Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 40
Jens ívar Albertsson og Árni Salomonsson: NÁMSKEIÐ Á N ORÐUR-Í RL ANDI Sjálfsbjörg landssamband fatl- aðra fór af stað fyrir þremur árum með átak fyrir hreyfi- hamlaða unglinga á aldrinum 13-16 ára. Markmiðið með þessu átaki var að rjúfa félagslega einangrun ungl- inganna, að þeir kynntust og ynnu saman að ýmsum málum er varða þá sérstaklega. Eins og áður sagði, veitir Sjálfs- björg, lsf. þessu átaki fyrir ungl- ingana forstöðu og býður upp á aðstöðu í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Þeir sem hafa komið að undir- búningi mála eru: Ungmennahreyfing Rauða kross íslands, hér eftir kallað URKÍ og Ungmennahreyfing Sjálfsbjargar lands- sambands fatlaðra, hér eftir kallað Ný-ung. I undirbúningsvinn- unni var talið mjög mikilvægt að efla fé- lagslegt frumkvæði unglinganna. Því var lögð áhersla á að starfið yrði nokkuð frjálst og unglingarnir hefðu svigrúm til að ákveða sjálfir hvað þeir vilja gera sér til skemmtunar og fróðleiks. Unglingarnir leggja sjálfir drög að starfinu. Leiðbeinendur í þessu starfi koma frá URKÍ og Ný-ung. Tveimur leiðbeinendum bauðst að fara á námskeið á Norður írlandi á vegum Mobility International. Fyrir valinu urðu Jens ívar Albertsson frá URKI og Árni Salomonsson frá Ný- ung. Þetta námskeið var í tveimur áföngum, annar var haldinn vikuna 20.-27. febrúar og sá seinni 26. júní - 3. júlí á þessu ári. Yfirskriftin var, “Leadership training in intergrated youth work” sem útleggst á góðri íslensku sem “Leiðbeinendaþjálfun í blönduðu unglingastarfi.” Með blönduðu unglingastarfi er átt við að unglingarnir komi frá ólíkum stöðum þjóðfélagsins, svo sem fatlaðir, ófatl- aðir, “litaðir”, kaþólikkar, mótmæl- endur og svo framvegis. Ferðasagan í hnotskurn Þegar ferðalangarnir litu út um gluggann um morguninn á brott- farardegi 20.febrúar, fyrr á þessu ári, leist þeim ekki á blikuna. Úti var mikill skafrenningur, dæmigert íslenskt ferðaveður. Létu þeir það ekkert á sig fá og “börðust” út á flugvöll. Eftir það gekk ferðin eins og í sögu og sannaðist þar máltækið: Fall er fararheill. Á flugvellinum í Belfast fengum við höfðinglegar móttökur og vorum keyrðir á námskeiðsstað, nánar tiltek- ið Balinrahn sem er tveggja tíma akstur suður af höfuðborg N-írlands. Með á námskeiðinu var fríður mann- skapur frá ýmsum löndum svo sem írlandi, Finnlandi, Belgíu, Sviþjóð og Hvíta-Rússlandi. Það var stíf dagskrá fyrri vikuna, námskeið, fyrirlestrar, skoðunarferðir o.fl. Það sem stóð upp úr var ein skoðunarferð sem var farin í “Flemming Fulton Youth club." Þarna sáum við félagsmiðstöð, sem byggir starfsemi sína á “samblönd- un” fatlaðra og ófatlaðra. Hugmynd þeirra Norður-íra er sú og kannski ekki ný af nálinni að þessir hópar sem hafa sínar mismunandi þarfir geti unnið saman í leik og starfi. Það var eiginlega undarlegt að finna þvílíka sameiningu sem þessa, þar sem allir sýndust jafnir hjá þjóð þar sem hérumbil allir íbúar landsins þekkja einhvern, sem hefur verið drepinn eða lim- lestur í sorglegum þjóðernisdeilum. Annað sem okkur fannst standa upp úr, var einn eftir- miðdagur, sem var helgaður “vanda- málalausnum”, þ.e.a.s. hópnum var skipt í ijóra minni hópa sem fengu í hendur ímynduð en raunhæf vandamál sem þeim var ætlað að leysa. Það er að segja mál sem hafa komið upp hjá þeim þarna úti og geta hvenær sem er skotið upp kollinum hjá okkur, það er að segja okkar starfi. Tengdust þessi vandamál eiturlyfjum, kynferðis- málum og fleira. Hóparnir komu svo aftur saman og ræddu um hvernig þeir skyldu leysa vandamálin. Það var hægara sagt en gert, þar sem þjóðfélagsaðstæður í sumum löndum voru mjög svo ólíkar og ekki hægt að leysa málin á einn hátt, þeirra vegna. Heimavinnan Eitt verkefni námskeiðsins var að vinna heimaverkefni, sem varð að gerast á milli áfanga og hafa í heiðri Árni í góðra vina hópi. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.