26
UMSJÓNARFÉLAG
EINHVERFRA 20 ÁRA
Eitt okkar ágætu aðildarfélaga,
Umsjónarfélag einhverfra er
20 ára nú á þessu ári og í nóv-
ember minntist félagið tímamótanna
mjög myndarlega.
Sunnudaginn 2.nóvember var
afmælishátíð í Ráðhúsinu, en hana
sótti mikið fjölmenni og þar flutt
fjölbreytt og vönduð dagskrá við allra
hæfi. Formaður félagsins, Ástrós
Sverrisdóttir, setti samkomuna og
bauð fólk velkomið til
þessa fagnaðar. Þakkaði
öllum er lagt höfðu fé-
laginu lið á einn eða ann-
an hátt. Fagnaði sérstak-
lega myndlistarsýningu
einhverfra sem bæri list-
gáfu og hugkvæmni hið
bezta vitni. Fól svo Maríu
Ellingsen leikkonu stjóm-
ina.
Borgarstjórinn, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir
flutti hamingjuóskirborg-
arinnar og bauð fólk vel-
komið í Ráðhúsið. Lýsti
sérstakri gleði yfir því að samningar
hefðu tekizt við þroskaþjálfa. Hún
sagði skilgreiningar á einhverfu,
misþroska, ofvirkni o.s.frv. vera nýjar,
en sjálf fyrirbærin ekki ný. Vitnaði í
Islendingasögur um þá ofvirku kappa
Egil og Gretti. Talaði um kolbítana
sem þó hefðu áður en yfir lauk risið
úr öskustó, oftast fyrir tilverknað
móður. Hver einstaklingur á sér vaxt-
arsprota, líkja mætti ævigöngunni við
fjallgöngu; ferð með fyrirheiti, stuðla
bæri að því að sem flestir mættu fjalls-
tindinum ná. Ræddi um mannvernd
og kvað stærsta átakið í mannvemd
vera baráttuna í málefnum fatlaðra.
Iþróttaálfurinn úr Latabæ kom
næst fram og kallaði á svið aðstoð-
arfólk og framkvæmdi síðan kúnstir
sínar af fimi og léttleika, einnig í
töluðu máli og söng. Kunnu allir vel
að meta, einkum hin yngri.
Margrét Margeirsdóttir deild-
arstjóri flutti félaginu ham-
ingjuóskir ráðuneytis síns og ráðherra.
Uppbygging í málefnum einhverfra
átt sér stað á liðnum tuttugu árum og
hlutur Umsjónarfélags þar einstaklega
góður. Hún sagði eitt sitt fyrsta verk
í félagsmálaráðuneyti að finna athvarf
fyrir einhverfa einstaklinga. Bar sér-
stakt lof á Guðna Garðarsson fyrsta
formann Umsjónarfélagsins. Ráðu-
neytið í raun borið ábyrgð á málum
einhverfra í ríkara mæli en annarra
fötlunarhópa. Rakti svo nokkra
áfanga s.s. 1982 heimilið að Trönu-
hólum, síðar heimilið að Sæbraut og
svo í Hólabergi, vinnustaður fyrir
einhverfa, skammtímavistun o.s.frv.
Nýtt heimili í Kópavogi tilbúið um
mitt næsta ár. Hún minnti á yfirfærsl-
una frá Barna- og unglingageðdeild
yfir á Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins og svo fyrirhugaða yfirtöku
sveitarfélaga á málefnum fatlaðra.
Væntir þess að sá eldmóður sem ríkti
í upphafi megi fylgja félaginu áfram.
Þá var ljúft og létt tónlistaratriði.
Áslaug Gunnlaugsdóttir, nemandi í
Brautarskóla, lék tvö lög á píanó með
kennara sínum Elísabet Haraldsdóttur
og var yndi gott á að hlýða.
Ásgerður Ólafsdóttir kennari í
Digranesskóla, við sérdeild þar, sagði
og sýndi litla sögu. Tók líkinguna af
að loka og opna hurð. Félagsleg
samskipti erfið hjá ýmsum, aðlaga
þyrfti einstaklinginn sem bezt að hinu
daglega lífi. Mikil þörf sjónrænna
upplýsinga. Lýsti fjórum gerðum
setninga sem unnið væri með: lýsandi,
leiðbeinandi, viðhorfs- og stýrandi
setningum, en þær síðastnefndu
samdar af einstaklingnum sjálfum
eftir frásögnina. Tók dæmi af tveim
áþekkum sögum með um leið ólíkum
viðmiðunum. Leikhúsferð. Annar
hlær lengur en aðrir, hræðist klappið
og öskrar. Hinn talar gjaman meðan
á sýningu stendur. Lýsti þessu ljóm-
andi vel hversu á hvoru væri
leiðbeinandi tekið.
ndrea Gylfadóttir
söng því næst tvö
lög, ætluð þeim yngri en
okkur til umhugsunar
einnig og ekki síður.
Hrífandi falleg fram-
setning.
Guðrún Stephensen
leikkona og amma ein-
hverfs drengs las kafla úr
bókinni: Hér leynist
drengur. Las kafla frá
sjónarhóli aðstandenda og
drengsins sjálfs einnig.
Frábær lestur sem snart
menn djúpt, en Guðrún las
einmitt hugljúfan kafla um samskipti
drengsins og ömmunnar. Þá var ann-
að tónlistaratriði, Kjartan Orri Ragn-
arsson 13 ára lék hreimfagurt verk á
fiðlu við undirleik ömmu sinnar, Soff-
íu Guðmundsdóttur tónlistarkennara.
Lokaaatriðið var svo opnun sýn-
ingar á myndverkum einhverfra svo
og myndum úr starfinu af ýmsum
vettvangi. Það var Andri Hilmarsson
13 ára nemi sem opnaði sýninguna
með ávarpi og klippti svo á borða eins
og ráðherrar gera og af engu minni
reisn né tilþrifum.
Boðið var upp á góða hressingu í
lokin og síðan nutu menn sýningar-
innar, sem sýndi ótrúlega breidd í
listsköpun, ásamt svipmyndum af því
góða starfi sem svo víða er unnið og
Umsjónarfélag einhverfra á sína góðu
hlutdeild í. Umsjónarfélagið hélt svo
hið merkasta málþing sunnudaginn
9.nóvember og því gerð skil annars
staðar.
Hlýjar árnaðaróskir eru héðan
færðar. jj.S.
26