Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 56

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 56
Með viljans afl að vopni Aö þessu sinni er baksíða Fréttabréfsins helguð öldruðum einstaklingi, alblindum, sem ekki hefur auðum höndum setið um ævidaga, Kristján Tryggvason á Akureyri iðjar enn af ærnum þrótti, þó 77 ára sé. Kristján varð fyrir slysi fjórtán ára gamall og hefur frá þeim atburði alblindur verið. Þá var Blindravinafélagið blessunarlega komið til sögunnar og fyrir milligöngu þess lærði Kristján burstagerð, sömuleiðis smávegis í trésmíði og bólstrun. Sá lær- dómur hefur honum sannarlega að gangi komið. Kristján opnaði vinnustofu sína á Akureyri árið 1944 og hóf þá framleiðslu á því sem hann hafði lært til. Til þess var tekið hversu vandað handbragð hans var og vörur hans enda eftirsóttar. Á síðustu árum hefur Kristján farið út í framleiðslu á spring- dýnum. Honum þykir sem sú vinna henti sér einkar vel og eins og áður er aðeins framleidd úrvalsvara að dómi þeirra er þekkja til og þykja hafa á góða þekkingu. Kristján er ekkert á því að setjast í helgan stein og heldur ótrauður áfram iðju sinni. Ljóslifandi dæmi um það hve einbeittur vilji til verka góðra getur miklu áorkað. Að vopni hefur viljans afl sem verkagleði eflir. lyndisglaður lífsins tafl leikandi hann teflir

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.