Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 39
MS félag Islands segir sig úr OBI r Ahaustmánuðum barst hingað bréf frá stjórn MS félags Islands þar sem tilkynnt var að stjórnin hefði ákveðið að félagið segði sig úr Öryrkjabandalagi íslands. Samkvæmt lögum Öryrkjabanda- lagsins var ljóst að úrsögn þessi tæki í fyrsta lagi gildi um næstu áramót eftir þetta tilskrif, en svo hefur nú orðið. Þetta þóttu mönnum hér á bæ hryggileg tíðindi og í svarbréfi var þess óskað að formlegar ástæður úrsagnar væru tilgreindar svo og var þeirri ósk beint til stjórnar MS félagsins að slíkt mál sem þetta yrði tekið upp til afgreiðslu á aðalfundi félagsins eða a.m.k. félagsfundi. í svarbréfi MS félagsins s.s. í upphafsbréfi var ýjað að afskiptum Öryrkjabandalagsins af innri málum MS félagsins og þar vísað til átaka í félaginu varðandi aðalfund þess á þar liðnu vori þar sem sagt var að áhrifamenn úr röðum Öryrkjabandalagsins hefðu komið við sögu þeirra innra átaka. Ekki skulu frekar rakin sár og um margt undarleg bréfaskipti hér um en á aðalstjórnarfundi Öryrkjabandalagsins í desember var mál þetta tekið fyrir og lýstu menn þar bæði hryggð og undrun yfir þessari stjórnarákvörðun MS félagsins. Framkvæmdastjóra var falið að ræða við forystu MS félagsins sem og var gjört af honum og félagsmálafulltrúa en frá MS félaginu mættu formaður og varaformaður félagsins. Niðurstaðan var sú að þau tvö héldu fast við úrsögn og í kjölfarið send hingað ítrekun úrsagnar. Samkvæmt þessu telst MS félagið því miður ekki lengur til aðildarfélaga bandalagsins, nafn þess því þurrkað út af forsíðu þessa tölublaðs af Fréttabréfi ÖBÍ og þetta þá einnig að öllu óbreyttu síðasta eintakið sem ágætir félagar MS félagsins fá í hendur. Framkvæmdastjóra þykir þessi niðurstaða hin sárgrætilegasta bæði í ljósi mikils stuðnings héðan við félagið á umliðnum árum svo og sakir þess að hann veit þess engin dæmi að Öryrkjabandalagið sem slikt, en að því snýr úrsögnin, hafi nokkru sinni hið minnsta hlutast til um málefni MS félagsins, ekki frekar en annarra aðildarfélaga sinna. Einlæg von hans er sú að aftur megi upp rofa og MS félagið verði á ný ein styrkra stoða Öryrkjabandalagsins. H.S. Glöggum bæklingi gjörð skil brekkan væri snarbrött og snjórinn lítill og þetta væri hálfgerður ís og al- veg snarbrjálað sleðafæri. Hann sagði mér að ég skyldi reyna að fara í hálfgert svig niður fjallið og ég lofaði því. Svo settist ég á sleðann og Wolfgang ýtti mér af stað. Sleðinn fór á fljúgandi ferð. Ég varð hræddur og mundi eftir orðum Wolfgangs. Ég sveigði dulítið til vinstri, svo aftur til hægri. Sitthvoru megin við brautina voru tré. Mér tókst með því að sveig- ja til og frá að halda mér á hæfilegri ferð. Svo kom rosaleg brekka og sleðinn bókstaflega flaug. Ég beygði til hægri, bremsaði og sleðinn snérist til vinstri. Ég reyndi að rétta hann af, hann fór beint niður íjallið og ég sveigði til vinstri og of mikið upp í fjallið. Sleðinn stansaði og brunaði svo afturábak niður ijallið. Ég missti stjórn á honum. Sleðinn valt. Ég rann niður brekkuna á bakinu eða á hliðin- ni og sleðinn á eftir. Ég reyndi að krafsa í ísinn, en ferðin jókst. Ég sá að hausinn á mér stefndi á næsta tré. Með einhverjum ofurkrafti tókst mér að snúa mér við. Sleðinn fór á undan. Lappirnar kræktar í hann og ég rann á fleygiferð niður ijallið og beið þess, sem verða vildi. r Eg heyrði öskur og heyrði Wolfgang vin minn reyna að halda í við mig, en hann hvarf og allt hvarf og bara hvít auðnin var þarna og ég á bakinu með sleðann á undan. Allt í einu kvað við brak, og ég snar- stansaði og eitthvað hvolfdist yfir mig. Það var Wolfgang. Sleðinn hafði farið út í kantinn og stoppað á vírneti eða tré. Við Wolfgang reynd- um að rétta sleðann við og tókst það. Eftir nokkurt hik settist ég á sleðann aftur og Wolfgang stóð þétt við hlið- ina á mér. Ég lét mig vaða niður það sem eftir var af brekkunni og stansaði við efri skíðalyfiuna og tók mér far niður fjallið með lyftunni. Ég hef ekki árætt síðan að fara niður Alpana á skíðasleða og ráðlegg engum að gera það, nema kunna að stýra slíku farartæki. Þegar ég kom heim í gamla húsið um kvöldið og hópurinn hafði skemmt sér vel yfir “afreki” mínu, settist ég niður og reit afmælisgrein um Jón Múla. Skyldi greinin hafa orðið eitthvað á annan veg, hefði ég eytt heilum degi í hana? Gísli Helgason. Gigtarfélag íslands hefur gefið út afar snotran bækling sem ber heitið: Gigtarsjúklingurinn og vinnu- umhverfi tölvunnar. Undirfyrirsögn er: Tölvur nýtast gigtarsjúklingum. í bæklingnum er frá því greint að í samvinnu við hin Norðurlöndin hafa Gigtarfélag íslands og Hjálpartækja- miðstöð TR mótað hagnýtar leið- beiningar um rétta hönnun og upp- setningu vinnuaðstöðu við tölvur fyrir gigtarsjúklinga. Þessar leið- beiningar eru á netfangi: www.nor- drit.org- Þar er m.a. að finna þessi atriði: Möguleikar tölvunnar, líkaminn og gigt, búnaður við tölvuvinnu og leið- beiningar um val á búnaði og inn- réttingum. í bæklingnum segir að gigtar- sjúklingar hafi aðeins nýtt sér mögu- leika tölvutækninnar að takmörkuðu leyti, tilraun þvi gjörð til að bæta þar úr. Vefurinn er ætlaður öllum sem starfa við uppsetningu vinnuaðstöðu við tölvur og aðlögun hjálpartækja. Með fylgir svo bæklingnum eyðublað fyrir umsókn um inngöngu í Gigtar- félagið en þess ágæta kjörorð er: Byggjum upp og bætum líðan. H.S FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.