Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 22
Magnús Þorgrímsson hampar Viðmælendur í þungum þönkum eða hitt þó heldur. dótturinni á hné sér er sú stutta kom í heimsókn. BORIÐ NIÐUR í BORGARBYGGÐ r hlýju októbersíðdegi heim- sótti ritstjóri Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi en hún er s.s. menn eiga að vita í Borgarnesi eða Borgarbyggð s.s. nú er. Með í för var frændi rit- stjóra, Björn G. Eiríksson sem festa átti þennan merka atburð á filmu. I Borgarnesi tóku á móti okkur Magnús Þorgrímsson ffamkvæmda- stjóri og Þóra Kristín Stefánsdóttir fulltrúi á skrifstofu. Seinna bættist iðjuþjálfi í hópinn, Hulda Birgis- dóttir. Við byrjuðum að fara yfir starfs- mannamál, þau Magnús og Þóra eru bæði í fullu starfi, þroskaþjálfi er svo i 60% starfi, iðjuþjálfi í 80% starfi, sálfræðingur í 25% starfi, þroska- þjálfi í Búðardal í 30% starfi, þroskaþjálfi í Stykkishólmi í 80% starfi og þroskaþjálfi á Grundarfirði í 60% starfi, að hluta sem forstöðu- maður skammtímavistunar þar. Síðan eru svo forstöðumenn ýmissa viðfangsefna. í Holti er bæði rekin sumardvöl og skammtimavistun, á Gufuskálum, s.s. áður er sagt, skammtímavistun og eins á Akranesi en verður sem slík lögð þar niður, verður hluti af nýju sambýli þar. r AAkranesi er svo Fjöliðjan - með anga í Borgarnesi, það verkefni er samvinnuverkefni svæðisskrif- stofu, Akranesbæjar, Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi, Þroskahjálpar o.fl. í Fjöliðjunni vinna um 30 manns þar af 3 í Borgarnesi. I Borg- arnesi eru framleiddir plastpokar, undir sorp aðallega, framleiðslan á undir högg að sækja, því verið er að breyta úr pokum í tunnur s.s. á Akranesi. Starfsmenn í Borgarnesi eru 2 daga í viku úti á almennum vinnumarkaði, hreinsa beingadda úr fiski hjá Eðalfiski, verkstjóri fylgir frá svæðisskrifstofu. Annars er góð þátttaka fatlaðra í almennri vinnu, bæði hjá Vírneti og Eðalfiski. í Fjöliðjunni á Akranesi er bæði vernd- uð vinna, starfsþjálfun og hæfing, helstu verkefni þar eru fataflokkun fyrir Rauða kross Islands, dósamót- taka, framleiðsla á strigapokum fyrir skreiðarhausa og vinna við raflagna- efni. Magnús bendir á að varðandi strigapokana þá séu þeir hjá Fjöliðj- unni í samkeppni við innflutning, poka framleidda í Indlandi þar sem barnaþrælkun ræður ríkjum. A Akranesi er sambýli fyrir 6 ein- staklinga og annað er nú í byggingu sem væntanlega verður í notkun tekið nú um áramótin. Aðdragandi að því var sá að byrjað var á því að kanna þarfir þess sundurleita hóps sem kæmi til með að búa þama - þarfa- greining mun það heita. Þau lögðu í þessu sambandi bæði áherslu á það að engin ein íbúðalausn dygði fyrir alla, mismunandi einstaklingar, mis- munandi þarfir, sumir best settir einir út af fyrir sig, aðrir með þörf fyrir tengsl við aðra. Þarna verða 6 íbúar, allir í eigin íbúðum, ein aðgreind s.s. hún væri úti í bæ. Aðrir í eigin ibúðum með sameiginlegri aðstöðu. í raun þyrfti þar sólarhringsþjónustu þegar í gagnið verður komið. Auð- vitað er svo veitt frekari liðveisla á svæðinu frá skrifstofunni þ.e. á Akranesi, í Borgarnesi og Stykk- ishólmi. r IBorgarnesi er svo sambýli fyrir 5 einstaklinga. Þau bentu einnig á að fatlaðir byggju svo í íbúðum með stuðningi bæði á Akranesi og í Borgarnesi. Ritstjóri hafði áður séð athyglisverðar tölur um íjölda fatl- aðra á Vesturlandi m.a. íjölda fatlaðra barna, en óvenjumargt fatlaðra barna er bæði í Stykkishólmi og í Dölum. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.