Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 20
BERGMAL - VINA- OG LÍKNARFÉLAG r vordegi 1998 var hringt í undirritaðan og hann beðinn ásamt félaga sínum, Sigurði Jónssyni tannlækni og píanóleikara að sjá af einni kvöldstund austur á Sólheimum í Grímsnesi þar sem Bergmál væri með orlofsviku. Sá sem hringt var í er vanari að segja já en nei við svona beiðnum og við félagarnir fórum svo síðar austur þan- gað, að vísu á vitlausum degi, en ánægjuleg með afbrigðum var heim- sóknin og sl. vor var svo farið aftur austur í Sólheima. Andinn í þessum glaða hóp var einstak- lega góður og átti það jafnt við um orlofs- vikugesti sem þá ótöldu sjálfboðaliða sem hér að vinna. Þarna voru í bæði skiptin Qölmargir félagar í aðildar- félögum Öryrkja- bandalagsins, enda tekið fagnandi á móti fólki sem einhver fötlun hrjáir eða hamlar. Við kom- umst að því að bæði árin voru tvær svona vikur, hin vikan helguð krabbameins- sjúkum enda slíkir upphaflegir gestir orlofsvikna. Margt er sem betur fer mært að verðleikum í okkar samfélagi, en sjal- dan höfum við kynnst einlægara þakklæti og meiri gleði en í heim- sóknunum til þeirra í Bergmáli. A alþjóðlegum alzheimerdegi sem frá er greint annars staðar í blaðinu flutti svo formaður Bergmáls Kolbrún Karlsdóttir, erindi ágætt um félags- skapinn og starfið og okkur þótti tilvalið að fá hana Kolbrúnu í viðtal um tilurð Bergmáls, sem við heyrð- um að átti sitt óvanalega upphaf en ágæta um leið. Það kom enda í Ijós hve margt okkar fólk hafði gestrisni þeirra Bergmáls- félaga notið, þar höfðu átt hina bestu og skemmtilegustu dvöl: heilaskað- aðir, alzheimersjúkir, sykursjúkir, hjartasjúklingar, nýrnasjúklingar, MS sjúklingar, Parkinson sjúklingar, flogaveikir, blindir og er þá ekki allt upptalið. r Idag er því miður ekki algengt að fólk leggi á sig ómælda fyrirhöfn í annarra þágu svo létta megi sam- ferðafólkinu lífsgönguna, en það gjörir Bergmál svo sannarlega. Bergmál nýtur engra opinberra styrkja til sins gjöfula starfs og kostnaðarsama um leið. Þar leggja margir fram mikið, bæði í vinnu og fjármunum og svo hefur mikill fjöldi utanaðkomandi lagt þeim lið sitt svo allt hefúr blessast “með Guðs hjálp” eins og Bergmálsfólk orðar það. Hún Kolbrún Karlsdóttir sem að öllum öðrum ólöstuðum hefur unnið félaginu með afbrigðum tók því vel að tæpt yrði á nokkrum atriðum varðandi bæði tilurð og starf. Það kemur ritstjóra ekki á óvart þó sá ágæti maður Jón Hjörleifur Jónsson sé örlagavaldur í þessu efni. Hann var söngkennari og kórstjóri skólakórsins í Hlíðardalsskóla á sinni tíð og kórfélagar frá 1958-1959 komu saman og sungu undir stjóm Jóns Hjörleifs árið 1989 heima í stofunni hennar Kolbrúnar, 42 fögnuðu tíma- mótunum á þann hátt. Jón Hjörleifur slasaðist nokkru síðar og í framhaldi af “upprisu- hátíðinni” Jóni Hjörleifi til heiðurs var svo ákveðið að stofna félagið Bergmál sem til varð í október 1992. 24 stofnfélagar og þau Kolbrún, Karl Vignir Þorsteinsson og Ólafúr Ólafs- son kosin í stjórn. Fóru þau fljótlega að sinna eldra fólki og öðrum ein- mana og fara í ferðir, gefa út söng- bækur o.s.frv. Ólafur lést svo af krabbameini langt um aldur fram og í síðustu dagbókar- blöðum hans var þetta um Bergmál: “Lofið Bergmálinu að lifa, það er alltaf þörf fyrir kær- leikann”. Og svo fór boltinn af stað. Tæplega 20 félagar með tvær hendur tómar ákváðu að halda orlofsviku fyrir krabbameinssjúka í Hlíðardalsskóla og með elju, dugnaði og góðri hjálp að ofan var fyrsta orlofsvikan staðreynd í ágúst 1995 með 43 þátttak- endum. Alls urðu svo orlofsvikurnar 5 á þrem sumrum í Hlíðardalsskóla og heppnuðust mjög vel og var fagnað vel af þeim sem nutu. En svo var Hlíðardalsskóli leigður út og þá var Bergmál húsnæðislaust fyrir sína þörfu og góðu starfsemi. Þá var það sem blindur vinur Bergmáls benti á Sólheima og í tvö ár nú hafa verið haldnar austur þar fjórar orlofsvikur. Ritstjóri veit vel hversu fórnfúst og gefandi starf Bergmáls er, hversu mikið er af mörgum af mörkum lagt. Dugnaður við fjáröílun er einn þátt- Kolbrún Karlsdóttir 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.