Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 54

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 54
• I B RENNIDEPLI Iágætri samantekt danskri um norræna velferðarsamfélagið og þriðja aflið eða afl hinna frjálsu félagasamtaka er áherzla lögð á mikilvægi þess mikla starfs er hin frjálsu félög inna af hendi. Einkenni þeina er sagt það að þau hafi ekki hinn hagræna ávinning sem æðsta boð og hið frjálsa félagsstarf sé afgerandi hluti af velferðarkerfinu sem í engu megi glatast. Þar segir einnig að yfirvöldum á Norðurlöndum hafi hætt til að vanmeta virkni og starf þessara frjálsu félagasamtaka. Bent er á að oft hafi starf þeirra hafizt sem eins konar sjálfshjálparhópar og þannig eins og hér komið “sjúkum til sjálfs- bjargar”. Undirstrikað er að hin frjálsu félagasamtök eigi mikil verð- mæti í sjálfum sér og þau séu einkan- lega vel hæf til fyrirbyggjandi starfs. Margt fleira mætti til tína, en aðal- atriðið mikilvægi þess fyrir samfélag- ið allt og þá málaflokkinn alveg sérstaklega að hin frjálsu félagasam- tök séu virt og viðurkennd og um leið efld til athafna góðra, svo mikilvægur hlekkur sem þau eru í samfélagslegum efnum. Engum sem til þekkir hins fjöl- breytta starfs sem félögin inna af hendi kemur þessi niðurstaða á óvart, en gott er öllum og hollt að halda henni til haga, þegar uppi eru kenn- ingar um það að félögin eigi að halda sig til hlés og alls ekki koma nálægt rekstri af nokkru tagi. Kjararáðstefna Öryrkjabanda- lagsins þótti einstaklega vel heppnuð og málefnaleg. Þar kom margt það fram í ljósu máli sem ástæða er til að endurtaka og reyna ef unnt er að koma sem bezt til skila þar sem ákvarðanir eru teknar og örlög lífeyrisþega ráðast öðru fremur. A aðalfundinum daginn eftir var svo rækilega hnykkt á þeim atriðum öllum sem athygli vöktu og verðug voru til ályktana og þær birtar hér í blaðinu. Alyktanirnar munu svo kynntar hlutaðeigandi sem bezt og þeim síðan fylgt eftir svo árangur megi bera. Ein ályktananna varðandi örorku- mat er hvergi nærri ný af nálinni, því sannast sagna hefur þar alltof lengi ríkt óþolandi ástand þ.e. þegar sú eða sá sem sannanlega er 75% öryrki er færður niður í mati vegna þess að viðkomandi hefur tekist að afla sér einhverra vinnutekna. Þegar allir bótaflokkar taka skerðingum á ein- hvern hátt vegna vinnutekna þá ætti að vera kappnóg að beita þeim, enda nógu tilfinnanlegar, jafnvel svo að afrakstur erfiðisins hverfur að mestu. Margar ferðirnar hafa verið farnar til að freista þess að ná fram þessu sanngirnis- og réttlætis- máli, því ef viðkomandi er sannanlega læknisfræðilega metinn 75% öryrki þá er hann það auðvitað áfram eða eins og við segjum stundum: það vex ekki nýr fótur á mann og blindur fær ekki sýn, því miður, svo augljós dæmi séu tekin. Við niðurfærslu á matinu missir öryrkinn dýrmæt réttindi og sjálfsögð um leið henni eða honum til handa. Tryggingayfirlæknir er nú með tillögur uppi um lagabreytingu sem hann hyggst beita sér fyrir við tryggingaráðherra að fram megi ná að ganga og að lögum verða sem felur í sér aðra skilgreiningu örorkumats en aflahæfið eitt s.s. nú er. Við þá breytingu verður hið læknisfræðilega mat látið ráða og þessi óhæfa þá vonandi úr sögunni. Sannleikurinn sá að svo rækilega er fyrir bótaskerðingu séð skv. þeim reglum er nú gilda að ekki ætti að þurfa að taka af fólki þann rétt og þau réttindi sem viðkomandi ber þess vegna. Þetta framtak trygg- ingayfirlæknis er því hið bezta, það er heilshugar stutt af forstjóra Trygg- ingastofnunar og að sjálfsögðu mun- um við þar leggast á sveif sem við eig- um afl til, svo þetta brýna baráttumál bandalagsins um áraraðir fái farsælan framgang. Vasapeningarnir fengu að venju sína umfjöllun og ályktun, enda ekki spurning um það að upphæð þeirra er smánarlega lág og hreinlega engum bjóðandi. Það að ætla viðkom- andi að hafa aðeins 11.589 kr. á mán- uði til alls annars en fæðis, húsnæðis og brýnustu þjónustuþátta er vitanlega alger lítilsvirðing við þetta fólk. I máli Ögmundar Jónassonarkomu fram afar athyglisverðar upplýsingar sem hann hafði beint frá Hagstofu Islands um hlutdeild hinna ýmsu þátta í neyzlugrunni fólks. Þar kom það fram að tilsvarandi hlutdeild neyzlu- grunns sem vasapeningar eiga að mæta er hvorki meira né minna en þriðjungur þessa grunns. Það þýðir á mæltu máli það að heildarneyzlu- grunnur þess fólks sem vasapening- ana fær er 11.589 x 3 = eða nær 35 þús.kr. samtals. Einmitt þessi staðreynd sem Hag- stofan reiknar út eins nákvæmlega og 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.