Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 23
Þórhallur Hróðmarsson: Matarást Til stúlknanna í eldhúsinu á Reykjum Astin tekur á sig ýmis gerfi og oftast nær hún veldur hjartaþraut. Samt er það svo að einhvern veðurdaginn algerlega rokin er á braut. Núna þegar kominn er með kransa kemur ofarlega í huga mér: Hver er ástin einasta og sanna, ástin sem að stöðugt fylgir þér? Ástin ber á dyr með ýmsum hætti og engan um það spyr hvar inn hún fer. Rakleiðis um magann liggur leiðin sem líklegust að hjarta mannsins er. Ástin er á kreik'i í ýmsum myndum. Af þeim myndum sem að fyrir ber er matarást sú eina sem að endist og eftir lætur merk'i í hjarta þér. Þ.H. Það þykir heldur ekki fínt í betri samkvæmum að taka stærsta bitann einkum og sér í lagi ef heiðurs- gesturinn hefur þegar tekið hann á diskinn sinn. En verði manni á sú skyssa, þá tekur maður hann ekki sigri hrósandi og hampar honum á lofti með sigurbrosi til allra hliða, heldur sætir maður lagi þegar heiðurs- gesturinn er að tala við sessunaut sinn til hinnar hliðarinnar og laumar bitanum til sín í kyrrþey. Undir slíkum kringumstæðum þyk- ir það kurteisi að bjóða heiðurs- gestinum aftur á diskinn. Ákaflega er sá siður óviðfelldinn að snýta sér í vasaklútinn og horfa svo lengi hugfanginn á vasaklútinn á eftir eða sýna öðrum hve mikið hafi komið í hann. Eins heyrir það ekki til skemmtana í samkvæmi að menn bori upp í nefið á sér og beri svo fingurinn upp að ljósinu til nánari athugunar og stingi honum svo upp í sig á eftir. Ég vona að sem flestir hafi lært af þessum ábendingum og þeir sem eru í óðaönn að skrifa þessi heilræði niður eða festa þau sér í minni, skulu ekki klappa fyrir kennslunni, þá gæti gleymst eitthvert heilræðið. Viðar Hörgdal. Hlerað í hornum Maðurinn bað um sardínur á veit- ingastaðnum og þjónninn spurði hvort hann vildii portúgalskar eða ítalskar. “Mér er alveg sama. Ég ætla sko ekki að fara að tala við þær.” Málgefin kona var hjá lækni og spurði af hverju í ósköpunum hann hefði sagt henni að reka út úr sér tunguna og svo hefði hann ekki einu sinni svo mikið sem skoðað hana. “Ég gerði það nú bara til þess að geta skrifað lyfseðilinn í friði.” Séra Jónas fór á prestastefnu og biskupinn fíutti setningarræðu og sagði m.a.: “Bestu árum ævi minnar hefi ég eytt í örmum góðrar konu og það var ekki eiginkona mín.” Svo kom þögn og prestar stóðu á öndinni en svo bætti biskup við: “Það var móðir mín.” Séra Jónas hugsaði gott til glóðarinnar að nota þetta þegar heim kæmi. Næsta sunnudag fer hann í stólinn og byrjar svona: “Bestu árum ævi minnar hefi ég eytt í örmum góðrar konu, en hún var ekki eiginkona mín.” Svo kom þögn og kirkjugestir voru eðlilega and- aktugir yfir þessu. Svo byrjaði Jónas að roðna og stamaði loks: “En ég man bara ekki lengur hver hún var.” *** Maður einn var að kvarta yfir minn- istapi sínu: “Það er þrennt sem ég á erfiðast með að muna. Það eru nöfn, það eru tölur, og svo man ég bara ekki það þriðja.” *** Sonurinn 7 ára var að horfa á aug- lýsingar í sjónvarpinu. Hann kallaði í mömmu sína og sagði: “Nú veit ég alveg hvað þú átt að gera til að megra þig eins og þú ert alltaf að tala um.” Móðirin spurði eðlilega hvernig að því ætti að fara og þá svaraði sá stutti: “Jú, þú átt að nota yes ultra plus því það fjarlægir alla fitu.” Tvær konur voru á gangi í kirkju- garðinum. Þá segir önnur konan við hina: “Hér eigum við nú eftir að lenda ef okkur endist iíf og heilsa.” Þegar karl fór á fyllerí sagði eigin- konan: “Hann á nú heldur betur eftir að súpa úr nálinni fyrir þetta”. Og öðru sinni þegar karl fór á bak við hana sagði hún: “Ég mátti svo sem vita að það lægi hundur undir steini”. *** Hann Nonni hafði alltaf verið mikill mömmudrengur þó rígfullorðinn væri. I meira en tuttugu ár fór hann alltaf heint í kaffitímunum í frysti- húsinu og mamma beið með rjúkandi kaffið og hellti í bollann hans. Nú var Nonna sagt að það væri aldeilis fjör í kaffitímunum og hann tók sig til, keypti hitabrúsa og kom svo með kaffið á honum. í fyrsta kaffitíman- um hellti Nonni í bollann hjá sér og þegar bollinn var fullur sagði Nonni: “Takk, elsku mamma, ekki meira mamma mín”, og um leið flóði út af. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.