Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 22
Magnús Þorgrímsson hampar Viðmælendur í þungum þönkum eða hitt þó heldur.
dótturinni á hné sér er sú
stutta kom í heimsókn.
BORIÐ NIÐUR
í BORGARBYGGÐ
r
hlýju októbersíðdegi heim-
sótti ritstjóri Svæðisskrif-
stofu um málefni fatlaðra á
Vesturlandi en hún er s.s. menn eiga
að vita í Borgarnesi eða Borgarbyggð
s.s. nú er. Með í för var frændi rit-
stjóra, Björn G. Eiríksson sem festa
átti þennan merka atburð á filmu.
I Borgarnesi tóku á móti okkur
Magnús Þorgrímsson ffamkvæmda-
stjóri og Þóra Kristín Stefánsdóttir
fulltrúi á skrifstofu. Seinna bættist
iðjuþjálfi í hópinn, Hulda Birgis-
dóttir.
Við byrjuðum að fara yfir starfs-
mannamál, þau Magnús og Þóra eru
bæði í fullu starfi, þroskaþjálfi er svo
i 60% starfi, iðjuþjálfi í 80% starfi,
sálfræðingur í 25% starfi, þroska-
þjálfi í Búðardal í 30% starfi,
þroskaþjálfi í Stykkishólmi í 80%
starfi og þroskaþjálfi á Grundarfirði í
60% starfi, að hluta sem forstöðu-
maður skammtímavistunar þar.
Síðan eru svo forstöðumenn ýmissa
viðfangsefna. í Holti er bæði rekin
sumardvöl og skammtimavistun, á
Gufuskálum, s.s. áður er sagt,
skammtímavistun og eins á Akranesi
en verður sem slík lögð þar niður,
verður hluti af nýju sambýli þar.
r
AAkranesi er svo Fjöliðjan - með
anga í Borgarnesi, það verkefni
er samvinnuverkefni svæðisskrif-
stofu, Akranesbæjar, Samtaka sveit-
arfélaga á Vesturlandi, Þroskahjálpar
o.fl. í Fjöliðjunni vinna um 30
manns þar af 3 í Borgarnesi. I Borg-
arnesi eru framleiddir plastpokar,
undir sorp aðallega, framleiðslan á
undir högg að sækja, því verið er að
breyta úr pokum í tunnur s.s. á
Akranesi. Starfsmenn í Borgarnesi
eru 2 daga í viku úti á almennum
vinnumarkaði, hreinsa beingadda úr
fiski hjá Eðalfiski, verkstjóri fylgir
frá svæðisskrifstofu. Annars er góð
þátttaka fatlaðra í almennri vinnu,
bæði hjá Vírneti og Eðalfiski. í
Fjöliðjunni á Akranesi er bæði vernd-
uð vinna, starfsþjálfun og hæfing,
helstu verkefni þar eru fataflokkun
fyrir Rauða kross Islands, dósamót-
taka, framleiðsla á strigapokum fyrir
skreiðarhausa og vinna við raflagna-
efni. Magnús bendir á að varðandi
strigapokana þá séu þeir hjá Fjöliðj-
unni í samkeppni við innflutning,
poka framleidda í Indlandi þar sem
barnaþrælkun ræður ríkjum.
A Akranesi er sambýli fyrir 6 ein-
staklinga og annað er nú í byggingu
sem væntanlega verður í notkun tekið
nú um áramótin. Aðdragandi að því
var sá að byrjað var á því að kanna
þarfir þess sundurleita hóps sem
kæmi til með að búa þama - þarfa-
greining mun það heita. Þau lögðu í
þessu sambandi bæði áherslu á það
að engin ein íbúðalausn dygði fyrir
alla, mismunandi einstaklingar, mis-
munandi þarfir, sumir best settir einir
út af fyrir sig, aðrir með þörf fyrir
tengsl við aðra. Þarna verða 6 íbúar,
allir í eigin íbúðum, ein aðgreind s.s.
hún væri úti í bæ. Aðrir í eigin
ibúðum með sameiginlegri aðstöðu.
í raun þyrfti þar sólarhringsþjónustu
þegar í gagnið verður komið. Auð-
vitað er svo veitt frekari liðveisla á
svæðinu frá skrifstofunni þ.e. á
Akranesi, í Borgarnesi og Stykk-
ishólmi.
r
IBorgarnesi er svo sambýli fyrir 5
einstaklinga. Þau bentu einnig á
að fatlaðir byggju svo í íbúðum með
stuðningi bæði á Akranesi og í
Borgarnesi. Ritstjóri hafði áður séð
athyglisverðar tölur um íjölda fatl-
aðra á Vesturlandi m.a. íjölda fatlaðra
barna, en óvenjumargt fatlaðra barna
er bæði í Stykkishólmi og í Dölum.
22