Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 12
Helgi Hróðmarsson, fulltrúi hjá ÖBÍ: LIÐSINNI NÝ TÆKNI - ALLRA AÐGENGI Sýning í Perlunni dagana 11.-13. febrúar 2000 Gísli og Haraldur Gunnar laða fram ljúfa hljóma. Með stöðugri nýsköpun á undanförnum árum hefur mikið áunnist í málefnum fatlaðra. Stór framfaraskref hafa verið stigin með þróun nýjunga sem gefa möguleika á að jafna aðstöðu fatlaðra og aldr- aðra við aðra þjóðfélagsþegna og auka sjálfstæði þeirra og aðgengi í daglegu lífi. Þetta bar á góma í stjórn FFA “Fræðsla fyrir He,g' fatlaða og að- Hróðmarsson standendur”. Þar ““““ kom fram hug- mynd um að efna til sýningar á hjálp- artækjum fyrir fatlaða og aldraða, enda nú u.þ.b. 13 ár frá því að síð- asta hjálpartækjasýning var haldin hér á landi. Gífurleg þróun hefur að sjálfsögðu átt sér stað á þessum tíma og bylting orðið í úrvali og tækni- þróun margskonar hjálpartækja og búnaðar. FFA leitaði eftir samstarfi við fjölda aðila. Erindinu var vel tekið og eftirtaldir aðilar ákváðu að standa að sýningunni: Heyrnar- og talmeina- stöð íslands, Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg- landssamband fatlaðra, Sjónstöð íslands, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna, Svæðisskrifstofa Reykjaness, Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins, Tölvu- miðstöð fatlaðra, Öryrkjabandalag Islands og félagsmálaráðuneytið. Fyrsti fundur ofangreindra aðila var haldinn í janúar 1999. Hópn- um var fljótlega skipt í tvo hópa, annarsvegar tæknihóp og hinsvegar ijárhaldshóp. Tæknihópurinn fjallaði um og kom með tillögur að efni og innihaldi sýningarinnar og ljárhalds- hópurinn aflaði fjár og sá um samningagerðir í tengslum við sýn- inguna. Hópurinn réði fyrirtækið Sýningar ehf. til samstarfs við undir- búning sýningarinnar. Starfsmenn- irnir Sigurrós Ragnarsdóttir og Auðunn Georg Ólafsson voru full- trúar Sýninga í þessari vinnu. I sýningarstjórn voru: Björk Páls- dóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Vilmundur Gíslason og Helgi Hróðmarsson. Sett var upp framkvæmdaáætlun sem tók til alls undirbúnings þessa verkefnis. Hand- tökin reyndust mörg. Afla þurfti fjár, kynna þurfti sýninguna fyrir væntan- legum sýnendum, fá til liðs bæði inn- lenda og erlenda fyrirlesara, dreifa upplýsingum um sýninguna, bæði í ijölmiðlum og bréflega svo lítið eitt sé nefnt. Tíminn leið hratt og áður en varði var sýningin á næsta leiti. Það var því unnið af krafti síðustu vikur og daga fyrir sýninguna til að allt gengi upp. Það hafðist og 11. febrúar, dagur setningarathafnarinnar rann upp. Gísli Helgason og Har- aldur Gunnar Hjálmarsson fluttu ljúfa tóna bæði fyrir og eftir setn- inguna. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra, Ólöf Ríkarðsdóttir fyrr- verandi formaður Öryrkjabandalags íslands og Joseph Kaye fulltrúi frá hinum virta háskóla MIT í Boston í Bandaríkjunum fluttu erindi. Ásdís Jenna Ástráðsdóttir háskólanemi og ljóðskáld flutti síðan frumsamin eigin ljóð og setti að því loknu sýninguna. Við setninguna flutti Halaleikhópur- inn hluta úr leikverki sem hann er að æfa um þessar mundir. r Asýningunni voru kynntar nýj- ungar á sviði upplýsingatækni og umhverfisstjórnunar sem þjóna fötluðu fólki sem og öðrum sem á þurfa að halda. Öllum þeim sem framleiða, selja eða bjóða á annan hátt upp á vöru og /eða þjónustu sem hentar fólki sem er fatlað gafst ein- stakt tækifæri til að kynna starfsemi sína. Eftirtaldir aðilar sýndu búnað á sýningunni: Austurbakki hf, Enjo/Clean trend, Hagi ehf, Heyrnar- og talmeinastöð Islands, Heyrnar- hjálp, Frjáls og ferðafær, sérverslun með rafskutlur, íslandsbanki hf, Is- lensk getspá, Jón Eiríksson, Lands- síminn hf, Nýmark, Raflagnir Is- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.