Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 53
AF STJÓRNARVETTVANGI Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands 30. sept. sl. og hófst kl. 16.45 í fundarsal að Hátúni 10. Mættir voru fulltrúar 23ja félaga. Formaður, Haukur Þórðarson, setti fund og stjórnaði honum. Bar fundargjörð síðasta stjórnarfundar upp og var hún samþykkt athugasemdalaust. 1. Yfirlit formanns Haukur greindi frá kynningu Tryggingastofnunar ríkisins við full- trúa ÖBÍ um nýtt ferli við gerð örorkumats. Skýrði það nánar, kvað meira öryggi í því fólgið og ætti að leiða til markvissari vinnubragða. Aður hefur verið frá þessu greint í Fréttabréfinu. Ræddi því næst um Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra. Nýjar starfs- reglur fyrir Hringsjá staðfestar af framkvæmdastjórn þann sama dag. Byggt er á þjónustusamningum við félagsmálaráðuneyti og Trygginga- stofnun ríkisins en rekstrarleg ábyrgð Hringsjár er Öryrkjabandalagsins. Minnti á að færri kæmust að en vildu. Haukur gat einnig um flutning Tölvumiðstöðvar fatlaðra yfir í Hátún 10 b, á 9.hæð. Haukur gat um samþykkt borg- arstjóra um frían aðgang að Fjöl- skyldu- og húsdýragarði fyrir öryrkja. Sömuleiðis væri vel á vegi lækkuð gjaldskylda öryrkja fyrir vegabréf til samræmis við ellilíf- eyrisþega. Haukur ræddi mál Vinnustaða ÖBI en rekstur þeirra gengið einkar vel á árinu og staða þeirra lagast mjög verulega. 2. Aðalfundur og ráðstefna Helgi Seljan kynnti helstu atriðin á væntanlegri atvinnumálaráðstefnu svo og ræddi hann dagskrá aðalfund- ar. Afbrigða þurfti að leita vegna fundartímans 6. nóv. þar sem lög segja til um aðalfund í október og voru afbrigðin samþykkt af öllurn. Arnór Pétursson minnti á brýna nauðsyn þess að halda ráðstefnu um húsnæðismál þar sem nú ríkti neyð- arástand á húsnæðismarkaði. Gísli Helgason vildi að á at- vinnumálaráðstefnu væri framsaga um það hversu mönnum liði við að fatlast og vera þannig slegnir út gagn- vart fyrri störfum. Minnt á að endur- hæfing ásamt menntun skiluðu mestu í þá veru að fólk næði út á nýjan leik. Samþykkt var að frá og með næsta framkvæmdastjórnarfundi skyldu fundargerðir framkvæmdastjórnar sendar stjórnarmönnum. Haukur greindi frá því að fram- kvæmdastjórn myndi um miðjan október skipa uppstillinganefnd fyrir framkvæmdastjórnarkjör á aðalfundi. 3. Frumvarp um félagsþjónustu Helgi sem sæti á í laganefnd fé- lagsmálaráðuneytis greindi frá stöðu mála, nefndarskipan og nefnd- arstarfi. Kvað íjármögnunarþáttinn að mestu óunninn enn á sama tíma og laganefnd væri að verða tilbúin með fullbúið frumvarp. Erfitt væri að meta mál heildstætt út frá þessari óvissu. Helgi skýrði hlutverk laga- nefndar: að semja ný lög um félags- þjónustu og fella lög um málefni fatl- aðra þar inn í, lög sem mundu falla úr gildi við gildistöku nýrra félags- þjónustulaga. Helgi rakti svo i stuttu máli markmið frumvarpsins, þjón- ustuþætti, grundvallarreglur við fram- kværnd, húsnæðisákvæði, ákvæði um ferða-þjónustu, tómstundastarf o.fl. Helgi rakti einnig fyrirvara sína við afgreiðslu frumvarpsins; áskilur bandalagi og félögum allan rétt til athugasemda og breytingartillagna á vinnslustigi frumvarps á Alþingi svo og fyrirvara um náms- og tækja- styrki, aðgengismál, atvinnumál, Hringsjá o.fl. m.a. ljármögnunarþátt- inn. Nokkrar umræður urðu en reikn- að með nánari kynningu á aðalfundi. 4. Önnur mál a) Þórir Þorvarðarson stjórnar- maður ÖBÍ hjá íslenskri getspá greindi frá stöðunni þar, fram- kvæmdastjóraskiptum og ýmsu sem unnið er að um þessar mundir. Samdráttur í laugardagslottóinu, áþekkt í víkingalottói, jókerinn skilað ríflega því sem vænst var. b) Elísabet Á. Möller vitnaði til staðreynda í skýrslu Vinnustaða ÖBI þar sem hún er í stjórn, að Vinnu- staðirnir skila mun meiru til ríkisins í einu og öðru formi en nemur styrk ríkisins skv. þjónustusamningi. Sömuleiðis vakti hún skv. sömu skýrslu athygli á því að þrátt fyrir greiðslu Vinnustaðanna til Atvinnu- leysistryggingasjóðs nytu fatlaðir starfsmenn einskis úr sjóðnum. c) Garðar Sverrisson minnti á skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á lífeyristryggingadeild TR sem hann kvaðst senda stjórnar- mönnurn. Dreifði töflu úr skýrslunni sem sýndi skörun vinnutekna og bótagreiðslna glögglega. Arnór Pét- ursson bar fram tillögu um að fela framkvæmdastjórn að leita samstarfs við Biskupsstofu um úttekt á aðgengi í kirkjum landsins. Að þeirri úttekt lokinni skal markvisst unnið að því að gera kirkjurnar aðgengilegar fotl- uðum. Samþykkt samhljóða. For- maður sleit fundi laust fyrir kl. 19. H.S. Nýkjörin framkvæmdastjórn ÖBÍ. fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGSINS 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.