Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 21
Jón Hjörleifur Jónsson: Jón Hjörleifur í þessum fína félagsskap. urinn og allra góða leiða leitað og svo hefur stuðningur verið víða að, lista- menn lagt þeim lið, fyrirtæki og stofnanir og einu sinni voru Berg- málsfélagar með heilan óperukór í æfingabúðum svo dæmi sé tekið. Kolbrún segir að það sé skemmti- legt og yndislegt um leið að þarna starfi saman fólk úr sjö kirkjufélögum og allt samstarf eins og best verður á kosið. Þó Kolbrún sé lítt fyrir það gefin að guma af starfi þeirra í Bergmáli þá veit ritstjóri víða að frá þakklátu fólki bæði krabbameinssjúkum og öðrum sem sjúkdómar hrjá eða fötlun hamlar að þarna er á vettvangi unnið mikið kærleiksstarf enda sagði Olafur hér að framan: “Það er alltaf þörf fyrir kærleikann”. En hvers vegna Bergmál þ.e. nafnið? Því svar- ar Kolbrún: “Nafnið á að endur- spegla tilgang félagsins. í fyrsta lagi bergmál hins liðna þ.e. æskunnar, í öðru lagi á það að tákna tónaflóð því við erum enn kór og í þriðja lagi á það að bergmála það sem himinninn segir okkur um trúna og kærleikann. Við erum öll bræður og systur”. Mættu þessi orð Kolbrúnar berg- mála víðar um samfélagið, því alls staðar er þörf hjálpfúsra handa og hugargöfgi. En rétt til að minna á hann Jón Hjörleif í lokin þá langar ritstjóra til að birta hér óð Jóns Hjörleifs til Blindrafélagsins á 60 ára afmælishátíð þess en óðinn flutti okkur þar einmitt sú hin sama Kolbrún og hér eru færðar alúðarþakkir fyrir ágætan fróðleik. Frá Bergmáli kom Kolbrún færandi hendi, en félagið færði Blindrafélag- inu ræðustól sem ljóð Jóns Hjörleifs lýtur að um leið. Hlerað í hornum Sú litla þriggja ára gömul fór í hús- dýragarðinn og heim komin fór hún að segja afa sínum frá því sem fýrir augu hafði borið. Þar á meðal sagði hún frá lömbunum sem hún dáðist mjög að. Þá spyr afi: “Og hvað segja svo lömbin?” Sú stutta svaraði kotroskin vel: “Þau segja bara allt gott”. Það var á þeim tíma sem mæður vildu ráða gjaforði dætra sinna. Frú Þórdís kallaði á biðilinn, hann Gunnar, og segir hvasst: “Ég var að frétta af því að þú hefðir beðið dóttur mína að giftast þér. Hvílík ósvifni, þér hefðuð átt að spyrja mig fyrst”. Gunnar varð afar vandræðalegur en stundi svo upp: “En frú Þórdís, hvernig átti mér að detta í hug að þér væruð ástfangin af mér”. Sigurður kom til ljósmyndarans og bað hann að stækka fyrir sig litla passamynd. “Níu sinnum þrettán?”, spurði ljósmyndarinn. Þá svaraði Sigurður: “Það gera 117. Af hverju ertu að spyrja að því?”. Blindra- félagið 60 ára Heillakveðja frá Bergmáli i Orð sem lífga, lækna, lýsa líkt og sól, andi friði af æðra sviði út frá þessum ræðustól. Orð, sem blessa alla og hressa um byggða ból, að finni í stríði storma og blíðu staðfast skjól við göfgi skírðan gjafastól. II Ytri dökkvann ætíð slökkvi innri ljóminn. Hyggjan bjarta í hug og hjarta er hæsti sóminn, -leggur jafnan lokadóminn. Uppheims ljómann augna- drómann yfir lýsi. Með þennan stól að vegavísi vegsemd yðar jafnan rísi, því honum fylgir hjarta vort og heilsteypt sálin: -Bergmáls vörmu vinamálin. III Eigi skal hér allra dýrstu óskum fresta ræðu stóls í formi festa fast, svo hvergi nái að bresta. Oska leiðir yðar greiði einn sá ræður vegum allra, vinir góðir, valdar hér um jarðar slóðir Jón Hjörleifur Jónsson Og með fylgdu: Innilegustu ham- ingjuóskir og þakkir fyrir örlát, fölskvalaus kynni. Bergmál. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.