Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 13
þessu næst um atvinnuleit heyrn-
arlausra.
Hún kvað það eitt helsta baráttumál
félagsins að vinna gegn atvinnuleysi
félagsmanna.
Ráðinn var starfsmaður í fullu
stöðugildi til atvinnuverkefnis, er
tengiliður heyrnarlausa starfs-
mannsins og atvinnurekandans,
nefndur fræðslufulltrúi. Hann kemur
á fræðslufundum í viðkomandi
fyrirtæki, kennslu í táknmáli og sam-
skiptum við heyrnarlausa. Fyrst er
atvinnuleitin sem þarf að vera
vönduð, kynna vel alla þætti svo
báðir viti af hinum. 28 hafa leitað til
fræðslufulltrúans um aðstoð við
atvinnuleit. 25 fengið atvinnu og allir
í vinnu í dag. Eftirfylgni m.a. með
heimsóknum á vinnustað.
Atvinnuþátttaka kallaði á aukinn
áhuga fyrir menntun. Og Hafdís
sagði: “Síðast en ekki síst eykur það
sjálfstraust og vellíðan að fara á
endurmenntunarnámskeið, sérstak-
lega hjá þeim sem ekki hafa stundað
nám í mörg ár.”
Þá var komið að Omari Stef-
ánssyni framkvæmdastjóra
Blindravinnustofunnar sem nefndi
sitt erindi: Blindravinnustofan -
vemduð vinna - almenn störf.
Ómar rakti tildrögin að stofnun
Blindravinnustofunnar, því frum-
kvöðulsstarfi sem innt var af hendi.
Nú starfa 20 fatlaðir einstaklingar á
vinnustofunni. Styrkur frá ríki nemur
nú um 6% af veltu Blindrafélagsins.
Ómar velti upp spurningunni, hvort
Blindravinnustofan væri verndaður
vinnustaður eða almennur.
Niðurstaða hans var sú að hún væri
blendingur af þrennu: almennum
vinnustað, vernduðum vinnustað og
starfsþj álfunarstað.
Meginhlutverkið að gefa blindum
og sjónskertum kost á vinnu við hæfi.
Minnti sérstaklega á þann hóp sem
óraunhæft væri að ætla að gæti keppt
um störf á vinnumarkaði, til þeirra
þyrfti sérstaklega að líta.
Hugrún Jóhannesdóttir forstöðu-
maður Iðjubergs kynnti því næst
úrræðið: Atvinna með stuðningi.
Hugrún er í nefnd til undirbúnings
og skipulagningar þessa og hefur
nefndin m.a. staðið fyrir vel heppn-
uðu námskeiði. Hugmyndin er frá
Bandaríkjunum og hefur nýst mörg-
um fleiri en fötluðum.
Hlustað grannt á góðar framsöguræður.
Menn setja fram óskir sínar og svo
er reynt að finna starf. Lykilorðið er
nákvæmni og nauðsyn eftirfylgni
afar mikil. Liðveitendur eru tengi-
liðir milli atvinnurekenda og starfs-
fólks. Mið er tekið af hagsmunum
fatlaðra, þörfum samfélagsins og
þjónustu við atvinnulífið. Auðvelt að
tengja þetta kerfi við önnur kerfi s.s.
mennta- heilbrigðis- o.s.frv. Besti
kosturinn fyrir ákveðinn hóp.
Kristján Valdimarsson forstöðu-
maður Örva talaði þessu næst
um starfsþjálfun og starfsendurhæf-
ingu.
Grundvallaratriði: Hætta að ræða
um fötlun, í staðinn að tala um
hæfileika og getu, hætta að tala um
verndaða vinnustaði; ekki alhæfa um
vinnustaði fatlaðra; þetta eru at-
vinnumál en ekki félagsmál. Kristján
fór svo yfir hlutverk, stefnu og starfs-
hætti Örva. Starfað frá 1984, að jafn-
aði eru þar 35-40 fatlaðir einstakl-
ingar í starfsprófun, tímabundinni
starfsþjálfun eða varanlegri vinnu.
Kristján rakti helstu verkefni og fór
yfir ferlið frá umsókn til útskriftar.
Minnti einnig á atvinnuleit og
eftirfylgd. 55 einstaklingar lokið
þjálfun og fengið störf á alm. vinnu-
markaði, 25 farið á aðra vinnustaði
fatlaðra eða í skóla. Sem dæmi hafa
10 útskrifast í ár. Kristján ræddi svo
um framtíðina og sagði í lokin: Hvað
vinnustaði fatlaðra áhrærir er verk-
efnið að bæta þá og starfsskilyrði
þeirra. Beita þarf öllum ráðum svo
fatlaðir hasli sér völl í enn ríkari mæli
á almennum vinnumarkaði. Örvi er
vænlegur kostur að því marki.
Guðrún Hannesdóttir forstöðu-
maður Hringsjár var svo næstsíðust á
mælendaskrá.
Hringsjá er það vel kynnt hér að
óþarfi mun að rekja erindi hennar
náið, svo góð kynning sem þarna var
þó á ferð. Guðrún fór m.a. yfir náms-
markmið og almenn markmið
Hringsjár, dagskrá og viðfangsefni,
útskrift og árangur. 212 lokið a.m.k.
einni önn, 153 þar af lokið öllum
þrem önnunum, tæp 70% útskrifaðra
í vinnu eða námi. Guðrún minnti
einnig á námskeiðin - þrenns konar:
grunnnámskeið í tölvu, tölvu- og
bókhaldsnámskeið og atvinnuleit-
arnámskeið. Rakti samstarfið við
ýmsa mikilvæga aðila. Af nem-
endum eru 27% geðsjúkir, 16.5%
gigtar- og baksjúklingar, 14%
spastískir eða með helftarlömun
o.s.frv. Af áðurnefndum 212 eru 114
karlar og 98 konur.
Síðastur var svo Einar Andrésson
skrifstofumaður en erindi hans
hér birt. Að loknum framsögum voru
frjálsar umræður og tóku nokkrir til
máls og lýstu mikilli ánægju með
ágæta ráðstefnu. Það var svo Þor-
steinn Jóhannsson framkvæmdastjóri
Vinnustaða ÖBI sem dró saman í
stuttu en skýru máli höfuðatriði í
máli manna og lagði um leið nokkuð
út af þeim.
Ráðstefnunni lauk svo alveg um
kl.17 s.s. ráð hafði verið fyrir gjört.
Sérstöku lofsorði var lokið á starf
Guðríðar Ólafsdóttur að ráðstefnu-
undirbúningnum.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
13