Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 46
SKÝRSLA HÚSSJÓÐS ÖRYRKJABANDAL AGSIN S 1999 r Aliðnu starfsári hefur Hús- sjóður sinnt hefðbundnum verkefnum sínum er varða rekstur og útleigu 540 íbúða í hans eigu. Rekstrarafkoma ársins 1998 var viðunandi, en tekjuafgangur ársins var 71,6 milljónir króna. Umfangs- miklar endurbætur hafa farið fram á stærstu eign sjóðs- ins, húsunum að Hátúni í Reykjavik og hafa þær gengið að óskum. Til tíðinda á starfsárinu má telja eftir- farandi: í samræmi við samþykktir síðasta aðalfundar ÖBÍ hefur stjórn Hússjóðs ákveðið að bjóða hópi leigjenda að kaupa þær íbúðir sem þeir nú leigja, með því að nýta sér hið nýja félags - lega eignaríbúðakerfi. Um er að ræða leigjendur utan fjölbýlishúsa Hússjóðs, sem staðið hafa í góðum skilum með greiðslu húsaleigu yfir lengri tíma. Fyrsti hópurinn telur 25 einstaklinga og ijölskyldur, en reynist það vel kann hópurinn að stækka. Hagstætt virðist fyrir barnlaust sam- búðarfólk að taka þennan kost, en fyrir aðra hópa virðist leiga um- talsvert hagstæðari. Forsenda þess að gera tilboð þetta var að samningar næðust við íbúðalánasjóð um að selji Hússjóður eign með áhvílandi láni sem ber 1% vexti sé honum heimilt að flytja það hagstæða lán á aðra eign sína. Tókust um það samningar í sumar. 20. mars s.l. var fyrsta skóflu- stungan tekin að Sléttuvegi 9 í Reykjavík. Þar mun rísa 4 hæða hús með 30 íbúðum af mismunandi stærðum, þar af 3 í raðhúsum, auk bifreiðageymslu. Verkið var boðið út og voru AHA verktakar með lægsta tilboðið kr. 314 milljónir. Verklok eru áætluð í nóvember árið 2000. .Akveðið var að brydda upp á þeirri nýjung að gefa öryrkjum kost á því að kaupa raðhúsin, sem byggð verða á Sléttuvegi, þó með kvöð um forkaupsrétt Hússjóðs á húsunum, þannig að tryggt verði að þau til Helgi Hjörvar frambúðar nýtist öryrkjum. Húsaleiga hefur fram að þessu tekið mið af byggingarvísitölu, sem hækkaði talsvert umfram almennt verðlag um nokkurra missera skeið. S.l. vor var með hliðsjón af nýjum lögum ákveðið að miða leigu fram- vegis við framfærsluvísitölu. Samstarf Hússjóðs við sveitarfélög og Svæðisskrifstofur hefur verið til endurskoðunar á árinu að gefnu tilefni. Nauðsynlegt er að gera skýra og afdráttarlausa samninga um verka- og ábyrgðarskiptingu milli Hússjóðs og þessara aðila. Þá er unnið að til- lögum um skipulagt eftirlit og við- hald á öllum eignum Hússjóðs, en umfang þeirra er orðið það mikið að nauðsyn er á kerfisbundnu starfi. í ljósi þeirra miklu biðlista sem eru eftir húsnæðisúrræðum á suðvestur- horninu hefur stjórn Hússjóðs tekið upp viðræður við ríkisvaldið um að Hússjóður taki að sér nauðsynlegar framkvæmdir en leigi ríkinu húsnæði til lengri tíma. Þannig mætti auð- velda ríkisvaldinu að bæta þjónustu við fatlaða, með því að dreifa Ijár- festingu þeirra á lengri tíma, eða 25- 30 ár. Helgi Hjörvar formaður Efni handbókarinnar: Aðgengi fyrir alla Rétt þykir hér að tíunda efniskafla handbókarinnar: Aðgengi fyrir alla þó þar verði um kaflafyrirsagnir einar að ræða. Hins vegar er þar að finna hinn ágætasta vegvísi að bókinni, þar sem allir undirliðir eru neihdir einnig. Fyrsti kafli hefur að geyma inngang, bókaryfirlit svo og lög og reglugerðir. Annar kaflinn íjallar um mismunandi þarfir og fyrst eru það sérþarfir sem skiptast í undirkaflana: að hanna fyrir fólk, hreyfihömlun, sjónskerðing, heyrnarskerðing, þroskaskerðing, astmi og ofnæmi, öldrun og geðröskun. Við bætast svo undirkaflar: standandi, sitjandi og ferli. I þriðja kafla er fjallað um skipulag og umferð: skipulag, gangbrautir og stígar, tröppur og skábrautir, leiksvæði og bílastæði. Fjórði kaflinn, bygg- ingarhlutar skiptist í: dyr og hurðir, gluggar, svalir, lýsing og rafbúnaður, loftræsting og loftgæði, skápar og innréttingar og tæknibúnaður. Þá er að fimmta kafla komið sem fjallar um íbúðarhús: lífstíðaríbúðir, bílskúrar og bílgeymslur, anddyri og inngangur, gangar, stigar og lyftur, rýmri tengsl innan íbúðar, eldhús, baðherbergi og snyrtingar, svefnher- bergi, stofur, þvottahús og geymslur. Sjötti kaflinn er um almenningsbyggingar; a) almenningsrými: aðkoma og bílastæði, dyrapallur og inngangur, anddyri og inngangur, afgreiðslur - móttöku- og upplýsingaborð, gangar, stigar og lyftur, baðherbergi og snyrtingar, búningsherbergi og baðklefar, vinnusvæði, almenningssímar, hraðbankar og sjálfsalar; b) almenningsbyggingar: heilbrigðisþjón- ustubyggingar, skólar og dagvistarstofnanir, samkomuhús, íþróttabygg- ingar, verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði, gistihús, hótel og heimavistir og bílageymsluhús. Þá er sjöundi kafli um styrktaraðila og sá áttundi er um heimildir. Þessi þurra upptalning er þó nauðsynleg til að gefa mynd af því hve yfirgripsmikil bókin er en sjón er sögu ríkari. H.S. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.