Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 32
Sigurður Óskar Pálsson fv. safnvörður: MEÐ AU STANG JÓLUNNI (Slitur úr minnisblöðum á tvímánuði) Sigurður Oskar Pálsson Það seytlar drjúgum úr síðpils- Um þokunnar og ég er í vondu skapi og hef mig ekki í að fara út úr húsi og rölta ögn um bæinn mér til sáluhjálpar og þó er þetta undur hlýtt og kyrrlátt regn. Svona mjög hefur dofnað í mér sveita- mannsnáttúran síðan ég gerðist þurrabúð- armaður á olíumöl- inni. Man ég þó gjörla að hér fyrir eina tíð kom ég aldrei hamingjusamari frá vinnu minni en að kvöldi svona dags holdvotur frá engjaslætti með orfið á öxlinni og í vitunum þennan ólýsan- lega keim af nýrri síðslægju. Undur var gott að fara í þurrt að loknum þvílíkum degi, borða kvöldmatinn, kannski grjónavelling sem í höfðu verið soðnar gulrófur, nýjar úr mold- inni, og súrt slátur til frekari undir- stöðu, við skin frá tíu lína lampa, sem á ný hafði hlotið fulla virðingu eftir kvöldbirtu frá hörpu til heyanna; skríða í bólið, finna svefninn síga að í mjúku myrkri og höfuðið fyllast af frómum vonum um að bráðlega gerði þurrk í slægjuna. Einatt hef ég trúað því síðan að hlýtt og hljóðlátt sumar- regn sé hollasta væta fyrir líkama og sál sem fyrirfinnst í veröldinni og taki fram sundlaugum og heitum upp- sprettum og jafnvel lóninu bláa með öllum sínum rómaða lækningar- mætti. r Eg var sem sagt í vondu skapi þen- nan 14.dag september-mánaðar á því herrans ári 1999 og það sem verra var, algerlega að ástæðulausu eins og oft og einatt gerist þegar ólundin nær að festa rætur í þessu svo kallaða sálartetri mannskepnunnar. Allt í einu, líklega vegna þess að hugurinn hafði hvarflað til engjasláttarins hér fyrir eina tíð, læddust upp í þoku- drungaðan koll minn slitur af litlum stefjum sem ég bangaði saman fyrir margt löngu. Góð voru haustin með kyrrum kvöldum og löngum, komið var seint af engjum, gengið hægt um höll og móa með hrífu og orf, en liðið að göngum. Og góð voru haustin er heyskapnum lauk í hægri landátt sem bar með sér angan hins rauða lyngs um leið og hún strauk lófum um folnandi mýrar; síðustu baggarnir látnir við Hámóaheyið, af hestunum sprett og þeim sleppt eftir vinnudag langan. Aldrei fyrr en nú hefúr hvarflað að mér að sleppa stetjum þessum inn í skrif sem kynni að slysast á prent. Líkast til er svona tiltæki órækur vottur aðsteðjandi elliglapa. Allt í einu heyrði ég að sjónvarps- fréttir voru skollnar á. Kvöldfréttir útvarps höfðu farið fram hjá mér svo sem þær hafa löngum gert síðan menningaryfirvöldum vorum á Inn- nesjum syðra þóknaðist að skáka þeim fram á miðjan aftan samkvæmt því eyktatali sem ég ólst upp við og hef reynt að viðhalda í tímaskyni mínu æ síðan. Ég lagði því penna frá mér en eyru við auk þess sem ég hvikaði mér ögn til svo að ég sæi myndmál tíðindanna, og sannast að segja varð ég ekki fyrir vonbrigðum fremur en oft áður. Þarna var oss flutt svo yndisleg fregn í myndum og máli að hún bjargaði hreinlega fyrir mér deginum og mátti ekki seinna verða eins og öllum má augljóst vera. Þar var greint frá kattasýningu haldinni á vegum einhvers kattaræktar- eða kattavinafélags; ég greip ekki hvort heldur var, enda skiptir það ekki meginmáli að mínum dómi. Há- punktur fregnarinnar var samræða tíðindamanns við talsmann félags- skapar þessa. Kunngerði sá oss fá- fróðum þann boðskap af ærinni mælsku og stórum lærdómi að ættu kettir að geta orðið raunveruleg gæludýr yrði að gelda þá með því að ógeltir kettir væru hálfgerðir, jafnvel algerir vandræðagripir sem stunduðu frjálst ástarlíf og spangóluðu. Nei, ég er ekki að ljúga, heyrðu fleiri en ég. Sannast sagna hætti mér, gömlum sveitamanninum, að standa um sel og fannst mér renna kalt vatn milli stafs og hurðar við tíðindasögn þessa. Fengi ég að greiða atkvæði um fregn aldarinnar yrði þessi efst á blaði án tvímæla. Engu að síður voru henni alls ekki gerð skil við hæfi, því mið- ur. Tíðindamanni þeim, sem hér átti hlut að máli, láðist nefnilega að skreppa í njósnaleiðangur inn í garða eða á baklóðir einhversstaðar nálægt vettvangi og festa á hljómband þessa nýmóðins ástarsöngva ógeltra katta oss fáfróðum dreifbýlismönnum til uppbyggilegs fróðleiks og nokkurrar skemmtunar þar að auki. Megum við ef til vill eiga þess von að á 21. öldinni verði ung- um afkomendum okkar raulaðar barnagælur eitthvað í þessa átt þeim til værðarauka á kvöldin, og það meira að segja í fullri alvöru og bestu meiningu: Kýrin tístir, tíkin baular, trippið gaggar, svínið hlær, svanur mjálmar, músin gaular, malar í haga gömul ær? Spyr sá er fátt veit og enn færra skil- ur. S.Ó.P. Hlerað í hornum Maður einn gekk um kirkjugarðinn og rakst þar á mann sem stóð við leg- stein einn hálfvolandi og tuldraði fyrir munni sér: “Af hverju í ósköp- unum þurftirðu nú að deyja svona ungur”. Aðkomumaður fylltist sam- úð með þeim volandi, gekk til hans og spurði hvem hann syrgði svo mjög. “Æ, þetta er nú bara fyrri eig- inmaður konunnar minnar sem hér hvílir í friði”. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.