Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 7
mikið, að ég má ekki hætta. Því ekki að stofna trimmklúbb!” Af hverju Trimmklúbb? „Jú, þá gat ég drifið fólk út að trimma, sem var fatlað eins og ég.” Trimmklúbbur Eddu var stofnaður 6. september 1987. Markmið hans er heilsurækt fatlaðra í anda þeirrar hugsjónar sem ýttu úr vör samtök- unum íþróttir fyrir alla. „Með mér trimma bæði blindir og sjónskertir, fatlaðir og þeir sem eiga við allskyns Tótlun að stríða, en líka stuðnings- hópur til að styðja þá blindu. Við förum í gönguferðir á sumrin, vatns- leikfimi, sund og jóga á veturna. Ég fæ félagana til að dansa, syngja og leika - vil að þeir geri allt sjálfir. Iþróttafélög einblína oft um of á keppnisíþróttir. Trimmklúbburinn er fyrir alla hina sem annars sætu heima. Kjörorðið er: að vera með er stærsti sigurinn!” Þeir sem mæta best fá hvatningarbikar klúbbsins í verðlaun. Eg er með kannanir og spyr: Hvað gerir klúbburinn fyrir þig? Hvað má bæta? Reyni síðan að fara eftir óskum félaga. Nú hefur fjölgað svo í klúbbn- um að iðulega mæta um 50 manns í sundleikfimina í Grensáslaug, en segja má að um 70 manns séu virkir þátttakendur í sundleikfimi og jóga. Yndislegar konur kenna með mér, Asbjörg Gunnarsdóttir og Erla Tryggvadóttir eru búnar að vera sjálf- boðaliðar í klúbbnum í tíu ár.” Hvað með þig sjálfa? „Ég borga með mér,” segir Edda og skellihlær. „Við borgum leigu á Grensáslaug þar sem við kennum vatnsleikfimi kl. 4-6 á miðviku- dögum. Árleg leiga er á annað hundrað þúsund krónur, en hver fé- lagi borgar 1000 kr. á mánuði.” Edda hefur fengið styrk frá Reykjavík- urborg og íþrótta- og tómstundaráði, en nú segir hún hafa fjölgað svo mikið í Trimmklúbbnum, að félags- gjöldin ættu að geta staðið undir leigu á Grensáslaug. „Stundum eru félagar svo illa staddir að 1000 krónur á mánuði eru of mikið, en ég læt aldrei áhugafólk sitja heima út af einum þúsundkalli. Hugsjón mín er að koma sem flest- um fötluðum út í heilsurækt.” Edda er búin að fara um allt land og kynna iþróttir fyrir fatlaða. „íþróttafélag fatlaðra hefur gert mikið, en brýn Edda og Kristján á tíu ára afmælishátíð klúbbsins. „Kristján sá þá um hátalarakerfið, en hann er mér alltaf innan handar,” segir Edda. þörf er á að ná enn fleirum út úr einangrun,” segir hún. „Nú erum við að undirbúa litlu jólin sem margir hlakka til. Klúbb- félagar sjá sjálfir um skemmtiatriðin. Á litlu jólunum okkar fá allir jóla- gjafir. Er erfitt að ná fötluðu fólki út í lífið, Edda? „Það er vorkunnartónn í mörgum sem mér finnst að ætti ekki að vera. En ég get ekki dæmt þá sem hafa orðið fyrir miklu áfalli. Kannski hefði ég brugðist öðruvísi við, ef ég hefði fengið lömunarveikina 20-30 ára. í dag er gert allt fyrir fólk, en það á ekki að mata það. Menn eiga sjálfir að bera sig eftir björginni. Sjálfs- vorkunn leiðir aðeins til hins verra. Ef þú ætlar að lifa lífinu, þá gildir ekkert annað en harkan sex. Auðvitað má alltaf bæta. Sorglegt að horfa upp á bæturnar sem fólkið fær. Sjálf gæti ég ekki lifað á þeim örorkubótum sem mér eru úthlutaðar, ef ég ynni ekki. Bilið er alltaf að breikka á milli ríkra og fátækra, heil- brigðra og fatlaðra. Ég sagði eitt sinn við þekktan ráðamann þjóðarinnar: „Viltu býtta við mig? Fá mínar örorkubætur í einn mánuð, en ég fengi þín mánaðarlaun.” Viðbrögð hans voru slík að sú hugsun hvarflaði að mér, hvort Edda með Guðnýju Guðnadóttur og Elsu Stefánsdóttur sem er nýlátin, á Ólympíuleikuni fatlaðra 1984 á Stoke Mandeville í Englandi. fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGSINS 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.