Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 30
AF S TJÓRNARVETTVANGI Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalagsins 25. september á 9. hæð í Hátúni 10 og hófst kl. 16,45. 19 stjórnar- menn mættir. Formaður Ólöf Ríkarðsdóttir setti fund og stjórnaði honum. Hún byrjaði á því að bjóða tvo varamenn í stjórn velkomna, þá Inga Hans Agústsson frá Alnæmissamtökunum og Ingimund Guðmundsson frá Geð- hjálp. Flutti því næst skýrslu sína. Hún greindi frá fundi með forystu- mönnum Þroskahjálpar um lottómál- ið sem ekki hefði til neinnar niður- stöðu leitt. Rætt hefði svo verið við bæði félagsmálaráðherra og dóms- málaráðherra í kjölfar bréfs Þroska- hjálpar þar sem aðildar er krafizt af lottófé. Dómsmálaráðherra hyggst skipa þingmannanefnd til að yfirfara og gera tillögur um heildarskipan allra happdrættismála í landinu. Ólöf rakti bréfaskipti bandalagsins og félagsmálaráðuneytis varðandi vinnu að yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra, þar sem bandalagið fór fram á betri hlut í þeirri vinnu en upphafleg áform gerðu ráð fyrir. Nokkuð var komið til móts við óskir þessar. I laganefnd var tilnefndur Helgi Seljan, en í úttektarhóp Hafliði Hjart- arson, sameiginlega tilnefndur af Öryrkjabandalagi og Þroskahjálp. Samtök fatlaðra eiga hins vegar enga aðild að sjálfri verkefnisstjórninni, ekki heldur kostnaðarnefndinni og enga beina aðild að landshlutanefnd- um heldur. Þessi viðamikla vinna er nú að hefjast en aðeins rúmt ár til stefnu. Ólöf greindi frá heimsókn danskra djákna, sem hingað komu í heimsókn og kom þar danski bækl- ingurinn í góðar þarfir. Djáknarnir skoðuðu m.a. Vinnustaðina og Starfs- þjálfun fatlaðra og leizt mætavel á allt það góða starf. Ólöf sagði frá mikilli ráðstefnu á vegum ferlinefndar félagsmálaráðuneytis 26. nóvember n.k. um aðgengi fyrir alla þar sem áherzla yrði lögð á þátttöku sveitar- stjómarmanna hvaðanæva að af land- inu. Hún minnti í leiðinni á samning - tilraunaverkefni - milli félagsmála- ráðuneytis og Sambands íslenzkra sveitarfélaga um öll ferlimál, en umsjón með þeim hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga hefur Guðrún Hilmis- dóttir. Minnti í lokin á kjararáðstefn- una 17. október n.k. á vegum banda- lagsins. ✓ Olöf sagðist nú láta af störfum formanns bandalagsins. Sagði að þegar hefðu tveir gefið kost á sér: Haukur Þórðarson í formannsstöðu og Ólafur H.Sigurjónsson í vara- formanninn. Vísaði því síðan til ákvörðunar fundarins hvort ekki skyldi kosin sérstök uppstillingar- nefnd. Ólafur H. Sigurjónsson sagði frá heimasíðu bandalagsins á alnetinu sem vistuð yrði í tölvu Islenzkrar Getspár, tengd með breiðbandi. Formleg opnun færi fram á aðalfundi. Nokkrar umræður urðu um skýrslu formanns og heimasíðuna. Helgi Seljan fór yfir helztu atburði ársins í tryggingamálum þ.e. 2% hækkun bóta um áramót, 4% hækkun í kjölfar kjarasamninga og 2 1/2% svo nú í sumar. Minnti á aðra þætti s.s. hækk- un heimilisuppbótar vegna útvarps og símagjalda, ávinninginn við að fjárhagsleg aðstoð sveitarfélaga skerðir nú ekki bætur almannatrygg- inga, hækkun frekari uppbótar þeirra sem njóta sérstakrar heimilisupp- bótar og svo breyttar reglur um sjúkraþjálfun. Fleira kom inn í mál hans en öllu þessu áður gerð skil í fréttabréfinu. Haukur Þórðarson gerði grein fyrir starfi nefndar sem á að endur- skoða bifreiðakaupastyrki og bif- reiðalán, væri hún vel á veg komin, en að þessu sinni yrði úthlutað eftir eldra kerfí. Ólöf Ríkarðsdóttir minnti á hjálpartækjamál fólks sem dvelur á stofnunum, þar sem viðkomandi stofnun á að sjá fyrir hjálpartækjum og hefur oft ekki fjármagn til þess, einstaklingsréttur til hjálpartækja fellur brott ef fólk vistast á stofnun. Um tryggingamálin urðu miklar umræður og brýn þörf á þvf talin að ná fram hinum ýmsu réttinda- málum sem að kölluðu. Ólafur H. Sigurjónsson greindi frá störfum skipulagsnefndar sem þokkalega miðaði og kvað hann áfangaskýrslu væntanlega á aðalfundi. Ræddar voru umsóknir um aðild frá þrem félögum: Daufblindrafélagi, Mál- björg og Tovurettesamtökunum. Lagt til að aðild yrði frestað þar til úrslit lægju fyrir um skipulag banda- lagsins og hugsanlegar lagabreyt- ingar. Asgerður greindi frá kjararáð- stefnu 17. október og kynnti hug- myndir um frummælendur. Tals- verðar umræður urðu um ráðstefn- una, fýsilega frummælendur og aðalþema hennar. Ólöflagðiframtil kynningar hugmyndir frá hópnum: Þak yfir höfuðið um stofnun samtaka þeirra aðila er fást við félagslegar íbúðabyggingar. Hún minnti einnig á alþjóðadag fatlaðra 3. desember og sagði frá bréfi bandalagsins til Páls Péturssonar félagsmálaráðherra með eindreginni ósk um að meginreglur Sameinuðu þjóðanna yrðu kynntar á þessum degi á Alþingi. Hún sagði og frá ráðstefnu sem haldin hefði verið 12.-13. september sl. í boði Evrópusambandsins, en alþjóðasamtök fatlaðra staðið að baki. Þau Helgi Hróðmarsson sóttu þessa ráðstefnu. Þar var rætt hversu minnast skyldi alþjóðadagsins, hvað skyldi gert í hverju landi. Ólöf lagði ríka áherzlu á að Öryrkjabandalagið hefði það sem fastan punkt í sínu starfi að halda upp á þennan dag. Þetta mál var allmikið rætt; m.a. upp- lýsti Helgi Hjörvar að Þroskahjálp og Blindrafélagið í sameiningu mundu fá Bengt Lindquist hingað til lands en Bengt er einmitt umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum. I lokin var svo kjörin uppstilling- amefnd fyrir stjómarkjör á aðalfundi: Ólöf Ríkarðsdóttir, Helgi Hjörvar og Þórir Þorvarðarson. Fundi slitið um kl. 19.40. H.S. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.