Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 45
Stefnumörkun í endurhæfingu á Islandi Frá Hringsjá en hennar lofsamlega getið hér. í fylgd með Einari Má Guðmundssyni. Hingað hefur borist hin ágæt- asta samantekt um stefnu- mörkun í endurhæfingu hér á landi. Það er Félag íslenskra endurhæfingarlækna sem sendir til- lögur að slíkri stefiiumörkun frá sér. Þetta er skýrsla yfirgripsmikil og allsérhæfð um leið svo leikmaður ætti ekki að freista þess að gjöra henni skil en aðeins tæpt á nokkrum athyglisverðum atriðum. Skýrslunni eða tillögunum er skipt í þrjá meginkafla: 1) Skilgreining og viðfangsefni endurhæfingar; 2) Staða endurhæfingar í dag og 3) Endurhæfing i framtíðinni. I fyrsta kaflanum er endurhæfingu skipt í tvö stig: frumendurhæfingu og viðhaldsendurhæfingu. Þar er svo minnt á helstu viðfangsefni læknis- fræðilegrar endurhæfingar og skulu þau talin upp hér: a) afleiðingar sjúkdóma og sköddunar á stoðkerfi; b) afleiðingar sjúkdóma og sködd- unar á taugakerfi; c) afleiðingar hjarta- og lungnasjúkdóma; d) afleiðingar geðrænna sjúkdóma; e) meðfædd fotlun og afleiðingar sjúk- dóma eða slysa á unga aldri; f) afleiðingar lífshátta s.s. offita, streita og reykingar, g) atvinnuendurhæf- ing; h) forvamir; i) rannsóknir og kennsla. r Iöðrum kafla um stöðu endurhæf- ingar í dag eru taldar upp endur- hæfingardeildir og endurhæfingar- stofnanir og til fróðleiks farið yfir það hér: 1) Endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans. 2) Endurhæfingardeild SHR (Grens- ás). 3) Reykjalundur endurhæfingar- miðstöð. 4) Endurhæfingardeild FSA (Kristnes). 5) Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins. Einnig er talið upp hvar endurhæf- ingarstarf er unnið á stöðum og stofn- unum: 6) Æfingarstöð Styrktarfélags lam. og fatl. 7) Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins. 8) HL - stöðvar í Reykjavík, Akur- eyri, Neskaupstað. 9) Gigtlækningastöð Gigtarfélagsins 10) Hæfingarstöðin á Akureyri. 11) Starfsþjálfun fatlaðra - Hringsjá. Auk þess stofur sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga o.fl. m.a. á sjúkra- húsum. í skýrslunni er til þess vitnað að skipulögð endurhæfingarstarfsemi hófst hér fýrir rúmlega 35 árum og síðan þá hefur mikil þróun átt sér stað. Einnig segir að kostnaður við end- urhæfingu sé mun lægri hér en þekkist annars staðar í heiminum, afleiðing þess að mannafli hefur hér verið skorinn við nögl. Sem dæmi er sagt að í Noregi kosti endurhæfing sambærilegra verkefiia og á Reykjalundi þrisvar sinnum meira fé og á Grensási er legukostn- aður um 2/3 af kostnaði á almennum deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur. Upplýst er að nú séu starfandi 12 sér- fræðingar í endurhæfingu - aðeins. Ikaflanum um framtiðarhorfur má sjá margar vel grundaðar og útfærðar tillögur og lýst er æskilegri verkaskiptingu endurhæfingarstofn- ana. Er því skipt rækilega niður eftir eðli sjúkdóma og sköddunar. Er þar um flest mannleg mein fjallað s.s. útlimamissi, hjarta- og lungnasjúk- dóma, stoðkerfisvandamál, sjúkdóma og áverka í taugakerfi t.d. heila- og mænuáverka, geðræn vandamál, krabbamein, brunasköddun og þá bæði að hæfingu og endurhæfingu vikið. Atvinnuendurhæfing - oft síðasti hlekkur endurhæfingar er einn undir- kaflanna og þar fær Hringsjá sina einkunn þar sem segir: “Fáir hafa sinnt þessum þætti endurhæfingar að einhverju ráði, að undanskilinni öfl- ugri starfsþjálfun hjá Starfsþjálfun fatlaðra - Hringsjá.” Bent er á að á Reykjalundi séu kjöraðstæður til atvinnuendurhæfingar en ljármagn skorti. I lokaorðum segir að áherslu verði að leggja á verulega breytingu varðandi stofnanatengda þjónustu einkum með því að auka göngudeild- ar- og dagdeildastarfsemi. Skýr verkaskipting milli endurhæfing- arstofnana er ákveðin tillaga. Auk þess er í þessum tillögum bent á möguleika á nýjum eða áður van- ræktum verkefnum. Okkur þykir þetta hin markverð- asta lesning og okkar einlæg von að frekari framkvæmd megi fylgja í kjölfarið. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.