Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 8
Á afmælishátíðinni voru Edda og Guðný Guðnadóttir með leikspuna á kvæðinu „Kanntu brauð að baka.” maðurinn liti niður á mig? Kannski hefði ég átt að segja: „Viltu prófa að vera bundinn við hjólastól i einn mánuð?” Fatlaður maður, bundinn hjólastól, þarf að hafa miklu meira fyrir lífinu - þarf helmingi meiri orku en sá heilbrigði. Nei, ráðamenn okkar skilja þetta ekki, fyrr en einhver fatl- ast í þeirra tjölskyldu, þá er farið að berjast. Ég reyni alltaf að bjarga mér, vinna mig út úr líkamlegri fötlun. „Erum við samstíga, líkaminn og ég?” spyr ég oft sjálfa mig. í haust datt ég í Ikea, lenti á hurðinni þegar ég fór út. Sjálfsagt hef ég brákað mig eitthvað. Síðan hef ég prófað vatnsleikfimi á hverjum morgni, er búin að fá mig nokkuð góða - og sannreyna að vatnsleikfimi er besta þjálfun sem fatlaður maður getur fengið.” Undirrituð horfir á fmgerðu kon- una svo leiftrandi af lífsorku og spyr: Hvernig ferðu að gera þetta allt samait - og fá alla hina nteð þér? „Ég fékk svo stóran vinning á æskuárum.” Edda brosir og lítur á svipfallega manninn sinn sem hefur fylgst með okkur tveimur, greinilega stoltur yfir Eddu sinni. „Hann er mesti happdrættisvinningur minn í lífinu! Kristjáni finnst allt rétt sem ég geri og styður mig í öllu, annars væri ég ekki að þessu. Mér fannst danska svo leiðin- leg í skóla, að bekkjarsystur mínar sögðu: „Þú átt eftir að giftast Dana iyrst þér finnst danska svona leiðinleg!” „Aldrei í lífinu,” sagði ég, en örlögin sneru því einmitt þannig. Á ég að segja þér hvernig við kynnt- umst: Ég var nítján ára þegar mamma fór að vinna sem ráðskona á Geldingalæk á Rangárvöllum, geysi- stóru búi í eigu Skúla Thorarensen. Hún hringdi til mín og spurði, hvort ég gæti komið sem aðstoðarstúlka. Ég fagnaði því allshugar, nú gætum við mamma loks verið saman. Hjá mömmu vann ég í níu mánuði. Allt var þvegið á þvottabretti og þvotturinn soðinn í stóru kolakeri. Vikan skiptist í þvottadaga og bök- unardaga. Þrjá daga tók að handhnoða kleinur, jólakökur o. fl. engin hrærivél. Síðan þurfti að þrífa þetta stóra hús. Við mamma unnum frá rauðamorgni langt fram á kvöld. Sex Danir unnu á búinu, einn af þeim var Kristján Ólafsson, síðar maðurinn minn. Mér fannst þeir leiðinlegir, kannski af því ég skildi þá ekki. Kristján kallaði ég græningj- ann, af því hann var alltaf í grænum fötum. Það fór í taugamar á mér, að hann skyldi alltaf vera að sniglast í kringum mig! „Hvad skal vi ha at spise í dag?”, sagði hann. Spurði síðan, hvort hann gæti ekki hjálpað mér að bera inn kolin og sokka- plöggin niður í læk? Ég hef oflt verið berdreymin. Stuttu áður en við fórum til Reykjavíkur, dreymdi mig - að ég hitti mann í Gamla bíó sem gaf mér hring með rauðum steini. Fyrsti maðurinn sem ég mætti í Austurstræti var Kristján. Hann bauð mér á kaflíihús og eftir það í Gamla bíó. Þetta var um vorið, við trúlofuðum okkur um haustið. Rauði steinninn er Gróa dóttir okkar. Við eigum eina dóttur, yndislegan tengdason og tvö gæfúrík bamaböm.” Edda og Kristján eiga líka hvort annað á heimili sem geislar af lífs- hamingju. Innri friður þarf að ríkja til að hægt sé að gefa frá sér til sam- ferðafólksins. Edda sýnist búa yfir honum ríkulega. Megi Trimmklúbbur Eddu vaxa um ókomna tíð. Oddný Sv. Björgvins. Hlerað í hornum Karl einn sagði þegar hann var að vitna í eitthvað löngu liðið: “Það var löngu fyrir guðs minni, meðan skratt- inn var ennþá í vöggu og Breiða- fjörðurinn allur í ljá”. “Það er ekki mikið sem ég geri”, sagði karlinn: “Bera út öskuna, berja fiskinn og mala. Hella úr koppunum hreinsa íjósið og smala.” Sýslumaður einn var að yfirheyra mann sem staðinn hafði verið að verki við þjófnað og innbrot. Sá sneri út úr öllu sem sýslumaður sagði, svo sýslumaður fokreiddist og spurði: “Hvað er þetta maður, heldurðu að ég sé eitthvert fífl eða hvað?”. Þá sagði þjófurinn sakleysislega: “Ég hefi bara ekki hugmynd um það, ég þekki þig bara ekkert”. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.