Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Síða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Síða 41
AF FRÆÐSLUNAMSKEIÐUM FÉL AGS MÁL ARÁÐUNE YTIS Frá því í mars 1993 hefur starf- að sérstök nefnd, fræðslu- nefnd í félagsmálaráðuneyt- inu undir forystu Margrétar Mar- geirsdóttur deildarstjóra. Verkefni hennar eru þau að koma á starfsnámi til að efla færni og þekkingu starfs- fólks á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða og fyrir börn og unglinga í vanda. Ákveðið í framhaldi af því að efna til námskeiða til að ná þessu markmiði. Þessi nefnd hefur heldur betur tekið til hendinni; hún réði Þórarin Eyfjörð til að annast undir- búning og hafa umsjón með nám- skeiðunum. Fyrsta grunnnámskeiðið hófst í nóvember 1993, kennt var fjórar klukkustundir daglega í vikulotum með vikuhléum, en allir þátttakendur voru jafnframt í vinnu með náminu. Því lauk svo í marz 1994 með formlegri útskrift 28 þátttakenda, metið til tveggja launa- flokka hækkunar. Fram til haustsins nú hafa verið haldin átta slrk grunn- námskeið, 5 í Reykjavík og svo á Akranesi, Sauðárkróki og Isafirði en nú í október og fram til áramóta er svo allt á fullu og frá því síðar sagt. Þegar litið er til þeirra námsgreina er þarna hafa verið kenndar þá er um ærna fjölbreytni að ræða: Lög og reglugerðir um málefni fatlaðra, lög um barnavernd, lög um félagsþjón- ustu sveitarfélaga, lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, upp- eldisfræði, félagssálfræði, siðfræði, lífeðlis- og erfðafræði, helztu flokkar fötlunar, næringarfræði, áfallakenn- ingar, tómstundir, persónuleika- sálfræði, meðferðaráætlanir og sam- starf við aðstandendur. ✓ Aþessari þó ekki tæmandi upp- talningu sjá menn að víða er fanga leitað, enda spannar hvert námskeið um 160 klst. Reynt er að sníða námsefni og fyrirkomulag sem bezt að þörfum þátttakenda, m.a. dreifist námið yfir lengri tíma, allt upp í 4 - 5 mánuði. Áherzla hefur verið á það að fá færa kennara með mikla þekkingu og reynslu og því hafa þama að verki komið fæmstu sérfræðingar hver á sínu sviði, margir kennt á öllum námskeiðunum. Uti á landi fór kennslan fram í húsnæði fjölbrauta- skólanna þar sem þeir eru, í góðri samvinnu við svæðisskrifstofur og forstöðumenn farskóla á svæðunum. Á sl. ári var fyrsta framhaldsnám- skeiðið haldið í Reykjavík, þátttak- endur um 30 talsins og kennt í 80 klst. Mikil áherzla þar lögð á fræðslu um geðsjúkdóma fullorðinna og barna, orsakir þeirra og meðferðarúrræði, ennfremur námsgreinar um forvarnir og meðferðarstarf með unglingum sem ánetjasthafa vímuefnum. Einnig voru stofnanir heimsóttar og mikil áherzla lögð á alla þætti er vinnustað viðkom. Nýlokið er svo grunnnámskeiði í Reykjavík með 29 þátttakend- um. Þá hafa um 300 manns lokið grunnnámskeiðum. Yfir standa svo þegar þetta er ritað tvö grunnnám- skeið, á Akureyri með 30 manns og á Húsavík með 20 þátttakendum. Haustið 1998 er svo áætlað að grunn- námskeið verði haldið á Egilsstöðum. í nóvemberbyrjun nú hófst svo fram- haldsnámskeið í Reykjavík sem 30 sækja og stendur fram í febrúar. Fræðslunefndin fær styrk til þessa námskeiðshalds hjá Starfsmennta- sjóði félagsmálaráðuneytis. Gefin hafa verið út tvö ítarleg sérrit á vegum fræðslunefndar, bæði um grunnnám sem og framhaldsnám. Hvorutveggja ritin fela f sér glögga námsvísa ásamt greinargóðu yfirliti yfir námsgreinar, hvað þær hafa að markmiði o.s.frv. Þetta er þarft og gott framtak sem örugglega skilar sér afar vel í starfi þeirra sem þessa mega njóta, víkkar sjónhring þeirra og veitir þeim betri innsýn í svo ótalmargt sem að gagni getur komið í vandasömum og viðkvæmum störfum. Ráðuneytið, og þá deildarstjórinn Margrét Margeirsdóttir sérstaklega, eiga miklar þakkir skildar fyrir framtak þetta. H.S. Hlerað í hornum Þær voru þrjár aldraðar að ræða sam- an á elliheimilinu. Ein þeirra sagðist vera orðin svo kölkuð að þegar hún stæði á þröskuldinum í herberginu myndi hún ekki hvort hún væri að koma eða fara. Önnur sagðist vera enn verri, því þegar hún væri í úti- tröppunum myndi hún ekki hvað væri upp og hvað niður. “Ósköp eru að heyra þetta”, sagði sú þriðja, “ég vona að ég verði aldrei svona kölkuð- 7-9- 13”. Svo barði hún til enn frekari áherslu þrjú högg í borðið, en eftir stundarkorn sagði hún: “Kom inn”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.