Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 36
Hannes Helgason fv. form. ÖBÍ: DRAUGURINN í HVÍTÁRNESI Haustið 1968 fórum við félag- arnir: Hannes Helgason, Hallvarður Guðlaugsson og Magnús Guðlaugsson í boði Þor- steins Sigurfinns- sonar húsasmíða- meistara að Hvít- árvatni austan Langjökuls. Tilefni ferðar- innar var lok byggingar á veg- um Þorsteins. Þetta átti að vera landskoðun og skemmtiferð, sem og varð að mestu leyti. Þorsteinn ók bíl sínum, sem var af amerískri gerð og var mjög sterk- byggður enda voru vegir ekki upp á hið besta í þá tíð. Ferðin gekk áfallalaust þar til við vorum staddir á Bláfellshálsi, þá var farið að sjóða á bílnum sem kallað er og við athugun kom í ljós, að gat var á vatnskassa. Nú voru góð ráð dýr, ekki hafði verið gert ráð fyrir svona bilun, umferð var engin svo við vissum, því engum höfðum við mætt frá því við fórum úr byggð. Það kom í minn hlut að hreinsa frá lekastaðnum á vatns- kassanum og sá ég að göt voru á tveimur mjóum pípum, sjálfsagt eftir grjótkast. Við fengum okkur kaffi og brauð meðan málin voru rædd. Þá veiti ég því athygli að Magnús var að borða seytt rúgbrauð og bið ég hann um hálfa sneið, hreinsa af henni álegg og smjör, síðan sting ég sneiðinni upp í mig og tygg um stund. Því næst grúfi ég mig yfir vatnskassann og tek rúgbrauðsklessuna og þrýsti henni í lekastaðina og kringum þá. Vatns- kassinn var enn heitur og harðnaði brauðið fljótlega, síðan var vatni bætt á kassann og dugði þessi viðgerð í nokkra mánuði að sögn Þorsteins. Nú var ekki til setunnar boðið og var haldið í Hvítárnes. Þar var og er skáli Ferðafélags íslands og höfðum við ákveðið að gista þar eina nótt. Þegar að skálanum var komið rákum við augun í tvö reiðhjól okkur til furðu og reyndust eigendur þeirra vera tveir Þjóðverjar um þrítugsaldur og voru þeir að elda sér einhvers- konar graut, sem þeir svo snæddu með þurru brauði. Við reyndum að ræða við þá, en gekk ekki vel þar sem enginn talaði þýsku og þeir lítið í ensku. r Iskálanum voru tvö herbergi og höfðu þeir þýsku yfirtekið annað þeirra, svo við fluttum okkar hafur- task í hitt herbergið, sem hafði glugga er sneri í suðaustur. I her- berginu voru kojur og tvö fleti sitt hvoru megin við gluggann og lítið borð á milli þeirra. Hallvarður og Magnús völdu sér sína koju hvor en Þorsteinn fletið vinstra megin við gluggann og ég hægra megin. Settumst við nú að snæðingi og höfðum hraðann á því farið var að rökkva, en gönguferð var á áætlun það kvöld. í gönguna fórum við norður með Hvítárvatni og var það ógleymanleg ferð í kvöldkyrrðinni, en er við hugðumst snúa til baka heyrðust drunur miklar og brak frá jöklinum, þar sem hann gengur út í vatnið og þótti okkur verst að sjá það ekki í björtu, þegar feiknastór ís- stykki brotnuðu frá jökulstálinu og lentu í vatni með miklum dynkjum og gusugangi, en hálf draugalegt var þetta, svona í hálfrökkrinu. Heim var nú haldið í skálann og er þangað kom settumst við að snæðingi við kertaljós því myrkur var skollið á. Við sátum á fletunum sitt hvoru megin við litla borðið. Kaffi höfðum við á brúsum til drykkjar eftir matinn og Þorsteinn dró upp koníaksfleyg sem hann skenkti bróðurlega út í kaffið og lifnuðu sam- ræður eðlilega við það. En er búið var úr pelanum, þá drógu þeir bræðurnir Hallvarður og Magnús úr pússi sínu harðfisk, hákarl og brenni- vínsflösku okkur Þorsteini algerlega á óvart, enda eru þeir bræður Hornstrandamenn frá Hlöðuvík. Þar sem svo mikið var til af þessu hnossgæti datt okkur í hug að bjóða þeim þýsku til veislu og þáðu þeir boðið og komu yfir í herbergi okkar, en undarlegur svipur varð á þeim er þeir höfðu sest og litið kræsingarnar augum, þó álít ég að lyktin hafi vald- ið þar mestu um. Samræður urðu hinar fjörugustu og rétt fyrir miðnætti gengu allir til hvílu og sofnuðu skjótt í svefnpokum sín- um. Ekki veit ég hvað klukkan var, þegar ég rumska við það, að gripið er kröftuglega um fótleggi mína fyrir ofan ökkla og ég heyri kvenrödd segja: “Hver á allar þessar lappir?” og um leið er snúið harka- lega upp á fætur mína, svo ég snýst fram úr fletinu og niður á gólf. I fallinu rakst ég á borðfæturna og varð af þó nokkur hávaði vegna áhalda sem á borðinu voru. Ég lenti á ann- arri öxlinni á gólfið og byrjaði strax að reyna að opna svefnpoka minn og hafði ekki tekist það, þegar borðið veltist yfir mig og allt sem á því var hentist upp í flet mitt. Skýringin á þessu var sú, að Þorsteini var snúið fram úr fleti sínu á svipaðan hátt og mér og lenti hann hinum megin við borðið með þessum afleiðingum, svo af varð hinn mesti hávaði. Þeir bræður, sem í kojunum voru, vöknuðu auðvitað við lætin og spurðu hvern andskotann við værum að gera og hvort við værum að slást, en það var nú síður en svo. Þorsteini tókst fljótt að koma sér úr poka sínum og ná í vasaljós sem var í fleti hans og kveikja á því. Þá lá borðið á hliðinni ofan á mér og reisti Þorsteinn það upp, komst ég fljótlega Hannes Helgason 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.