Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 33
og eiginkonunni til hægri.
á sjúkrahús. Þannig
urðu þrengslin til að
skapa vítahring og
örðugleika við að
leysa vanda þeirra,
sem urðu skyndilega
veikir. Sjúklingamir
voru flestir með geð-
klofa eða alvarlegan
geðhvarfasjúkdóm,
en jafnframt var
nokkuð af erfiðum
þroskaheftum ein-
staklingum, sem
festu pláss árum eða
áratugum saman.
Árið 1919 var
byrjað að grafa fyrir
grunni nýbyggingar
á Kleppi fyrir 80 sjúkrarúm til við-
bótar. Framkvæmdir drógust á lang-
inn, svo að húsið var ekki vígt fyrr en
28. mars 1929 (1). Meðan á byggingu
stóð var leitað til læknis, sem var í
sémámi í geðlækningum í Danmörku,
og leitað álits hans og danskra lækna
á teikningunum (4). Þeir vildu gera
nokkrar breytingar á, en ekki var farið
eftir þeim nema að litlu leyti og arki-
tektinn hafði sitt fram. Fljótlega fór
á sömu leið og eftir byggingu elsta
hluta spítalans, plássið varð of lítið
svo að gripið var til ýmissa ráða til að
bjarga vandræðum fólks; deild var
opnuð í Laugamesspítala, í fjósi og
hlöðu á Kleppi, og íbúðum starfsfólks
var breytt í sjúkradeildir. Auk þess
vom um tíma útibú að Elliðavatni og
í Stykkishólmsspítala. Þannig voru
um þrjú hundruð sjúklingar á spítal-
anum, þegar flest var í lok sjötta
áratugarins.
Framfaraspor
Þrengslin voru í sjálfu sér orðin
heilsuspillandi og brýn þörf að bæta
allt meðferðarumhverfið og færa það
til nútímalegra horfs. Þetta varð unnt
þegar rými buðust á Reykjalundi og
að Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði
fyrir endurhæfingar- og langdvalar-
sjúklinga, og frk. Guðríður Jónsdóttir,
fyrram forstöðukona spítalans, setti á
stofn heimili fyrir langveika. Á
þessum tíma óx mjög skilningur og
áhugi í þjóðfélaginu fyrir því að bæta
hag hinna geðsjúku, sem leiddi til
þess, að keypt var einbýlishús í einu
besta hverfi bæjarins og tekið á leigu
húsnæði hjá Hússjóði Öryrkjabanda-
lagsins og komið upp göngudeildar-
og rannsóknaraðstöðu til bráðabirgða.
Þegar sérstakt heilbrigðisráðuneyti
hafði verið stofnað 1970, var ákveðið
að hefjast handa um undirbúning að
byggingu geðdeildar á Landspítal-
anum. Næst á eftir byggingu Klepps-
spítalans 1907 er þetta stærsta fram-
faraspor, sem tekið hefur verið í þágu
geðsjúklinga, og einangrun þeirra þar
með rofin. Jafnframt byggingu geð-
deildar Landspítalans var stöðugt
unnið að endurbótum á aðstöðunni á
Kleppi, sem lauk 1987 og er aðstaða
þar nú ekki síðri en á Landspítalanum.
Aðrar meiri háttar breytingar
fylgdu í kjölfar laga um meðferð ölv-
aðra manna og drykkjusjúkra og yfir-
töku Kleppsspítalans á hjúkrunar-
heimili Bláa bandsins, stofnun bama-
geðdeildar með aðstoð kvenfélagsins
Hringsins 1970 og unglingageð-
deildar með aðstoð Kiwanis-hreyftng-
arinnar. Fyrr og síðar hefur Kiwanis-
hreyfingin gefið fé til endurhæfingar
með stofnun og eflingu Bergiðjunnar
og til að koma upp vernduðum íbúð-
um fyrir Geðvemdarfélag íslands.
Starfslið
Hinn ytri rammi hefði komið að
takmörkuðum notum, ef ekki hefðu
fengist hæfir starfsmenn, læknar,
hjúkrunarfræðingar, og síðar iðju-
þjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar,
sjúkraþjálfarar og sjúkraliðar til að sjá
um meðferð og umönnun sjúkling-
anna, auk allra annarra starfsmanna,
sem nauðsynlegir eru til reksturs
stórrar spítaladeildar, sérstaklega
umsjónarmanna og iðnaðarmanna til
að annast viðhald og
framkvæmdir. Störf
allra þessara aðila í
þágu sjúklinganna og
spítalans hafa verið
ómetanleg. Margra
þyrfti að geta sérstak-
lega, en tímans vegna
læt ég nægja að nefna
í viðbót við fyrstu tvo
yfirlæknana Þórð
Sveinsson og Helga
Tómasson, Þórð
Möller, sem varð yfir-
læknir er Helgi féll frá
1958, og gegndi því
starfi til dauðadags
1975. Af hjúkrunar-
fræðingum vil ég sér-
staklega geta tveggja, sem spítalinn
stendur í mestri þakkarskuld við,
fröken Guðríðar Jónsdóttur, sem var
forstöðukona Kleppsspítala frá 1933-
1963, og Þórunnar Pálsdóttur, núver-
andi hjúkrunarforstjóra geðdeildar-
innar, sem gegnt hefur því starfi síðan
1970 og hafði áður unnið sem deildar-
stjóri og sem yfirhjúkrunarkona á
spítalanum, eftir að hún lauk tveggja
ára framhaldsnámi í geðhjúkrun í
Noregi. Samstarfið við hana hefur
verið með ágætum allan þann tíma
sem við höfum unnið saman og á hún
meiri þátt en flestir aðrir í þeim breyt-
ingum og endurbótum, sem orðið hafa
á hjúkrun og aðbúnaði geðsjúkra á
síðasta aldarfjórðungi. Þess má sér-
staklega geta, að það var fyrir atfylgi
hennar sem sérnámi í geðhjúkrun var
komið á í Nýja hjúkrunarskólanum á
sínum tíma. Hún hefur unnið af meiri
ósérhlífni en flestir aðrir og gengið í
öll hjúkrunarstörf, ef ekki hafa fengist
aðrir til að gegna þeim, til þess að
halda starfseminni gangandi og til
þess að koma af stað nýrri starfsemi.
Einnig vil ég nefna umsjónarmennina
Baldur Skarphéðinsson og Hagerup
Isaksen, sem hafa með útsjónarsemi
og óeigingirni þrotlaust unnið að
lagfæringum á húsakosti Kleppsspít-
alans síðustu 40 ár.
Hlutverk
Hlutverk geðdeildar Landspítalans
er og hefur alla tíð verið 1) lækning,
hjúkrun, endurhæfing og önnur
aðstoð við geðsjúka; 2) rannsóknir
á orsökum, eðli, meðferð og gangi
geðsjúkdóma; 3) kennsla heilbrigðis-
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
33