Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 56

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 56
Með viljans afl að vopni Aö þessu sinni er baksíða Fréttabréfsins helguð öldruðum einstaklingi, alblindum, sem ekki hefur auðum höndum setið um ævidaga, Kristján Tryggvason á Akureyri iðjar enn af ærnum þrótti, þó 77 ára sé. Kristján varð fyrir slysi fjórtán ára gamall og hefur frá þeim atburði alblindur verið. Þá var Blindravinafélagið blessunarlega komið til sögunnar og fyrir milligöngu þess lærði Kristján burstagerð, sömuleiðis smávegis í trésmíði og bólstrun. Sá lær- dómur hefur honum sannarlega að gangi komið. Kristján opnaði vinnustofu sína á Akureyri árið 1944 og hóf þá framleiðslu á því sem hann hafði lært til. Til þess var tekið hversu vandað handbragð hans var og vörur hans enda eftirsóttar. Á síðustu árum hefur Kristján farið út í framleiðslu á spring- dýnum. Honum þykir sem sú vinna henti sér einkar vel og eins og áður er aðeins framleidd úrvalsvara að dómi þeirra er þekkja til og þykja hafa á góða þekkingu. Kristján er ekkert á því að setjast í helgan stein og heldur ótrauður áfram iðju sinni. Ljóslifandi dæmi um það hve einbeittur vilji til verka góðra getur miklu áorkað. Að vopni hefur viljans afl sem verkagleði eflir. lyndisglaður lífsins tafl leikandi hann teflir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.