Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 31
Sindri Einarsson: KLÚBBURINN GEYSIR ER KOMINN TIL AÐ VERA r Eg heiti Sindri Einarsson. Eg er geðfatlaður, ég er með athyglisbrest með ofvirkni ásamt þunglyndi. Reynsla mín af vinnumarkaði með geðfotlun er sú að ég hef oft dottið út úr vinnu vegna samskipta við vinnuveitendur og vegna þess að vinnan sem ég hef unnið hefur reynst mér of erfið. Vinnusaga mín er mjög skraut- leg. Ég hef unnið flest þau störf sem hinn almenni vinnumarkaður býður upp á. Ég hef starfað sem verka- maður, löggæslumaður, hópferðabíl- stjóri o.fl. í raun hef ég unnið á það mörgum mismunandi stöðum að ég gæti verið í allan dag að telja upp þá staði sem ég hef unnið á í gegnum ævina. Með því að starfa í klúbbnum Geysi sé ég möguleika á að endast betur í vinnu með stuðningi fagaðila og með því að atvinnurekendur séu meðvitaðir um fotlun mína og geti þannig sýnt mér stuðning og skilið ef heilsu minni hrakar. Það að vera með geðfötlun er ekkert til að skammast sín fyrir, það er þrotlaus, endalaus barátta við sjálf- an sig allan sólarhringinn með mik- illi lyfjagjöf og snertir alla aðstand- endur, jafnt vini sem nánustu fjöl- skyldu. I raun má með sanni segja að ég geti með stolti sagt: Ég er geðfatl- aður í stöðugri baráttu við sjálfan mig og mitt nánasta umhverfi. Með því að vera virkur í Geysi létt- ir það baráttuna við umhverfið þar sem ég fæ stuðning í því sem ég tek mér fyrir hendur og nýti hæfileika mína. Geysir er þannig tæki geðfatlaðra til að ná markmiðum sínum í lífinu ásamt því að vera góður félagsskapur þar sem einstakl- ingurinn fær notið sín án tillits til sjúkdóms, þjóðfélagsstöðu og mennt- unar. I Geysi eru allir jafnir, enginn yfir aðra hafinn. Öll dýrin í skóginum eru vinir. I þær vikur sem ég hef starfað í Geysi hef ég fundið fyrir miklum stuðningi. Ég hef fengið tækifæri til að rækta hæfileika mína, tækifæri til að kynnast nýju fólki og síðast en ekki síst tækifæri til að vera ég sjálf- ur, ég hef fengið að njóta mín. Ut á það gengur Geysir að allir geti fengið að rækta hæfileika sína og verða virkir á vinnumarkaði. Við erum ekki í felum. Við erum stolt af því að vera í Geysi. I Geysi í Haukadal býr mikill kraftur, kraftur sem kemur úr iðrum jarðar. í klúbbnum Geysi býr kraftur einstaklinga, kraftur sem gýs úr sálar- lífi einstaklinga. í sálarlífinu er upp- spretta hugmynda, hugmynda sem gerir lífið þess virði að lifa því. Krafturinn ólíkt Geysi í Haukadal er þannig ekki bundinn við staðsetn- ingu, krafturinn er uppspretta alls þess sem gerir okkur mannleg. Nátt- úruperlur á við Gullfoss og Þingvelli hafa skapað íslandi þá frægð sem landið hefur í dag. ísland er óumdeil- anlega náttúruperla. Tvennt skiptir máli í farsæld þjóðar, náttúruperlur og manngildi. Mig langar að vitna í orð Baldvins Einarssonar lögfræð- ings, með leyfi fundarstjóra: “Það eru ekki landkostir og blíðviðri og gull og silfur og eðalsteinar sem gerir þjóðirnar farsælar og voldugar og ríkar. Heldur það hugarfar eða sá andi sem býr í þjóðinni.” Það er það hugarfar og sá andi sem býr í þjóð- inni sem við búum við í dag. Klúbburinn Geysir hefur það hlutverk að efla og bæta mannlif, skipa manngildinu þann sess sem því ber að hafa. Agætu ráðstefnugestir: Klúbburinn Geysir er kominn til að vera. Sindri Einarsson. Erindi flutt á atvinnumálaráð- stefnu Öryrkjabandalagsins. Um höfundinn: Sindri varð stúdent frá Fjölbraut við Ármúla haustið '95. Nám við laga- deild H.í. haustið '98. Hópferðabíl- stjóraréttindi vorið '92. Sindri er félagi í JC Island og hefur þar unnið ýmis verðlaun m.a. silfur í úrslitakeppni mælsku- og rökræðu- keppni JCI. Besti nýliðinn á lands- þingi '94. Var í nemendaráði í Fjöl- braut við Ármúla árið 1995. Hefur unnið ýmis störf, m.a. tollvörður, fangavörður, hópferðabílstjóri, mjólkurbílstjóri o.fl. Úrskurðarnefnd almannatrygginga Eins og áður hefur verið glögglega greint frá var úrskurðarnefnd almanna- trygginga lögfest á liðnu vori og tók hún svo til starfa 1. júlí sl. Úrskurðarnefndina skipa: Friðjón Örn Friðjónsson hrl. formaður, Guðmundur Sigurðsson læknir varaformaður og Þórunn Guðmundsdóttir hrl. Starfsmenn nefndarinnar eru þær Steinunn Margrét Lárusdóttir fram- kvæmdastjóri, Birna Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur og Theódóra Hilmarsdóttir ritari. Úrskurðarnefndin er til húsa að Laugavegi 103 Reykjavík og síminn er 551- 8200, en símatími milli 10 og 12 alla virka daga. Sérstök eyðublöð liggja frammi á skrifstofunni sem ætluð eru fyrir kvartanir yfir úrskurðum Tryggingastofnunar ríkisins. Nefndinni er alls góðs árnað í vandasömum verkefnum sem og starfsfólki öllu. H.S. Síndri Einarsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.