Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 45
Stefnumörkun í endurhæfingu á Islandi Frá Hringsjá en hennar lofsamlega getið hér. í fylgd með Einari Má Guðmundssyni. Hingað hefur borist hin ágæt- asta samantekt um stefnu- mörkun í endurhæfingu hér á landi. Það er Félag íslenskra endurhæfingarlækna sem sendir til- lögur að slíkri stefiiumörkun frá sér. Þetta er skýrsla yfirgripsmikil og allsérhæfð um leið svo leikmaður ætti ekki að freista þess að gjöra henni skil en aðeins tæpt á nokkrum athyglisverðum atriðum. Skýrslunni eða tillögunum er skipt í þrjá meginkafla: 1) Skilgreining og viðfangsefni endurhæfingar; 2) Staða endurhæfingar í dag og 3) Endurhæfing i framtíðinni. I fyrsta kaflanum er endurhæfingu skipt í tvö stig: frumendurhæfingu og viðhaldsendurhæfingu. Þar er svo minnt á helstu viðfangsefni læknis- fræðilegrar endurhæfingar og skulu þau talin upp hér: a) afleiðingar sjúkdóma og sköddunar á stoðkerfi; b) afleiðingar sjúkdóma og sködd- unar á taugakerfi; c) afleiðingar hjarta- og lungnasjúkdóma; d) afleiðingar geðrænna sjúkdóma; e) meðfædd fotlun og afleiðingar sjúk- dóma eða slysa á unga aldri; f) afleiðingar lífshátta s.s. offita, streita og reykingar, g) atvinnuendurhæf- ing; h) forvamir; i) rannsóknir og kennsla. r Iöðrum kafla um stöðu endurhæf- ingar í dag eru taldar upp endur- hæfingardeildir og endurhæfingar- stofnanir og til fróðleiks farið yfir það hér: 1) Endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans. 2) Endurhæfingardeild SHR (Grens- ás). 3) Reykjalundur endurhæfingar- miðstöð. 4) Endurhæfingardeild FSA (Kristnes). 5) Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins. Einnig er talið upp hvar endurhæf- ingarstarf er unnið á stöðum og stofn- unum: 6) Æfingarstöð Styrktarfélags lam. og fatl. 7) Greiningar- og ráðgjafarstöð rík- isins. 8) HL - stöðvar í Reykjavík, Akur- eyri, Neskaupstað. 9) Gigtlækningastöð Gigtarfélagsins 10) Hæfingarstöðin á Akureyri. 11) Starfsþjálfun fatlaðra - Hringsjá. Auk þess stofur sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga o.fl. m.a. á sjúkra- húsum. í skýrslunni er til þess vitnað að skipulögð endurhæfingarstarfsemi hófst hér fýrir rúmlega 35 árum og síðan þá hefur mikil þróun átt sér stað. Einnig segir að kostnaður við end- urhæfingu sé mun lægri hér en þekkist annars staðar í heiminum, afleiðing þess að mannafli hefur hér verið skorinn við nögl. Sem dæmi er sagt að í Noregi kosti endurhæfing sambærilegra verkefiia og á Reykjalundi þrisvar sinnum meira fé og á Grensási er legukostn- aður um 2/3 af kostnaði á almennum deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur. Upplýst er að nú séu starfandi 12 sér- fræðingar í endurhæfingu - aðeins. Ikaflanum um framtiðarhorfur má sjá margar vel grundaðar og útfærðar tillögur og lýst er æskilegri verkaskiptingu endurhæfingarstofn- ana. Er því skipt rækilega niður eftir eðli sjúkdóma og sköddunar. Er þar um flest mannleg mein fjallað s.s. útlimamissi, hjarta- og lungnasjúk- dóma, stoðkerfisvandamál, sjúkdóma og áverka í taugakerfi t.d. heila- og mænuáverka, geðræn vandamál, krabbamein, brunasköddun og þá bæði að hæfingu og endurhæfingu vikið. Atvinnuendurhæfing - oft síðasti hlekkur endurhæfingar er einn undir- kaflanna og þar fær Hringsjá sina einkunn þar sem segir: “Fáir hafa sinnt þessum þætti endurhæfingar að einhverju ráði, að undanskilinni öfl- ugri starfsþjálfun hjá Starfsþjálfun fatlaðra - Hringsjá.” Bent er á að á Reykjalundi séu kjöraðstæður til atvinnuendurhæfingar en ljármagn skorti. I lokaorðum segir að áherslu verði að leggja á verulega breytingu varðandi stofnanatengda þjónustu einkum með því að auka göngudeild- ar- og dagdeildastarfsemi. Skýr verkaskipting milli endurhæfing- arstofnana er ákveðin tillaga. Auk þess er í þessum tillögum bent á möguleika á nýjum eða áður van- ræktum verkefnum. Okkur þykir þetta hin markverð- asta lesning og okkar einlæg von að frekari framkvæmd megi fylgja í kjölfarið. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.