Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 54
I BRENNIDEPLI
Megintíðindin af okkar vett-
vangi eru vel tíunduð hér í
blaðinu að þessu sinni þ.e.
dómur sá er kveðinn var upp í
Héraðsdómi Reykjavíkur milli jóla
og nýárs í máli Öryrkjabandalags ís-
lands gegn Tryggingastofnun rík-
isins, en í raun gegn ráðuneyti trygg-
ingamála. Ekki þarf að taka fram að
málshöfðunin var reist til að fá skorið
úr um lögmæti þess að tenging við
tekjur maka skertu bætur öryrkjans
s.s. verið hefur í framkvæmd.
Hæstiréttur fær nú málið í heild, en
það er tvískipt í raun, til meðferðar og
í óþreyju beðið eftir úrskurði hans,
vonandi fyrir réttarhlé í sumar.
Þó ijölskipaður Héraðsdómur hafi
dæmt tekjutenginguna ógilda og
ólögmæta þann tíma sem reglugerðin
ein var í gildi án lagastoðar og engu
öðru trúað en á sama veg fari í
Hæstarétti, þá klofnaði dómurinn um
hitt atriðið þ.e. hvort lög um tekju-
tengingu stæðust í raun bæði gagn-
vart stjórnarskrá svo og mann-
réttindasáttmálum.
Þar voru að vísu tveir gegn einum
en það sem athygli vakti var hve
veikur rökstuðningur fáeinna setn-
inga lá að baki áliti meirihlutans um
lögmæti á meðan minnihlutinn, Auð-
ur Þorbergsdóttir héraðsdómari,
færði ítarleg og afar sannfærandi rök
fyrir því að ólögmæt væri tekju-
tengingin yfirleitt. Hér hefur því
lengi verið frani haldið að tekjur eins
gætu í engu skert tekjur annars enda
hvergi urn slíkt að ræða í
okkar kerfi m.a. ekki
varðandi atvinnuleysis-
bætur. Von okkar sú að
Hæstiréttur taki hér af öll
tvímæli og öðru ekki
trúað en sá dómur verði
okkur í vil að öllu leyti.
Eitt hlýtur að vera alveg
ljóst að ósmáar verða
þær fúlgur sem ríkið
verður að greiða til baka,
þó ekki væri nema vegna
einróma dómsniðurstöðu
Héraðsdóms um ólög-
lega tekjutengingu með
reglugerð eina til halds
og trausts.
Það er með miklum ólíkindum
hversu farið er með fé það sem
lögum samkvæmt á að renna í Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra en lög kveða
klárt að orði um að til þess sjóðs skuli
falla óskertar tekjur Erfðaijársjóðs.
Hlutur Framkvæmdasjóðs hefur farið
hriðminnkandi sem hluti af tekjum
Erfðafjársjóðs og þó hefur aldrei
verið ljósari en nú þörfin fyrir
framkvæmdafé svo ganga megi sem
rösklegast á biðlista þá sem endur-
spegla ótmlega neyð í búsetumálum
þroskaheftra. í fyrra fékk Fram-
kvæmdasjóður fatlaðra á tjárlögum
235 millj. kr. af þeim 480 milljónum
sem ErfðaQársjóður var áætlaður að
gefa í ríkissjóð en varð mun meira í
reynd.
I ár fær Framkvæmdasjóður fatl-
aðra aftur aðeins 235 millj. kr. af
þeim 575 millj. kr. sem Erfðaijár-
sjóður á nú að gefa og á lögum sam-
kværnt að renna óskiptur í Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra. 340 milljónir
eru teknar til að unnt sé að hæla sér af
enn frekari tekjuafgangi ríkissjóðs á
árinu. Þessar milljónir eru vægast
sagt illa fengnar í afganginum marg-
rórnaða.
Og hver er svo afleiðing þessa nú?
Nú er varla unnt að standa við
brýnustu skuldbindingar sjóðs-
ins hvað þá að koma nægilega til
móts við þau ijölmörgu verkefni sem
lögum samkvæmt á að styrkja úr
sjóðnum. Þar á meðal fara fremst
bráðbrýn verkefni frjálsra félagasam-
taka sem koma fötluðum verulega til
góða, geta stundum skipt sköpum
fyrir ákveðna fötlunarhópa sem þá
inna af hendi ótrúlegt sjálfboðastarf,
sem þýðir þegar á allt er litið miklu
ódýrari lausn fyrir ríkisvaldið.
Skammsýnin ræður þarna allri för
til óbætanlegs tjóns fyrir svo ótal-
marga fyrir utan það að afnema í raun
með lagabandormi ár hvert þau
meginlög sem gilda í landinu um
málefni fatlaðra.
Það er að vonum að félög okkar
sem í þörfum framkvæmdum standa
og styrkhæf eru utan alls efa spyrji
sig að því hvers þau eigi að gjalda ár
eftir ár og ekki síst spyrja þau eðli-
lega fulltrúa Öryrkjabandalagsins í
úthlutunarnefnd, undirritaðan, hversu
þetta rnegi vera.
Öryrkjabandalagið hefur margoft
mótmælt þessum niðurskurði, nú
síðast á haustdögum þegar íjárlög
biðu afgreiðslu Alþingis, en allt konr
fyrir ekki.
Undirritaður hefur sagt það að
óburðugur sé heimanmundurinn í
þessum efnum hjá ríkinu til handa
sveitarfélögunum, ef af yfirfærslu
málefna fatlaðra verður, eigi þetta að
vera það framkvæmdaijármagn sem
sveitarfélögin fá til framtíðar.
Meðferðin á Framkvæmdasjóðnum
ár eftir ár er hreint út sagt siðlaus þó
lögleg sé og hefur hindrað marga
góða framkvæmd í gagn að komast
eða frestað henni með hinum verstu
afleiðingum. Það er illt
verk að bera ábyrgð á
slíku.
Ásdís Jenna flytur ljóð við opnun Liðsinnissýningarinnar.
Fréttatilkynning frá
félagsmálaráðuneyt-
inu síðla í janúar vakti
óneitanlega mikla athygli
okkar.
Fréttin var um
ákvörðun vasapeninga til
handa au-pair fólki sem
hingað kemur og fer inn á
heimili hér og vinnur þar
fyrir mat, þjónustu og
húsaskjóli. Þrennt vakti
athygli okkar hér á bæ
sem þekkjum vel til
54