Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 50
Bragi Halldórsson: Dvalarheimilisgj öld aldraðra og sjúkra að var á liðnu sumri að mál gamalla sveitunga minna, sem bæði eru ellilífeyrisþegar, þróuðust á þann veg, að eiginkonan gerðist vistmaður á elliheimili. Þegar slíkt gerist falla allar almannatrygg- ingabætur til vist- mannsins niður og renna til við- komandi stofnun- ar upp í dvalar- kostnað. Hafi nú vistmaður aðrar eigin tekjur sem að frádregnum staðgreiðsluskatti eru lægri, eða allt að kr. 26.755.- á mánuði, en kr 21.495,- ef um hjúkr- unarsjúkling er að ræða, þá heldur hann þeim tekjum, en tekur þátt í dval- arkostnaði sínum með þeirn tekjum sem umfram eru. Það sem þá vantar á að stofnunin fái fullt dvalarheimilisgjald greiðir Tryggingastofnun ríkisins (T.R.), með svonefndri dvalarheimilisuppbót, vegna viðkomandi vistmanns. Þar sem umrædd kona var nánast tekjulaus, hafði um kr. 3.700.- á mán- uði úr lífeyrissjóði, og átti því sam- kvæmt framansögðu að fá fulla elli- heimilisuppbót auk u.þ.b. kr. 10.900.- í vasapeninga, þá vekur það nokkra furðu, að samkvæmt útreikningi T.R. var gerð krafa á eiginmann hennar að greiða um kr. 45.500,- mánaðarlega í vistgjaldi hennar, og fékkst þeirri kröfu ekki haggað þrátt fyrir marg- ítrekaðar óskir. Uppgefin skýring T.R. var sú að leggja bæri saman tekjur hjónanna, en maðurinn var ennþá útivinnandi, og deila síðan í tvennt til að finna tekjur konunnar. Henni, svo til tekjulausri, voru með þeim hætti búnar til tekjur með helmingaflutningi tekna frá maka sínum. Þessa niðurstöðu kærðum við til tryggingaráðs með þeim orðum, að ef ekki yrði gerð leiðrétting og krafan afturkölluð, þá kæmi fram i svari glögg sundurgreining á því hvernig þessi niðurstaðan væri fengin, og jafnframt vísað til stuðnings í lögum og reglugerðum fyrir ákvörðuninni og útreikningnum. Málin þróuðust síðan á þann veg, að tæpum þremur mánuðum eftir kæru, barst loks bréf frá lögfræðingi tryggingaráðs, þar sem fram kom, að samkvæmt niðurstöðu í greinargerð, dagsettri 9. desember, frá deildar- stjóra lífeyristryggingadeildar, sem fengið hafði málið beint til skoðunar, væri fallið frá endurkröfunni á eigin- manninn. Eiginkonunni bæri óskert vistgjald, og endurgreiðsla á ofteknu vistgjaldi frá maka vegna hennar skyldi gerð. Málið kom hinsvegar, því miður, aldrei til úrskurðar í trygginga- ráði og var því afgreitt sem leiðrétting í einstaklingsmáli. Því vil ég í fram- haldi af þessu máli benda á að sam- kvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 82/1989 segir svo í 26. gr: “Dvalar- kostnaður á stofnunum fyrir aldraða skv. 18. gr. þ.e. þjónustuhúsnæði og hjúkrunarrými, greiðist af Trygginga- stofnun ríkisins, sbr. þó 27. gr.” En 27. gr. hljóðar svo: “Vistmenn. sem hafa tekjur umfram 11.000 kr. á mán- uði, skulu taka þátt í greiðslu dvalar- kostnaðar á stofnunum fyrir aldraða sbr. 18. gr. Með tekjum sínum, sem eru um- fram 11.000 kr., skal vistmaður greiða dvalarkostnað sinn að hluta eða öllu. Setia skal með reglugerð nánari ákvæði um þátttöku vistmanna í greiðslu dvalarkostnaðar, m.a. um hækkun viðmiðunartekna.” (undir- strikun mín, og fjárhæðin miðuð við 1989) Gildandi reglugerð samkvæmt ofanrituðu er nr. 47/1990, um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, með breytingu nr. 222/1992 og síðari breytingum að megininntaki vegna uppfærslu frítekjumarks og hljóðar 5. grein reglugerðarinnar þannig: “Nú hefur vistmaður eigin tekjnr (aðrar en bætur almannatrygginga) sem að frádregnum staðgreiðsluskatti eru hærri en 26.755 krónur á mánuði og skal hann þá með þeim tekjum sem umfram eru standa straum af dvalar- kostnaði sínum að hluta eða fullu. Þó skal hann í hverjum mánuði aldrei greiða hærri fjárhæð en sem nemur 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.