Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 29
Form handriðs verður að falla vel að gripi handarinnar. sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihaml- aða. Framvísa þarf læknisvottorði með umsókn um P-merki. Starfsmenn Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími 552-9133, mæla með eða hafna umsókn. Hægt er að fá sérstaklega merkt stæði við heimili eða vinnustað. Lögreglustjóri gefur út P-merkið. (Æskilegt er að P-merkið verði látið gilda um allt land en ekki aðeins í umdæmi viðkomandi lögreglustjóra sem undirritar það.) Ur bókinni Aðgengi fyrir alla: Bls. 137 Bílastæði 3,5: Sjá mynd. Forvarnir fréttum og blaðagreinum undan- farið hefur verið mikið fjallað um beinþynningu. Fram hefur komið að önnur hver kona sem komin er yfir fimmtugt er í mikilli hættu vegna beinbrots af hennar völdum. Karlar eru einnig í hættu vegna beinþynn- ingar þótt í minna mæli sé. Fyrir nokkrum árum hlaut áttræð kona mjaðmargrindarbrot við það að detta í tveimur tröppum, sem hún hafði hlaupið upp og niður um þrjátíu ára skeið. Brotið kostaði heilbrigðis- kerfið 1.500.000,- kr. og eru þá þján- ingar konunnar ekki verðlagðar. Eftir slysið var farið að skoða tröppurnar og huga að forvörnum. Sett var upp handfang sem kostaði 4.250,- kr., sem hefði getað komið í veg fyrir umrætt slys. Eg skora á almenning að gera nú átak í forvörnum og setja upp handrið eða handföng þar sem það á við. Talað er um að brot vegna beinþynn- ingar verði mikið heilbrigðisvanda- mál á næstu öld. Ur bókinni Aðgengi fyrir alla Bls. 121 Tröppur og skábrautir 3.3 Sjá mynd hér að ofan. Vigfús Gunnarsson Glímir barnið við... Hingað barst á haustdögum glöggur og greinargóður fræðslubæklingur frá Foreldrafélagi misþroska barna. Fyrirsögnin er: Glímir barnið við... athyglisbrest og einbeitingarörðug- leika, ofvirkni, hvatvísi, eirðarleysi, vanvirkni, skyntruflanir, hreyfiörðug- leika, málþroskatruflanir, námsörðug- leika, hegðunartruflanir? Sagt er að misþroski sé ekki grein- ingarviðmið heldur samheiti yfir ýmis þroskavandamál sem geta til dæmis birst sem ofantalin vandamál. Hvað er misþroski er spurt og meðal svara er að um dulda fötlun sé að ræða. Tíðni er sögð nálægt 5%um barna með þessi vandamál og þar af Glímir barnið við... * athyglisbrest og einbeitingarörðugleika * ofvirkni * hvatvísi * éirðarleysi \ * vanvirkni * skyntruflanir * hreyfiörðugleika * málþroskatruflanir * námsörðugleika ’* hegðunartruflanir? Foreldrafélag misþroska barna 1999 Forsíðan. 1% með alvarleg. Hvað veldur mis- þroska er svo spurt: truflanir og/eða vanþroski í miðtaugakerfi, stundum rakið til alvarlegra sjúkdóma eða skaðlegra áhrifa við meðgöngu. Því er ekki um að kenna uppeldi barna eða starfsáætlunum i skólum eða leikskólum. Síðan er svarað spum- ingunni um hvernig vandi misþroska barna lýsir sér í einbeitingarörðug- leikum, hreyfiörðugleikum og í svefntruflunum. Fjallað er um fullorðinsárin og síðan er á glöggan hátt leitast við að svara spurningunni: Hvað er til ráða? og svo: Hvert er hægt að leita? í lokin er svo fjallað um Foreldra- félag misþroska barna. Um fræðsluefnið sáu: Matthías Kristiansen, Málfríður Lorange og Olga Björg Jónsdóttir. Skrifstofa félagsins er opin virka daga frá kl. 14-16 að Laugavegi 178. Félaginu er sannur sómi að þessu frjóa fræðsluefni. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.