Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 39
er gefin af sjúkrahússtarfsemi er einsleit því umfjöllunin er aðallega um tækniframfarir og svo eru sýndar þáttaraðir í sjónvarpi um bráðamót- tökudeildir. Endurhæfinguna bráð- vantar meiri umíjöllun. Það þætti ekki gott ef aðeins væru sýndir fyrri hálfleikir handbolta- eða fótbolta- leikja. Síðari hálfleikur væri svo afgreiddur með því að gefa upp markatölu og hvaða lið hefði unnið. í huga þeirra sem stunda endurhæfin- gu og þeirra sem þurfa á henni að halda er fyrri hálfleikur lífsnauðsyn- legur því hann Qallar um þau læknis- fræðilegu inngrip sem nauðsynleg eru. Seinni hálfleikur er þó ekki síður mikilvægur eins og í íþróttum, því hann fjallar um endanlega niður- stöðu. Hjá þeim sem er í endurhæf- ingu fjallar hann um það hvernig viðkomandi höndlar lífið og hvernig umhverfið tekur á móti honum. Hlutverk liðsþjálfara er heldur ekki ósvipað þjálfara í endurhæfingu. Þar skiptir máli hæfni hans, áhugi og mem- aður. Seinni hálfleikur í endurhæfingu felst því í að sjá, finna og nýta styrk- leika viðkomandi til að takast á við hindranir sem á vegi hans verða. Virkni og þátttaka þess sem end- urhæfinguna stundar, eru “skoruðu mörkin” og sigurinn felst í að taka þátt í ákvörðunum um eigið líf og verða hinn eiginlegi sérfræðingur. r Iendurhæfingu á geðsviði er ekki eins sýnilegt hvað verið er að vinna með eins og þegar unnið er með líkamann, þótt markmiðin séu þau sömu. f endurhæfingu geðsjúkra er verið að fást við þætti eins og hátt- erni, lausn viðfangsefna, yfirfærslu í verki, að skipuleggja og framkvæma athafnir samhliða því að tekið sé mið af kröfum umhverfisins, samskipta- þáttum og streitustjórn. í þessari vinnu eru ekki notuð nein tæki eða tól sem hjálpartæki, heldur felst auðurinn í kunnáttu sérhæfðs, vel- menntaðs starfsfólks. Til að halda áfram samlíkingunni við þjálfara íþróttaliðs og þjálfara í endurhæf- ingu, þá er það nokkuð klárt að árangur íslenska landsliðsins yrði varla jafngóður ef Baltasar Kormákur sæi um þjálfunina í stað Guðjóns Þórðarsonar, þótt báðir séu topp- menn - bara á mismunadi sviðum. Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstni. geðd. iðjuþj. Hrafn Sæmundsson fulltrúi: r-ri . . 1 • x Tvo Ijoo Haustið Þegar farfuglarnir flugu upp ómaði vængjablak eins og hljómkviða úr bláum himninum. Og lítill fugl með brúna vængi og ljósa bringu sat eftir og vissi að vorið kemur í fuglshjartað en gul sólin bíður í suðrinu. Og fuglinn stakk höfðinu undir vænginn í ljósaskiptunum því á morgum ætlaði hann að fljúga inn í garðinn og syngja kveðjusönginn. Jólanóttin Þetta undarlega blóm lifnar í vetrarmyrkrinu og skartar mjúkum litum og ilmar á hjarninu og drúpir höfði í auðmýkt. Þetta undarlega blóm býður vegfaranda svaladrykk úr gullnum bikar á helgri nóttu. Og í vetrarmyrkrinu heyrist veikur ómur þeirrar klukku sem leikur stef mannssonarins um frið á jörðu þá örskotsstund sem okkur er gefin. Hrafn Sæmundsson. NÝ LAUSN Á GÖMLUM VANDA - ENDAÞARMSTAPPI Hægðaleki er vandamál sem margir eiga við að stríða. Kominn er á markaðinn endaþarmstappi frá fyrirtækinu Coleplast í Danmörku sem getur hjálpað mörgum. Þessi tappi er úr mjúku kvoðukenndu efni (polyurethan), utanum hann er vatnsleysanleg himna, og mjúkt bómullar- band er steypt neðst í tappann. Kvoðuefnið er smá götótt efni sem hleypir lofti í gegnum sig. Fyrir notkun lítur tappinn út svipað og endaþarmsstíll, og er settur í endaþarminn eins og gert er með endaþarmsstíla. Á 30 sekúndum leysist himnan upp og tappinn blómstrar út og verður eins og lítill mjúkur túlípani og helst mjúkur meðan á notkun stendur, tappinn fel- lur að innanverðum endaþarminum og kemur þannig í veg fyrir að hægðir leki út. Frekari upplýsingar má fá hjá hjúkrunarfræðingum á eftirtöldum stöðum: Össuri, Lyfju og Ó.Johnson & Kaaber. Tryggingastofnun hefur samþykkt tappann sem hjálpartæki og tekur þátt í kostnaði á þeim forsendum til 6 mánaða, til reynslu. Sjá nánar um samþykktina á heimasíðu Tryggingastofnunar rikisins www.tr.is ( undir leitarheitum hjálpartækjamiðstöðin og bleiur). FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.