Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 15
Meðan hún gæska var og hét?
og hallaði undir flatt.
Ljóst hár hans glóði í
sólinni og honum
sýndust hendur hans
moldugar.
- A ég að opna
fyrir þig? spurði
drengurinn. Hann
beið ekki eftir svari,
heldur tyllti sér á tær,
rjálaði eitthvað við
læsinguna - og hliðið
laukst upp.
- Sjáðu, nú er
opið! Kanntu
kannski ekki að
opna?
Nei, gamli maður-
inn kunni ekki að
opna. Og nú var það
„æskan sem rétti
ellinni hönd” því
drengurinn kenndi gamlingjanum að
opna hliðið. Þannig urðu þeir vinir.
Hann var kallaður Dengsi.
Þeir hittust næstum daglega allt
sumarið og gamli maðurinn leiddi
drenginn við hönd sér - eða kannski
var það drengurinn sem leiddi hann.
Stundum kom drengurinn með bíl
eða bát til að sýna öldungnum, en í
staðinn sagði gamli maðurinn
drengnum sögur. Þeir gengu oftast út
í hraunið. Þar truflaði umferðin þá
ekki.
Svo var það einn daginn þegar
gamli maðurinn kom niður að
hliðinu, að Dengsi var ekki mættur.
Hann sem alltaf var vanur að vera
kominn á undan honum og meira að
segja á stundum hlaupið upp stéttina
og spurt eilítið óþolinmóður, hvort
hann væri ekki að koma.
En nú var hann ekki mættur. Gamli
maðurinn hallaðist fram á hliðgrind-
ina og beið. En Dengsi kom ekki. Þá
fór gamli maðurinn að ókyrrast.
Skyldi eitthvað hafa komið fyrir
drenginn og honum flugu bílarnir i
hug. Hann lauk upp hliðinu og tók að
hökta niður gangstéttina, nam staðar í
öðru hvoru spori og rýndi ráðvilltur á
umferðina. Þá var hann ávarpaður af
konurödd:
- Ert þú að bíða eftir einhverjum?
- Nei, ekki er það nú. En þú hefur
víst ekki séð hann Dengsa?
- Dengsa, hver er það?
- Hann er með gullna lokka, í
bláum buxum og ... og stundum
svörtum.
Já, þær voru áreiðanlega svartar.
Nei, konan hafði ekki séð Dengsa
og spurði hvort hann væri afi hans.
- Nei, nei, ekki er nú svo, ekki er
nú svo. Við erum vinir, eiginlega
fóstbræður. Gamli maðurinn hló. Svo
varð hann alvarlegur á ný og spurði
konuna, hvort hún vissi nokkuð til að
slys hefði orðið á götunni.
- Guð minn almáttugur, slys! sagði
konan. - Nei, heldurðu það?
Nei, hann hafði bara spurt si svona.
En svo mátti konan ekki vera að því
að tala meira við hann. Hún var í
verslunarferð.
Gamli maðurinn rölti áfram og
reyndi að spyrjast fyrir um
Dengsa. En enginn hafði séð hann
eða réttara sagt enginn þekkti hann á
stuttri og ófullkominni lýsingu gaml-
ingjans, enda kast á flestum.
Þá fór gamli maðurinn að áfella
sjálfan sig fyrir að hafa ekki spurt
drenginn, hvar hann ætti heima.
Óskapa aulaháttur að inna ekki
barnið eftir því. Þá hefði allt verið
auðveldara.
Svo gafst gamli maðurinn upp á
leitinni og rólaði heim á leið og átti
raunar fullt í fangi með að rata. Það
vantaði Dengsa. Sár tregi settist í
gamla brjóstið. Svona gat þetta líf
látið á stundum.
Þegar hann kom að hliðgrindinni,
beið hans þar lítil stúlka.
- Ert þú vinur hans Dengsa? spurði
hún.
Vinur hans
Dengsa? Jú, jú, það
stemmir. Hvar er
hann, blessaður stúf-
urinn? Hann er þó
ekki lasinn?
- Nei, hann bað að
skila til þín kveðju.
Hann er farinn til
útlanda með pabba
sínum og mömmu.
- Ó, já. Til útlanda,
tautaði gamli maður-
inn. Honum fannst
sólin ekki skína jafn
skært og áður og ók
sér. - Ó, já. Til út-
landa, sagðirðu.
- Já, og hann kemur
ekki fyrr en í vor.
Hann bað mig að
segja þér, að hann
ætlaði strax að hitta þig þegar hann
kæmi.
Svo var hún þotin.
- Ó, já. Til útlanda, endurtók gaml-
inginn í þriðja sinn og rólaði upp að
húsinu.
Eftir þetta fannst honum komið
haust. Hann fór minna út og aldrei
lengra en fram að hliðinu. Þóttist
ekki kunna á læsinguna og lét sér
nægja að staldra litla stund við grind-
ina til að tala nokkur orð við vini
sína, rimlana.
Dagamir styttust smátt og smátt.
Loftið varð svalara. Gamli maðurinn
hætti að rölta út, fór einungis
snöggvast í leppana eftir hádegið. Og
er gigtin tók að hrjá hann hætti hann
að fylgja fötum og fann innra með sér
að þetta yrði langur vetur og reyndi
að telja vetrarmánuðina á fingrum
sér. Niðurstaðan varð fimm fingur,
fimm mánuðir - og einmanakenndin
sótti enn fastar að.
En svo tók hann sig á. O, jæja, o,
jæja. Allt tæki þetta enda. Það myndi
vora sem endranær. Fyrst heyrði hann
einn og einn dropa detta af upsinni,
undur hægt og hljóðlega, jafnvel
hikandi og feimnislega, og rétt yfir
bjartasta daginn. Brátt myndi drop-
unum fjölga. Þeir færðu sig upp á
skaftið, dyttu hraðar og hraðar og
sífellt lengur fram eftir. Að lokum
féllu þeir látlaust allan sólarhringinn,
hratt og þungt, fullir lifsmagns sigju
þeir í skaut móður jarðar.
Þá væri víst meira en óhætt að taka
köflótta teppið frá glugganum, svo að
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ ABANDALAGSINS
15