Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 6
heimili eða Arnarholt; löggjöf um kjara- og tryggingamál fyrir fatlaða ekki til; endurhæfing þekktist varla - og ég er búin að lýsa viðbrögðum vinnuveitenda. Flestir stofnendur Sjálfsbjargar í gamla Skátaheimilinu voru hreyfihamlaðir og margir illa farnir eftir lömunarveiki. Nú er það aðallega umferðin sem fatlar og lam- ar. Sigfús Brynjólfsson, einn af stofnendum, er með mér í Trimm- klúbbnum. Kúvending hefur orðið á þessum málum, ennþá eigum við samt langt í land til jafnréttis við heilbrigða. Sem ein af stofnendum Sjálfs- bjargar fannst mér ég þurfa að gera eitthvað. Eg var meðstjórnandi tvö fyrstu árin. Síðan gaf ég kost á mér sem formaður íþróttafélags fatlaðra í eitt ár - og var kosin. Formannsárið var mjög erfitt og lærdómsríkt, þótt ég hefði gott fólk með mér í stjórn, einkum vegna félagsrigs út af mínu kjöri, ég hætti því eftir árið. Þetta var lexía. Ég sagði oft við sjálfa mig: „Edda, ef þú ert hrein og bein þarftu ekkert að óttast. Þú vinnur á því að vera hreinskiptin.” Sníðameistari og formaður. Varstu ekki lika söngkona? „Jú,” segir Edda og hlær, “munn- harpan hennar mömmu gerði mig að söngkonu. Ég átti aldrei bíópening, en mamma átti munnhörpu og við sungum oft heima. í þá daga fékk fólk vini og kunningja til að skemmta t.d. í fermingarveislum. Svavar Ben tónskáld bað mig oft að koma með sér í veislur og syngja lögin sín. Þetta styrkti mig mikið og smám saman fór ég að yfirvinna minnimáttarkenndina gagnvart fötl- un minni. Selkórinn á Seltjarnarnesi er að hluta að mínu frumkvæði. Ég var mjög stolt, þegar ég stóð á sviði Samkomuhúss Seltjarnarness á vígsluhátíð hússins, ásamt kórnum, valin til að syngja úr Kátu ekkjunni „ó, vilja og vilja ó, vina mín kær.” Ég hef oft tekið gítarinn minn og sungið á skemmtunum.” Edda bendir á tvo gítara á veggnum. Rétt hjá hangir stórt veggspjald, hlaðið verðlauna- peningum. Allt verðlaunapeningar fyrir sundafrekin þín, Edda? „Já, mér hefði aldrei dottið í hug í vatnsleikfiminni í Grensáslaug. að ég ætti eftir að skara fram úr í sundi. Ég var svo fullorðin þegar ég byrjaði að æfa - orðin 40 ára. Kær- astinn minn bauð mér í Gamla bíó, og þegar sá ég Ester Williams sund- drottningu á tjaldinu, sagði ég við sjálfa mig: „Svona vildi ég vera!” Af tilviljun hitti ég Kristjönu Jóns- dóttur sundkennara í Arbæjarlauginni sem var þá að kenna fotluðum sund. Upp úr því fór ég að læra að synda, hafði aldrei kunnað það almennilega. Aður synti ég alltaf hliðarsund, var að reyna að þjálfa annan fótinn, hinn var óvirkur. Ég var sent út í keppni og öllum að óvörum - mest mér sjálfri - kom ég með verðlaunapening. Erlingur Jóhannsson fór þá að þjálfa mig. Á Ólympíuleikum fatl- aðra vann ég bronsið fyrir 100 metra bringusund. Og af JJeimsleikum fatl- aðra kom ég heim tvö gull, silfur og brons, þá 46 ára. Nýlega las ég það í íþróttablaði fatlaðra, að ég hefði þá sett heimsmet í 400 metra skriðsundi. Ég hafði ekki hugmynd um það! I sundinu setti ég mér ákveðna reglu: að synda alltaf rólega fyrst, keyra síðan líkamann upp eins og þolið leyfði. Ég hætti keppnissundi á tindi frægðarinnar - þá 50 ára.” Edda brosir. „I afmælinu sagði Erlingur við mig: „Nú finnst mér að þú ættir að snúa þér að öðru.” Ég var sár fyrst, en sá fljótt að þetta var alveg rétt. Stórafmæli eru oft vendipunktur í lífinu og ég sagði við sjálfa mig: „Nú er ég búin að þjálfa líkamann svo Á jólahátíð Trimmklúbbsins í SEM húsinu 1997. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.