Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 3
Garðar Sverrisson formaður ÖBI: PLÆGJUM AKURINN BETUR Snemma á síðasta ári hófst innan ÖBÍ talsverð umræða um nauðsyn þess að koma málefnum öryrkja ofar á dagskrá þjóðmálaumræð- unnar. í því skyni var m.a. lagt til að auk hefð- bundinnar kjara- baráttu reyndum við að ná eyrum fólks með vísan til mannréttinda, einkum réttar hvers einstakl- ings til fullrar þátttöku í samfélaginu. Að undangenginni nauðsynlegri og afar gagnlegri umræðu varð samstaða um að gera nokkurt átak til að freista þess að ná betur eyrum þings og þjóðar, ekki síst með tilliti til þess að lítil umræða hafði verið um okkar mál og framundan þingkosningar þar sem umræðan um Evrópumál, kvóta og gagnagrunn virtist ætla að ryðja öllu öðru til hliðar. Margþætt samvinna Frá upphafi formannstíðar Hauks Þórðarsonar, haustið 1997, var spurn- ingin ekki hvort heldur einungis hvernig heppilegast væri að standa að verki svo mestur árangur mætti nást. Ræddar voru þær leiðir sem okkur virtust tiltækar og má segja að flestar hafi þær verið farnar, þótt í mismik- lum mæli hafi verið. Miklu skiptu þær undirtektir sem við fengum hjá kirkjunnar mönnum og sá áhugi sem ijölmiðlar virtust hafa á málstað okkar. Þá var mikils um verður sá skilningur sem vaxandi hópur þing- manna sýndi málaleitan okkar, að ógleymdum nýjum forystumönnum eldri borgara sem tóku óhikað undir með okkur. í grasrótinni tókst náin og góð samvinna við sjálfstæðan átaks- hóp öryrkja sem gekk rösklega fram í hvert sinn sem gripið var til skyndi- aðgerða, hvort heldur það var framan við Alþingis-húsið eða flokksþing stjórnmálaflokkanna. Þá er óhjá- kvæmilegt að nefna hve mikils virði það hefur verið að geta á degi hverj- um leitað til framkvæmdastjóra með reynslu og þekkingu Helga Seljan, njóta ráðgjafar hans og atbeina í þeirri baráttu sem við höfum háð. Mikilvægt veganesti Þótt nokkrar réttarbætur og leiðrétt- ingar hafi vissulega náðst fram á þessu ári er alls ekki tímabært að draga þá ályktun að marktæk sinna- skipti hafi orðið í hugum ráða- manna, og nægir þar að vísa til ijár- lagafrumvarps fyrir árið 2000 þar sem ekki aðeins er gert ráð fyrir að lifeyrir dragist enn frekar aftur úr launaþróun heldur einnig að skatt- leysismörk verði, eina ferðina enn, lækkuð að raungildi. Á hitt ber að líta að ekki er heldur tímabært að meta til fulls þau áhrif sem Öryrkjabandalag- ið hafði með margþættu áróðursstarfi á liðnum vetri. Svo mikið er þó víst að sú athygli sem bandalaginu tókst að vekja á kjörum öryrkja nægði a.m.k. til að gera málefni okkar að einu af helstu umræðuefnum þjóð- arinnar þegar nær dró kosningum. Er líða tók á veturinn var einnig áberan- di að margir öryrkjar, sem áður höfðu haldið sig til hlés, virtust eiga auð- veldara með að kveðja sér hljóðs á opinberum vettvangi, lýsa högum sínum og fara kinnroðalaust fram á þann rétt sem þeim ber vegna fötl- unar sinnar. Þegar til lengri tíma er litið er ekki fráleitt að ætla að þessi vitundarvakning meðal öryrkja sjálfra eigi eftir að reynast okkur drýgra veganesti en þau áhrif sem við kunnum að liafa haft á viðhorf þeirra einstaklinga sem kjörnir voru til setu á Alþingi Tengsl viðhorfa og lífeyris Hefð er fyrir því hérlendis sem erlendis að gefa nýjum ríkisstjórnum næði á meðan þær eru að ráða ráðum sínum og leggja línur. I hönd fer nýtt kjörtímabil þar sem sömu aðilar fara fyrir þingmeirihluta og bera ábyrgð á framkvæmdarvaldinu, aðilar sem lýst hafa yfir nauðsyn þess að rétta hlut öryrkja og í því skyni heitið enn einni endurskoðuninni á hinum svokölluðu almannatryggingum. Mikilvægt er að í þetta sinn verði hægt að treysta því að hugur fylgi máli og ætlunin sé í raun og veru að láta öryrkja njóta sanngjarnrar hlutdeildar í sameigin- legum þjóðarauði og komast að ein- hverri niðurstöðu þar um áður en þing verður sent heim í vor. Við þess- ar aðstæður kann að vera hyggilegt að nýta kraftana um stund meira inn á við og virkja aðildarfélögin betur í þeirri hugmyndavinnu sem lifandi samtök geta illa verið án, vega nú og meta vígstöðuna og gera okkur starfsáætlun til næstu missera eins og fyrrverandi formaður hvetur til í síð- asta Fréttabréfi ÖBI. I þeirri vinnu er mikilvægt að íhuga samband lágra bóta og viðhorfa fólks til fötlunar, ekki aðeins viðhorfa hinna ófötluðu heldur einnig og ekki síður viðhorfa okkar sjálfra. Viðhorfavinna Verði niðurstaða okkar sú að nei- kvæð viðhorf til fatlaðra séu hindrun í vegi réttarbóta er umhugsunarvert hvort ekki er nauðsyn að hrinda af stað víðtækri og opinskárri umræðu, gjarnan í samvinnu við ráðherra menntamála, um þau viðhorf sem við viljum uppræta. Meðal þess sem þá lægi beint við væri að undirbúa kynn- ingu á Grundvallarreglum Samein- uðu þjóðanna um málefni fatlaðra og tengja hana þeim lífs- og samfélags- viðhorfum sem að baki búa, viðhorf- um sem eru ekki aðeins órjúfanlega tengd skilgreiningu okkar á mann- réttindum heldur liggja þar beinlínis til grundvallar, viðhorfum sem brýnt er að verði þungamiðjan í þeirri lífs- leikni sem yfirvöld menntamála hafa nú loksins gert æsku landsins að nema. Með vel undirbúnu og sam- stilltu átaki ættum við að vera þess megnug að auka til muna almenna virðingu fyrir fötluðum og plægja þannig akurinn í baráttunni fyrir því að á íslandi geti orðið til samfélag þar sem einstaklingum verður ekki framar ýtt til hliðar vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. Garðar Sverrisson Garðar Sverrisson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.